Færsluflokkur: Bloggar
Langt ferdalag a enda
30.12.2008 | 00:37
Eg fekk ad hitta Jacky Lynn loksins eftir langt og strangt ferdalag. Tad var rosalega skritid ad hitta bloggvinkonu sem eg hef ekki sed nema eina mynd af og bara talad nokkrum sinnum vid hana i sima. Vid fellumst samt i fadma og eg verd ad vidurkenna ad eg taradist. Hun er ordin mer svo kær eftir tessa serkennilegu og stuttu bloggivinattu okkar. Tad var svolitid olysanlegt og oraunverulegt ad standa vid rumid hennar og sja hana svona augliti til auglitis. Sem betur fer er hun ekki eins mikid slosud eins og haldid var i fyrstu en tarf ad vera her a spitalanum eitthvad fram eftir vikunni adur en hun ma fara til Chicago eda tad er ad segja,verdur flutt til Chicago. Eg mun vera henni innan hanadar vid ad komast tangad og adstoda hana vid ad komst inn a spitala tar. Hun bidur vel ad heilsa teim sem lesa bloggid.
Bestu kvedjur
Stadgengill fyrir Jacky Lynn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
London
28.12.2008 | 12:40
Er kominn til London, Tad er svo flug til JFK, New York eftir sma stund. Eg heyrdi adeins i Jacky Lynn adan og lidur henni vel midad vid adstaedur. Tad var verid ad fylgjast med litla barninu i monitor eda einhverju alika og virdist allt vera i finu lagi. Eg læt vita af mer tegar eg verd kominn til Chicago.
Bestu kvedjur
Stadgengill
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já kraftaverk...
27.12.2008 | 11:25
Ég, í fullu samráði við konuna mína, á pantað flug til USA á morgun. Ég mun hitta Jacky Lynn á spítlanum og vera henni innan handar í einhvern smá tíma meðan skýrist betur ásand hennar og hvað tekur við.
Það er undir morgun að hennar tíma núna en ég fékk sms áðan og má segja frá öllu hér á blogginu hennar.
Kraftaverkið er: Jú Hún er ólétt !!!
Fóstrið bar ekki skaða af árekstrinum.
Með bestu kveðjum.
Staðgengill Jacky Lynn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jóla-Kraftaverk ? Eða hvað finnst ykkur?
27.12.2008 | 09:04
Ég fékk símtal í gsminn minn klukkan 04:00 í nótt. Það var amerísk kona, hjúkrunarkona á spítala, sem var svo óðmála að ég, þrátt fyrir að tala mjög góða ensku, varð að biðja hana um að tala hægar svo ég skildi hana. Það var hringt í mig vegna þess að númerið mitt var það eina sem var í símanum hennar Jacky Lynn!!!
Hér koma svo stórtíðindin:
Jacky Lynn var í bíl á leið til áfangastaðar sem hún ætlaði að fara á þegar ég heyrði í henni síðast. Það var alveg crazy veður og það gekk eitthvað hægt skildist mér. Hún sendi mér amk 10 sms á leiðinni en svo kom ekkert meira.
Ástæðan kom í ljós í nótt. Hún lenti í geysihörðum árekstri við tvo aðra bíla !! Eins og konan í símanum sagði, þá "Keyrði annar bíll aftan á hana á freeway-inum, svo hún kastaðist á bíl sem var stopp í bylnum" Hún er talsvert slösuð.... en mun ná sér að fullu.
Ég fékk nánari útskýringar en vil helst ekki ræða það hér þar sem mér finsnt það vera hlutverk Jackyar að útskýra það
Svo fæ ég að hringja í hana í dag og ætlað auðvitað að gera ´það. Þá mun ég væntanlega fá fleiri hluti staðfesta beint frá henni.
Ég er í smásjokki hér eftir þetta enda búinn að búa mig undir að flytja "öðruvísi" fréttir hér á síðunni hennar Jacky Lynn. Ég er bara ofsalega glaður að það var tekið svona illilega í taumana og segi það hér fullum fetum Jacky mín, a ð ég trúi núna á kraftaverk !!!!
Mínar allra bestu kveðjur til lesenda hennar Jackyar
Staðgengill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í dag er dagur Jacky Lynn
26.12.2008 | 07:38
Hún hafði ætlað þessum degi að verða sérstakur í tvennum skilningi:
1. Hún á afmæli í dag.
2. Hún hafði ætlað að kveðja þennan heim í dag.
Ég hef því miður ekkert heyrt ennþá frá henni og mér finnst það svolítið skrítið miðað við hvað okkur hefur farið á milli undanfarið. Vegna tímamismunar á ég samt von á því að heyra frá henni fljótlega. Amk áður een eitthvað alvarlegt gerist. Þannig var allavega planið.
Staðgengill Jacky Lynn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Staðgengill Jacky Lynn
25.12.2008 | 14:18
Hæ hæ Til þeirra sem lesa þetta blogg hennar Jacky Lynn.
Ég fékk sms frá henni seint í nótt að mínum tíma. Hún var í vandræðum með veður og færðina. Hún keyrði frá Chicago um morgunin í gær og var ekki komin nema hálfa leið á áfángastað'.
Hún er ekki búin að hafa samband við mig síðan en ég set inn tilkynningu hér um leið og ég heyri eitthvað.
Bestu jólakvejur
(ætli það sé ekki best að ég sé bara nafnlaus?, hún talaði svosem ekkert um það en að svo stöddu er það kannski best)
Staðgengill Jacky Lynn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vöknuð og lögð af stað
24.12.2008 | 15:46
Svaf stutt og ekki sérlega vel í nótt. Núna er klukkan að verða 9:30 am hér í borginni minni. Ég er búin að setja töskuna mína út í bíl og er rétt búin að kveðja dásamlega fólkið hér... enn og aftur. Þau vilja helst ekki sleppa hendinni af mér. Ég er svolítið stressuð yfir færðinni en hér gengur á með éljum og hríð. Bíllinn er svosem ágætur SUV með drifi á öllum dekkjunum var mér sagt.
Það er rétt um sjö tíma keyrsla þangað sem leið mín liggur. Ég ætla að reyna að uppfæra eins og mér er unnt. Bloggvinur minn fær svo reglulega skilaboð frá mér og ég mun biðja hann um að setja inn nauðsynlegar upplýsingar hér á síðuna.
Ég fékk einkennileg skilaboð í athugasemdakerfinu.... einhver stakk upp á því að ég væri kannski ófrísk!? Ég fékk bara nett taugaáfall í kjölfarið. Ég hef ekki getað orðið ólétt í samböndum mínum en hef aldrei fengið neinar haldbærar skýringar á því hjá læknastéttinni. Ég var með dásamlegum Kanadískum manni fyrir ekki svo löngu síðan og rétt er það... við vorum ekkert sérstaklega varkár (enda komið að ákveðnum endalokum hjá mér) en að ég yrði ólétt er eiginlega ekkert inni í myndinni. Bara svona til að hafa vaðið fyrir neðan mig.... ætla ég að koma við í apóteki og kaupa First Response Early Result !!
Úff Bara......
Takk fyrir allar fallegu færslurnar í athugasemdakerfinu. Það sést best á þeim hve dásamleg þið eruð.
Ég er lögð af stað.
Jacky Lynn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ferðalag á jólunum
24.12.2008 | 08:01
Þá er loks komið að ferðalaginu mínu.
Ég er búin að setja dótið mitt litla niður í töskuna, ganga frá herbergisreikninginum og kveðja dásamlega fólkið sem rekur þetta glæsilega gistihús. Eldsnemma í fyrramálið legg ég svo af stað keyrandi til borgar hér rétt hjá. Ég valdi hana vegna þess að þar er ákveðinn staður þar sem að ég get komið mér fyrir og framkvæmt áætlun mína án truflunar. Einnig vegna þess að þegar ég svo finnst, veldur það ekki miklu hugarangri hjá viðkomandi þar sem að þetta er innan þeirra sérgreinar.... get ekki farið nánar út í það vegna þess að ég vil ekki að fólk nái að rekja sig fram á internetinu um staðsetninguna... þið skiljið.
Mér líður alveg furðanlega í dag. Er öll eitthvað svo dofin og fjarræn. Er eitthvað veik held ég, kannski að ég sé að fá einhverja flensu eða eitthvað. Ef öðruvísi hefði staðið á, hefði ég farið til læknis. Ég kastaði upp í morgun þegar ég vaknaði og er búin að vera svo slöpp og þreytt allan Desember. Ég er samt ekki með hita eða neitt svoleiðis, bara þessi magaóþægindi, flökurleiki á morgnana og svo þessi sífellda þreyta sem ég næ ekki að hrista af mér. Æ fyrirgefið vælið í mér, ég er bara svekkt og pirruð á þessum slappleika svona rétt fyrir stóra atburðinn.
Allavega þá er allt á áætlun hjá mér og líðan mín gagnvart atburðinum hefur ekkert breyst. Ég er ennþá staðráðin í að hrinda þessu í framkvæmd og allt er klárt.
Ég verð að segja að eftir að hafa lesið stuttlega yfir bloggið mitt, þá sé ég að það vantar svo miklu miklu meira inn í það en ég hefði kosið. Ég hugga mig þó við að bloggvinur minn hefur allt skrifaða efnið mitt og ræður hann hvað hann svo gerir við það. Ég gaf honum upp lykilorðið hér á síðuna og ætlar hann að senda ykkur sem þetta lesið, tilkynninguna um brotthvarf mitt. Það er að segja, hann fær staðfestingu og mun láta hana fljóta hér inn á vefinn.
Þakka þér kærlega fyrir vinur!
Ég er búin að vera velta lífi mínu töluvert fyrir mér undanfarið og aftur og aftur rekst ég á þá einkennilegu tilviljun að ég og foreldrar mínir skyldu hafa verið búsett í sömu borginni hér í útlöndunum !? Mér finnst það svolítið merkilegt svo ekki sé meira sagt. Eins og einhver sagði "Vegir Guðs eru órannsakanlegir". Mikið vildi ég óska þess að líf þeirra hefði verið hamingjusamara, foreldra minna það er að segja. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þau að fá ekki að nálgast litla barnið sitt öll þessi ár. Ég fæ stundum tár í augun við tilhugsunina. Ég næ samt ekkert að tengjast inn á þau vegna þess að ég þekkti þau ekkert. Ég finn samt fyrir djúpum söknuði yfir því sem hefði getað verið.... Ég var að spá í að láta grafa mig við hlið þeirra, en því miður er alveg fullt í þessum garði og verður ekki grafið þar neitt meir. Kerið mitt fær þó að standa í duftreit ekki langt frá svo það er betra en ekkert.
Það er komið langt fram á nótt núna og ég ætla að fara í rúmið. Þegar ég vakna verður aðfangadagur jóla runnin upp og jólin að færast yfir. Það gleður mig óendanlega að sjá allar athugasemdirnar við síðustu færslu og þakka ég sérstaklega fyrir þær.
Ég vil óska ykkur gleðilegra jóla
Jacky Lynn
Það eru núna 2 dagar til Jólanna minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gerðu þau hvað ???
21.12.2008 | 08:56
Ég er orðin svolítið spennt fyrir "Jólunum". Mér hefur að öðru leiti liðið ágætlega fyrir utan magaónot sem ég set í samband við stress vegna komandi atburða. Ég get ekki hugsað mér að fara út og skokka og ligg hinsvegar í sælgætisáti og bara þyngist eins og ég veit ekki hvað. Jæja, ég þarf í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af aukakílóum lengi ;)
Ég set hér inn færslu og vona að þið sem þetta lesið, hafið orku í það að lesa hana til enda. Ég finn það bara hjá sjálfri mér að þegar ég rekst á svona langar færslur hjá öðrum, þá á ég erfitt með að koma mér að því að lesa langlokuna.
Þau höfðu setið á veitingastaðnum hinumegin við hús fólksins nær allan daginn þegar þau svo loks birtust. Mamma þín fór bara að skæla af einskærri spennu sagði svo pabbi þinn mér síðar. Eftir að hafa jafnað sig aðeins, gengu þau yfir götuna og bönkuðu á dyrnar.
Jacky Lynn, það sem gerðist þarna innandyra, verður sennilega aldrei full útskýrt. Mamma þín og pabbi áttu ekki auðvelt með að ræða það þegar þau svo komu heim. Það næsta sem ég komst að, var það það braust út heiftarlegt rifrildi milli þeirra allra, ásakanir flugu á báða bóga og margra ára gremja og vonbrigði brutust út hjá foreldrum þínum. Reyndar varð ég frekar hissa á því að fólkið tók þeim svona afar illa en svo kom bara í ljós hvað amma þín hafði eitrað þetta fólk mikið með staðhæfilausum lygum. Þau voru sennilega bara í góðri trú að verja sig og sitt geri ég ráð fyrir. En þetta fólk var því miður mjög breyskt og náði maðurinn í haglabyssu sem hann átti inni í skáp, miðaði henni eftir að hafa hlaðið hana, á foreldra þína.
Gamli maðurinn leit niður á gólfið og þagnaði. Ég sá að það láku tár niður á bringuna á honum, þetta var greinilega of mikið fyrir hann að rifja upp. Ég hefði viljað biðja hann að um að slaka á og jafnvel segjast koma aftur þegar hann væri búinn að jafna sig en það var bara ekki nokkur séns fyrir mig. Ég var einfaldlega að farast úr taugaspennu. Ég tók á öllu sem ég átti og sat kyrr.
Gamli maðurinn jafnaði sig, hóstaði og hélt svo áfram titrandi röddu.
Þar sem að pabbi þinn hafði haft feril í hernum, var hann alls ekkert óvanur byssum eða óvanur því að höndla fólk með byssur. Hann sagði mér að þjálfun hans hefði tekið yfir á einu augnabliki. Hann hefði....
Nú fór gamli maðurinn að gráta fyrir alvöru og ég stóð upp og lagði hendur mínar um axlir hans. Ég tautaði huggunarhljóð í eyrað á honum og strauk honum varlega um axlirnar og bakið. Svona svona, þetta er allt í lagi hvíslaði ég, þetta er allt í lagi.
Það tók hann nokkrar mínútur að jafna sig nóg til þess að halda áfram.
Eins og ég segi Jacky Lynn, hvað nákvæmlega gerðist í þessu bölvaða húsi fáum við aldrei að vita til fullnustu. Opinberlega skýringin var sú að fólkið hefði framið sjálfsmorð! Afhverju það varð niðurstaða rannsóknar hef ég ekki hugmynd um Jacky Lynn, kannski að amma þín hafi verið svo öflug að hún tók einhvern kverkataki, einhvern háttsettan hlýtur að vera, og hreinlega látið málið þaggast niður og það snarlega. Í það minnsta var mömmu þinni og pabba hleypt úr landi eftir yfirheyrslurnar. Þeim var nánast sparkað út af lögreglustöðinni, þeim var keyrt á flugvöllinn og fylgt út í vél. Þeim var gert skilmerkilega ljóst að þau fengju aldrei að fara aftur til gamla landsins. Ef þau einhvertíma reyndu það, biði þeirra eitthvað ekki gott!
Ertu að segja mér afi, að þau hafi ...? Að pabbi hafi...?? Ég gat bara ekki komið orðum að því sem ég hafi í huga, þetta var allt í einu orðið svo, svo... skelfilegt! Ég endurupplifði atburðinn þegar ég kom heim úr heimavistarskólanum eftir lát fólksins. Hvernig ég fann blóði drifinn koddann bak við hurðina. Undarlegu frelsistilfinninguna sem ég fann við fréttirnar af láti þeirra. En að sagan skyldi hafa tekið þessa stefnu, öllum þessum árum síðar, átti ég erfitt með að kyngja.
Gamli maðurinn sat hnípinn og horfði í gaupnir sér, hann sogaði annarslagið upp í nefið en var þögull að öðru leiti. Ég var líka þögul þar sem ég sat í stólnum á móti honum. Hugsanir mínar æddu fram og tilbaka, ég gat ekki hent neinar reiður á þeim.
Að lokum gat ég stunið upp, hvað svo með mömmu mína og pabba? Hvar eru þau núna? Gamli maðurinn leit upp og horfði tárvotum augum á mig. Hann minnti mig eitt augnablik á hund sem hefur verið refsað harðlega. Augun voru stór og eitthvað svo undirgefin, sorgmædd, hundsleg. Ég meina þetta ekki á illan hátt, bara mér leið svona á þessu augnabliki.
Eftir að hafa klætt okkur í yfirhafnir, fórum við út í bílinn minn og keyrðum af stað. Hann leiðbeindi mér að kirkjugarðinum sem var á endamörkum hverfisins sem hann bjó í. Við lögðum bílnum og gengum inn í fallegan kirkjugarðinn. Að lokum staðnæmdumst við hjá þrefaldri gröf. Hér lágu foreldrar mínir grafnir og föðuramma mín sem ég hafði aldrei hitt. Reyndar hafði ég nú ekki hitt foreldra mína heldur.
Ég stóð þarna þögul við hlið gamla mannsins. Það var augljóst að hann hafði hugsað vel um grafirnar. Það voru fersk blóm á öllum þremur gröfunum.
Ég tók eftir því að pabbi minn hafði látist rétt um það bil mánuði á undan móðir minni. Hvað gerist fyrir þau afi? Afhverju fóru þau burt í blóma lífsins? Hann horfði á mig, þeim var sagt að þú hefðir dáið sem ung stúlka Jacky Lynn, að þú hefðir veikst af lungnabólgu og hefðir dáið á spítala. Þau kiknuðu svo bara undan álaginu sem atburðirnir í gamla landinu ollu þeim. Pabbi þinn náði sér aldrei og barðist í sífellu við drauga fortíðar og mamma þín veslaðist upp og bara einfaldlega missti lífsviljann. Hún dó inni á geðsjúkrahúsi rétt mánuði eftir að faðir þinn hafði kvatt. Þetta var gríðarlega erfiður tími fyrir mig Jacky Lynn. Ég var lengi að ná mér upp úr svartnættinu og hef satt best að segja aldrei jafnað mig að fullu. En hver getur það svosem eftir svona atburði?
Við gengum út úr garðinum og ég keyrði honum heim á leið. Hann hljóp við fót inn í húsið og kom út aftur með lítinn skókassa. Hérna eru myndir af foreldrum þínum Jacky Lynn, ég vil að þú eigir þær.
Mér leið undarlega þegar ég sat heima um kvöldið og skoðaði myndir af foreldrum mínum. Þau voru bæði svo dásamlega myndarleg og með svo fallegt blik í augunum. Ég skældi heilmikið þetta kvöld og allskyns tilfinningar brutust út. En þetta var líka upphafið að því að ég lokaði svo inni tilfinningalíf mitt, lokaði það inni og læsti. Ég geri mér grein fyrir því núna þegar ég rita þessar línur.
Afi minn og ég héldum sambandi allt þar til hann lést vegna aldurs fyrir fimm árum síðan. Hann var dásamlegur maður, hlýr og gefandi. Ég mun ávallt sakna hans.
Ég er búin að hafa samband við einn af bloggvinum mínum og var svo djörf að biðja hann fyrir söguna mína. Hann tók afar vel í það og ætlar að halda utan um það sem ég sendi honum. Þessi saga mín er skrifuð hér á blogginu í stuttum dráttum, bloggvinurinn er með alla útgáfuna. Hann hvatti mig til að gefa þetta út en við vitum öll hvar og hvenær þessi saga endar. Hann hefur fengið réttinn til að gera hvað sem er við þetta. Takk fyrir bloggvinurinn minn góði. Ég er búin að fá mörg falleg einkaskilaboð frá þér og þau hafa verið bæði upplífgandi og full innsæi. Takk fyrir kæri vinur.
Ég fann fyrir miklum frið og ró í sálinni minni þar sem ég stóð þarna í kirkjugarðinum fyrir framan grafirnar. Ég hef alla tíð síðan leitað að öðrum eins frið. Kannski finn ég hann að lokum.
Í dag eru 5 dagar til jólanna minna.
Jacky Lynn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Talað við afa
18.12.2008 | 07:50
Eftir að hafa setið hjá gamla manninum í tvo heila daga, var ég loksins búin að fá alla söguna um fortíð mína. Sögu sem ég var viss um að fá aldrei nokkuð að vita um. Það var eins og þungu fargi vær af mér létt og það kom yfir mig einhverskonar friður og ró sem að ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Það var auðvitað heilmargt sem kom mér töluvert á óvart í frásögn afa míns, sérstaklega hvernig líf móður minnar hafði verið og sú staðreynd að hún hafði eftir allt saman elskað mig! Það kom mér hinsvegar mikið á óvart að nokkur kona gæti verið svona köld og illrifjuð eins og amma mín. Hvaða atburðir í æsku hennar gerðu þessa illsku mögulega? Ég mun sennilega aldrei fá að vita það.
Ég er búin að skrifa og skrifa síðan ég setti inn síðasta blogg. Ég ákvað hinsvegar að setja inn styttri útgáfu hér á bloggið.
Allavega sat ég, eins og ég sagði áður, í heila tvo daga hjá afa mínum og hlustaði hugfangin á manninn segja mér sögu foreldra minna. Ég læt hann aftur hafa orðið. Ég, vegna styttingar sögunnar, hleyp aðeins yfir sögu.... ég skýri það út síðar afhverju ég geri það ;)
Móðir þín Jacky Lynn og faðir, yfirgáfu gamla landið eftir þessa vonlausu baráttu við að fá þig í sínar hendur. Það var greinilegt að ekki var hægt að berjast við þetta kerfi, þar sem að amma þín var einfaldlega of valdamikil og átti gríðarleg ítök á "réttum" stöðum, þrátt fyrir að vera sjálf komin út úr öllu saman.
Niðurbrotin komu þau hingað út til mín og ömmu þinnar. Pabbi þinn fór aftur að vinna við borgarmálin hér en móðir þin tók sér langt frí frá störfum.
Það liðu nokkur ár Jacky Lynn, en móðir þín gat auðvitað ekkert gleymt þér. Hún var stöðugt að hugsa um leiðir til að ná þér til baka. Hún íhugaði meira að segja örþrifaráð eins og "Barnsrán" og þess háttar. Þegar þú hefur verið svona um 14-15 ára, kom svo að stóra atburðinum. Mamma þín og pabbi ætluðu að gera örþrifa tilraun að fá þig aftur. Þau ákváðu að fara til gamla landsins og ganga á fund fólksins sem hafði þig og reyna að fá þau til þess að leyfa sér að umgangast þig og kynnast þér. Þau ætluðu bara að sætta sig við það því þau vissu að þú varst að verða lögráða og þá gætir þú sjálf ákveðið að koma með þeim hingað út ef þú vildir.
Með aukna von í hjarta, lögðu þau af stað til gamla landsins. Þau keyrðu beint í litla sjávarþorpið þar sem að þú bjóst í.
Eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu litla, lá leiðin heim til fólksins sem "hafði" þig.
Þau voru bæði heima og opnuðu fyrir foreldrum þínum eftir að þau höfðu kynnt sig.
Ég finn fyrir töluverðri spennu í líkama mínum þessa dagana. Það er allt í einu svo stutt til "jólanna minna " eða bara 8 dagar !
Það er allt tilbúið til brottfarar og engir lausir endar.... svo að ég muni eftir. Á aðfanga dag jóla legg ég af stað í ferðalag á staðinn sem ég ætla að eyða mínum síðustu stundum.
Jacky Lynn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)