Það fer að hausta...

Nú er Ágúst senn á enda og haustið fer að skella á. Ég er mikil haust-manneskja og veit fátt eins fallegt og að horfa á rauðgullin laufin falla af trjánum. Það er nú samt ekkert komið að því ennþá hér í Chicago og gerist nú yfirleitt ekki fyrr en um miðbik Oktober. Ég fór fyrir nokkrum árum til Pownal í Vermont og var með myndavélina mína. Ég held að ég hafi tekið í kringum 2000 myndir af fallega haustlandslaginu í Vermont.

Ég tala um haustið því ég elska haustið. Núna fer að hausta hjá mér. Þrekið er þverrandi og mér finnst eins og það sé von á kulda með vindinum... þið skiljið, þessi tilfinning þegar vindurinn fer að gnauða í staðinn fyrir að blása hressilega með kærkominn svalann í sumarhitunum.

Ég sit oft á rúmbríkinni minni og horfi á litlu dásamlegu englana mína sofa vært með rjóðar kinnar. Þau eru ennþá svo lítil að þau geta sofið þversum hlið við hlið í rimlarúminu sínu. Þrátt fyrir lofkælinguna, geta þau ekki sofið með neitt ofaná sér heldur sparka öllu jafnharðan af kroppnum sínum. Núna liggja þau bæði á bleyjunni og gott ef að drengurinn hrýtur ekki ofurvarlega. Það er alveg dásamlegt að fylgjast með þeim dafna og vaxa og verð ég að segja að ég er svolítið ósátt við hve mikið þau þurfa að sofa, mér finnst ég vera að missa af dýrmætum tíma með þeim.... ekkert smá sem ég get verið eigingjörn eða hvað?

Ég er byrjuð að taka upp á þeim ósið að gráta í tíma og ótíma. Þegar ég sit með krílunum og gef þeim að drekka, ég til að láta hugann reika. Þá kemur það fyrir að ég sé þau fyrir mér orðin fullorðin og eiga kannski í tilfinningavandræðum sem að móðir gæti aðstoðað þau með.... en þau hafa enga. Ég hef aldrei verið neitt þunglynd en gott ef að þetta jaðrar ekki við það.

Peter grunar auðvitað að grátbólgin augun mér séu vegna grátkasta en ég held því fram statt og stöðugt að ég þjáist af ofnæmi.... gegn spurningum :) Hann strýkur mér þá blítt um kinnina og segir að ég geti alveg sagt honum satt. Ég gerði það fyrst, en svo fór ég að draga úr því svo ég íþyngi honum ekki um og of með þessu væli.

Á heildina litið er þetta búið að vera langbesta sumar í lífi mínu.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Ótrúleg saga

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 01:46

2 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Berglind Nanna Ólínudóttir, 13.9.2009 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband