Ljós í myrkri

Það fæddust mér tvö lítil yndisleg kríli fyrir þremur dögum síðan InLove

Það eru strákur og stúlka og við Peter gætum varla verið meira hamingjusöm. Börnin eru heilbrigð og hraust og þurftu ekki að fara í súrefniskassa eða neitt slíkt. Þau voru tekin með bráðakeisara vegna veikinda minna.

Okkur heilsast merkilega vel en ég er auðvitað afar þreytt.

Ég lofaði sjálfri mér þegar ég fékk greininguna, að sökkva ekki í eymd og volæði. Þetta blessaða líf hefur aldrei verið réttlátt og ég geri þess vegna enga kröfu um að það leiki mig eitthvað réttlátara en næstu manneskju. 

Ég sætti mig við örlög mín og ætla ekki að eyða síðustu dögum/vikum/mánuðum eða ef guð lofar, árum í það að syrgja það sem kemur heldur fókusa á það sem ég hef.

Í augnablikinu hef ég dásamlegan kærasta, tvö yndisleg lítil börn.

Einhverra hluta vegna þá mjólka ég ekki fyrir börnin. Ég lagði þau bæði á brjóst og þau tóku vel við, en mjólkin var ekki að gera sig. Það endaði með því að hjúkrunarkonan kom með formúlumjólk og gaf þeim með mér. Hún segir ástæðuna sennilega vera álagið og veikindi mín.

Peter er búinn að vera hér hjá mér allan tímann. Hann hefur rúm hér inni á "svítunni" sem ég er á. Hann er svakalega flinkur að skipta á krílunum og mér finnst það unun að horfa á hann, þennan þrekvaxna karlmannlega mann, skipta á þessum agnarsmáu litlu krílum. Augu hans ljóma af stolti þegar hann lýtur upp frá bleyjuskiptunum. Ég fæ sæluhroll þegar ég fylgist með honum.

Ég er byrjuð í lyfjameðferð.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband