Róleg....

Það er sæmilega hlýtt úti en mér er kalt. Það er eitthvað í loftinu sem að lætur mér líða þannig. Ég hef hugsað mikið um lífið og tilveruna undanfarið og hef sökkt mér niður í miklar pælingar um hvaða líf ég er að fara að bjóða tveim litlum krílum upp á.

Það hræðir mig.

Er ég nógu góð móðir fyrir þessi litlu kríli?

Á ég eftir að geta verndað þau gegn vá heimsins?

Á ég eftir að geta umvafið þau kærleika og ást?

Á ég eftir að geta sýnt þeim hve mikið ég elska þau?

Ég hef aldrei lært að elska sjálf, ég hef aldrei fundið hvernig það er að foreldri mitt umvefur mig og hvíslar í eyra mitt að það elski mig. Hvernig á ég að geta gert það við börnin mín án þess að það hljómi falskt, hljómi eins og tekið úr lélegri bíómynd?

Ég finn einhvern kulda innan í mér. Ég hef það á tilfinningunni að ég þurfi að hækka á central hitaranum en veit samt að það er alveg nógu heitt hér inni.

Held bara að taugarnar séu að gera mér grikk. Blessaðir hormónarnir eitthvað að slást hver við annan og ég verð á milli.

Mér varð bullandi flökurt áðan en það leið hjá. Svolítið seint á meðgöngunni að vera með morgunógleði :)

Ég þrái ekkert heitara núna en samloku með skinku, gúrku og pítusósu frá gamla landinu!!! Hvað er málið?

Ég verð bara að vera róleg og slaka á. Mér finnst óþægilegt að Peter skuli hafa þurft að fara til Vancouver og ég er ein heima. Hann kemur heim fljótlega en ég sakna hans hræðilega. Ég fór að sakna hans um leið og leigubíllinn flautaði hér fyrir utan og fór með hann á flugvöllinn. Ég fór að sakna hans um leið og hann horfði í augun á mér og sagði "Oh, ég þarf að fara til Vancouver" !

Róleg.....

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

takk

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 12.5.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband