CUP

Það er alveg að koma að fæðingu. Ég verð sett af stað mjög fljótlega gera læknarnir ráð fyrir. Því miður kemur það sennilega of seint fyrir mig en ég verð bara að sætta mig við það. Ég ER búin að sætta mig við þessi skrítnu örlög mín og ætla sko ekki að fara eyða tíma eða orku í væl og vosbúð. Nei aldeilis ekki.

Málið er að ég greindist með CUP en það er víst krabbamein sem er með óræðan upprunastað. Já hljómar skringilega en málið er að það er ekki hægt að staðsetja hvar krabbameinið byrjaði í líkama mínum. Það er ekki hægt að hefja lyfjagjöf meðan ég ber börnin undir belti svo ég fékk val. Láta eyða fóstrunum, fara í stífa lyfjameðferð sem óvíst væri að skilaði árangri, eða halda meðgöngunni áfram eins lengi og ég þyldi og þá væri sennilega orðið of seint að berjast við meinið!!

Hvort haldið þið nú að ég hafi valið !!?

Það er einkennileg fletta örlagana sem hafa komið mér í þessa aðstöðu. Búin að vera með sjálfsmorð á heilanum í all langan tíma, hætti við þegar ég komst að því að ég væri ófrísk og nú á ég sennilega ekki eftir að njóta þess að sjá litlu krílin mín vaxa úr grasi !?

Læknarnir segja að þetta geti tekið hratt af þar sem að líkami minn er veikburða fyrir eftir meðgönguna. Þeir segja mér þó að halda í vonina og ég megi alls ekki gefast upp fyrirfram.

Það ætla ég mér svo sannarlega ekki.

Ég sit hérna heima og strýk varlega yfir fallegu bumbuna mína. Bráðum koma litlu krílin mín í þennan blessaða heim okkar.

Jacky Lynn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 16.6.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband