Sölt tár

Ég fór niður á spítala í gær í enn eina blóðprufuna og sónar. Litlu krílunum heilsast bara nokkuð vel miðað við aðstæður. Líðan mín er töluvert betri núna heldur en síðustu tvær vikur. Ég er búin að taka ákvörðun og er það ástæðan fyrir því að ég er róleg núna.

Hvað gerðist?

Það er von að þú spyrjir.

Ég skal reyna að svara þér.

Ég var farin að finna fyrir einkennilegri líðan. Mér var kalt og sama hvað ég gerði, þá náði ylurinn ekki inn í kroppinn.

Ég fór upp á spítala og talaði við læknana en þeir fundu ekkert að mér. Ég var hraust miðlungs-ung kona sem gengur með tvö lítil kríli innanborðs og þeim heilsast einnig vel? Það var semsagt ekkert að hrjá mig samkvæmt þeirra bókum. Ég fann samt ekki að mér liði neitt betur við þessar afgerandi niðurstöður þeirra lækna svo ég gróf upp lækninn sem skoðaði mig eftir bílslysið. Ég mundi að hann var eitthvað hissa á blóðprufunum mínum en gaf ekkert upp hvað var að,sennilega til að hræða ekki sjúklinginn ólétta og klambúleraða.

Hann gekkst í málið þegar ég kom til hans og sendi mig í blóðprufur á annan spítala sem er einkarekinn hérna í borginni og er víst með frábæra blóðrannsóknardeild. Ég fór þangað og var þar inni í rétt um 3 klukkutíma með matarhléi. Einkennilega langur tími fyrir blóðprufur en ég var svosem ekki að gera neitt annað.

Svo var ég bara send heim og sagt að það yrði haft samband við mig síðar í þeirri viku.

Það var gert og ég var boðuð á fund með lækninum góða.

Það voru einmitt þær fréttir sem ollu mér svo mikilli sorg.

Núna græt ég eiginlega of mikið til að skrifa þetta svo ég hætti í bili. Ég hlýt að verða nógu sterk til þess að ræða opinskátt um hvað er að gerast með mig.....

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.5.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er ordid langt sídan ég hef lagt leid mína hingad inn.Tad er svo fyndid ég persónugeri einhvernveginn alltaf lesturinn ..Tad er kannski ekki skrítid tar sem ég persónugerdi Jacky Linn í upphafi og held tví tá bara áfram.

Med kvedju

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 5.6.2009 kl. 07:12

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Halló ekki láta okkur bíða of lengi núna!!!!

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 6.6.2009 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband