Aftur til Chicago

Þá erum við vinur minn komin til Chicago! Ég fékk blendnar tilfinningar þegar ég sá Sears Turninn gnæfa yfir Freeway eða Hraðbrautina, á leið okkar inn í borgina mína fallegu. Ekki átti ég von á því að sjá hann aftur, þennan gamla rótgróna vin. Tár fylltu augu mín við sýnina og ég vakti athygli sjúkraflutningamannsins sem sat aftur í hjá mér, er ekki allt í lagi vina? Fer illa um þig? Nei, sagði ég, það er bara svo gaman að sjá Sears gamla aftur. Hann brosti og játti því, já mér finnst hann alltaf svo tilkomumikill.

Vinur minn keyrði á eftir okkur eða undan, veit ekki alveg hvort, á bílaleigubíl. Hann tékkaði sig inn á hótel og ætlar að kíkja á mig í kvöld eða fyrramálið, fer eftir því hvernig rannsóknirnar ganga.

Ég er núna bara að bíða eftir því að það verði náð í mig og mér rúllað inn í skoðun. Búin að koma mér ágætlega fyrir hér á stofunni og læt ferðaþreytuna líða úr fótleggjunum.... eða réttara sagt, fótleggnum, því hinn er svosem í langvarandi þreytukasti !

Mér líður alveg bærilega, er svolítið dofin andlega en við því mátti svosem búast eftir að hafa tæmt batteríin og gert klárt fyrir lokun kerfis.

Vinurinn minn var búin að vara mig við þessu, sagði að það væri eiginlega óhjákvæmilegt að ég myndi sökkva niður í eitthvert svartnætti og dofa, en þá væri um að gera að strjúka yfir kviðinn og muna að sólargeislinn þarna inni ætti allt sitt undir mér komið. Hann notaði ekki nákvæmlega þessi orð en meiningin var sú sama ;)

Ég á eftir að sakna hans gríðarlega þegar hann svo fer aftur til síns heima   Crying 

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig mín kæra og vonandi gengur allt vel hjá þér

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Hjartans kveðja vinan og gangi allt vel hjá ykkur

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 4.1.2009 kl. 15:02

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Knús á þig mín kæra og gangi þér vel

Ólöf Karlsdóttir, 4.1.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gangi tér vel í Chicago kæra Jacky Linn.

Hjartanskvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband