Laus við gifsið :)

Ég er loksins laus við gifsið og fóturinn grær vel. Það eru auðvitað smá verkir ennþá en ekkert til að tala um. Ég finn auðvitað vel fyrir aukaþyngdinni sem krílin tvö eru að leggja á mig en það er samt barnaleikur miðað við það að þurfa að dröslast um á hækjunum. Ég haltra pínulítið en held að það sé bara meðan vöðvarnir í ökklanum eru að styrkjast.

Meðgangan gengur vel og ég er minna þreytt núna en á fyrstu vikum meðgöngunnar. Núna er ég komin rétt um 19 vikur og það er sónar og fósturmælingar í næstu viku.

Peter ætlar að koma og vera með mér í spítalaheimsókninni. Þessi elska. Hann er búinn að panta tíma hjá lækni til að kanna frjósemina því að auðvitað er maðurinn alveg steinhissa á því að vera allt í einu að verða tvíbura pabbi eftir að hafa í mörg ár verið dæmdur úr Barnseignarleiknum. Það hlýtur að koma svipur á fyrrum konuna hans við þessar fréttir. Ég hlakka til að sjá hann í næstu viku. Hann fær stórt knús og koss... ef hann kemst þá að fyrir stóru bumbunni sem er að myndast framan á mér :)

Ég kem til með að segja ykkur í næstu bloggum hér á eftir hvað varð eiginlega um illu ömmu mína og afhverju hún var svona hatursfull gagnvart móðir minni. 

Jacky Lynn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Oh það verður gaman hjá ykkur Peter í sónarnum,gangi ykkur vel ljúfan og hlakka til að lesa framhaldið af sögunni þinni

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 12.2.2009 kl. 15:15

2 identicon

Kæra Jacky, vá, tvíburar og ástin að byrja að blómstra.  Æðislegt fyrir ykkur öll.
Gangi þér sem allra allra best og megi gæfan fylgja þér við hvert fótmál. Frábært að fóturinn er allur að koma til.

Kærleikskveðjur til þín, yndisleg.
Nína Margrét (gamla bloggvinkona þín)

Nína Margrét (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - gangi ykkur vel í sónarnum

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

En hvað um afa þinn

Heiður Helgadóttir, 19.2.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband