Grautur Fortíðar

Við Peter fórum á spítalann í gær og ég og krílin tvö vorum sónuð í bak og fyrir. Það lítur allt eðlilega út með krílin og mér líður bara þokkalega. Peter var mjög spenntur og spurði lækninn margra spurninga og vildi vita nákvæmlega hvað fyrir augu bar á skjánum. Hann var eins og lítill krakki í leikfangabúð og mesta furða að hann tók ekki sónarinn af lækninum og rúllaði honum bara sjálfur yfir magann á mér :)

Þar sem að ég er orðin þetta gömul, var boðið upp á hnakkaspiksmælingu og kom allt eðlilega út úr því. Ég vildi hinsvegar ekki fara í blóðprufuna sem var boðið upp á til að meta líkurnar á barni/börnum með Downs syndrome. Við ræddum þetta aðeins áður en við fórum inn og niðurstaðan var sú að við tækjum því sem að höndum bæri. Ekkert flóknara en það.

Það hríslaðist um mig vellíðunartilfinning þegar ég sá svo litlu krílin á skjánum. Hugsa sér hversu nálægt ég var að enda þetta allt, og það bara fyrir svo örstuttu síðan. Ég vil ekki hugsa um það meira. Ég ætla að loka þær tilfinningar niðri og henda lyklinum. Ég tel mig ekki þurfa að kryfja þau mál neitt frekar og held að ef ég fari enn og aftur til sálfræðings, þá flæki ég líf mitt bara enn frekar, heldur en það leysi eitthvað. Ég var búin að gera upp öll innri mál og ætlaði að enda þann vítahring. Núna hef ég allt annað sjónarhorn á lífið og tilveruna og allt er orðið breytt. Þá á maður að mínu mati, ekkert að vera garfa í graut fortíðar.

Talandi um fortíð.....

Ég er búin að standa í samskiptum við konuna á skrifstofunni í gamla landinu. Hún er búin að vera afar hjálpleg. Mig vantaði örfáar upplýsingar til þess að geta klárað að gera upp fortíðina við Ömmu mína í gamla landinu. Þær upplýsingar komu á e-mail í gær.

Amma mín var bitur kona, hún hataði dóttur sína meira en pestina oggerði henni allt til skráveifu eftir að hún komst að því að hún var ástfangin af manni sem var af erlendu bergi brotin. Síðasta púslið í skilningi mínum á hatri gömlu konunnar kom svo í þessum e-mail í gær. Ég fékk sjokk og stóð bara fyrir framan tölvuna og hágrét þegar Peter kom inn í herbergið. Hann stökk til og greip um mig. Hvað er að Jacky Lynn, spurði hann og áhyggjurnar leyndu sér ekki í röddinni? Ég settist niður og hélt um magann, það fór um mig skelfingarstraumur og skyndilega skildi ég gömlu konuna og allt hennar hatur. Mér varð flökurt og stóð aftur upp til þess að fara á salernið og kasta upp. Peter vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta er allt í lagi, sagði ég frekar ósannfærandi, ég var bara að fá svo leiðinlegar upplýsingar, ég þarf bara smá vatn og svo jafna ég mig.

Eftir að hafa fært mér vatnsglas og strokið mér um ennið með votu handklæði, sagði ég Peter upp og ofan sögu foreldra minna.... og ömmu.

Fu** ! Var það fyrsta sem hann sagði eftir að ég hafði lokið mér af.

Jacky Lynn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Vá ekki láta okkur bíða lengi eftir næsta bloggi vinkona annars dásamlegt hvað gengur vel hjá ykkur Peter og litlu krílunum

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er bara svoljúft ad lesa bloggid titt .Gefur spirit inn  í gódann dag.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 24.2.2009 kl. 08:02

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þú minnist ekki á afann, eitthvað er það nú grunsamlegt, var gömlu konunni nauðgað þegar að hún eignaðist mömmu þína.

Heiður Helgadóttir, 24.2.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

flott setning hjá þér; að grafa ekki í graut fortíðar

Sigrún Óskars, 26.2.2009 kl. 19:10

5 identicon

Hæ Jacky  ég bíð spennt eftir framhaldinu.
Vona að þér og litlu ljósunum þínum líði sem best.

Knús til ykkar, kær kveðja
Snjáldurvinkonan þín, Nína Margrét

Nína Margrét (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband