Mr. Canada

Ég lét verða af því að hringja í Mr. Canada, eða Peter eins og ég kalla hann hérna.

Hann var ekkert nema ljúfmennskan og spjallaði á skemmtilegu nótunum og gerði nett grín að kvöldinu okkar góða. Kvartaði svolítið undan því að hafa ekki getað náð í mig og var orðin vonlaus um að heyra í mér aftur. Bara sætastur.

Ég spurði hann hvort hann væri á leið til Chicago á næstunni og jú það gat hann staðfest. Hann er að koma hingað frá Canada fljótlega og við ætlum að hittast. Ég sagði honum að ég væri hálf farlama og lýsti hann yfir miklum áhyggjum af mér þegar ég sagði honum að ég hefði lent í bílslysi.

Nú tekur bara við kósý kvöld hjá mér og ætla ég að hlusta á CD sem fólkið lánaði mér. Billie Holiday heitir söngkonan og er alveg hreint mögnuð. Ég ætla líka að fara í bað og það fyrsta síðan á jólunum! Ég hef bara farið í "þvottapoka" þvott síðan í slysinu. Núna er baðið tilbúið en ég er að láta það kólna aðeins niður svo að litla krílinu verði ekki heitt... of heitt það er að segja. Ég er líka búin að setja poka yfir fótaspelkuna svo það er engin hætta á að þetta blotni allt í gegn. Úff þetta verður bara notalegt, það hríslast um mig vellíðunartilfinning. Nú væri gott að fá sér rauðvínsglas.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Dásamlegar frétti ljúfan mín,njóttu helgarinnar og drauma þinna um bjarta framtíð

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Haltu áfram að skrifa þú ert frábær penni.

Heiður Helgadóttir, 19.1.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Risaknús á þig sætust, og gott að heyra að þú hafir náð í Mr.Canada fyrir rest! Hlakka til að fylgjast með því máli, og hver viðbrögðin hans verða. Reikna með að kyndingin sé komin í lag hjá þér?

Hvernig finn ég þig á Facebook mín kæra? Spurning hvort þú addir mér sem vini þar, ég er þar undir mínu fulla nafni ljúfust! 

Er búin að hugsa mikið til þín undanfarið, gott að lesa hvað þú ert jákvæð og í góðu jafnvægi! Haltu þessu áfram!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 19.1.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Ég myndi alveg vilja vera Facebook vinur þinn,er þar líka undir mínu fulla nafni,ef þú hefur áhuga hafðu það sem best ljúfust

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband