Kvatt á minn hátt!

Ég er hugsandi þessa dagana. Það er búið að vera dásamlegt að hugsa um litlu englana mína... en samt er ég mjög meðvituð um það að ég þarf að fjarlægjast þau tilfinningarlega og láta Peter taka við "Móður" hlutverkinu. Hann tekur öllu þessu með stóískri ró og gerir sitt besta. Það er dásamlegt að fylgjast með því hvað hann er duglegur að baða þau systkin og klæða þau í náttgallana sína. Stundum á hann það til að setja þau í náttföt á morgnanna þar sem hann vill meina að þau séu "létt" sumarföt en ekki "náttföt" :) Hann lærir það eflaust einhvern daginn. Nú, ástæðan fyrir því að ég er að láta hann taka meiri part í uppeldinu er auðvita sú að ég finn að ég á ekki mikinn tíma eftir...Merkilegt að ég skyldi hafa skipulagt brottför mína í smáatriðum fyrir fáeinum mánuðum síðan og næstum því klárað dæmið... en núna er allt annað uppi á teningnum ekki satt? Núna er ég að berjast fyrir lífi mínu, berjast fyrir að fá að lifa aðeins lengur hér á jörð! Það er samt að færast yfir mig þessi dásamlega ró, ró sem að manneskjur sem vita að þær eru að deyja og geta ekkert gert til þess að breyta því, fá yfir sig. Ég er búin að fá úrskurð frá dásamlega lækninum niðri á spítala, að það sé ekkert hægt að gera meira fyrir mig og mitt CUP. Það má Guð vita að ég á eftir að sakna dásamlegu barnanna minna og yndislega eiginmannsins minn. Ég fæ söknuð í hjartað þegar ég hugsa um brottförina. En ég er samt búin að taka ákvörðun. Ég ætla ekki að veslast upp hér heima og deyja svo að lokum á líknardeildinni. Ég ætla að kveðja á minn hátt... Það styttist aftur til jólanna minna....Jacky Lynn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Æi er þetta búið????það væri nú gaman að fá góðan endir á þessa sögu.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.9.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband