Ég er ólétt Peter !

Ég sat bara hálf frosin þegar Mr. Canada, Peter, spurði mig aftur " Er ekki allt í lagi Jacky Lynn?"

Ha jú jú, ég er bara að melta þetta sem þú ert að segja Mr. C... Peter. Ég er alveg upp með mér að þú skulir vera svona hrifinn af mér en satt best að segja þá hef ég ekkert sérstaklega leyft mér að finna fyrir mikilli hrifningu af karlmönnum undanfarið. Það sem við áttum fyrir nokkrum mánuðum síðan var bara tilviljunarkennt stefnumót tveggja sála sem þurftu á friðþægingu að halda. Ég hafði ekki nokkurn áhuga eða vilja til áframhaldandi sambands þess vegna strokaði ég út númerið þitt. Ég var á afar erfiðum tímamótum í lífi mínu Peter og það var bara ekkert pláss fyrir einn eða neinn á því augnabliki. Það kom hinsvegar alvarlegt babb í bátinn eins og sagt er, reyndar tvöfalt babb ef út í það er farið. Ég lenti í þessu bílslysi en það var svo annað sem kom uppá, annað sem er öllu meira mál en bílslysið sem ég á eftir að jafna mig á með tíð og tíma Peter.

Ég þagði og horfði niður á gipsaðan fótinn á mér.

Peter stóð upp, gekk að vínskápnum og hellt sér meira rauðvíni í glasið. Hann gekk út að glugganum og horfði út á vatnið.  

 Við sátum þarna drykklanga stund án þess að segja neitt en svo tók ég af skarið.

Peter, ég er ólétt!

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Vá þú ert ótrúleg kona góð,skilur mann eftir í bullandi spennu eins og alvöru spennusagnahöfundur vonandi fór þetta vel vinkona en þú VERÐUR að leifa okkur að heyra meira fljótlega kærleiksknús á þig vinan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 25.1.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Púfff kæra Jacky madur er ordin kóf sveittur af spenningi og tá bara punktur.Bíd eftir næsta bloggi.

Kvedja frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 27.1.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband