Hinsta kveðjan
30.9.2009 | 09:37
To my darling wife Jacky Lynn, who have giving me such an inspiration and appetite for life, a two beautiful children and a heart full of endless love. May your spirit live in our children
I will love and cherish you forever Jacky Lynn
Peter
Þá er komið að lokum hjá mér. Ef þessi póstur birtist á vef Moggabloggsins, þá er
það að vegna þess að ég er ekki lengur á meðal vor.
Guð hvað ég er hátíðleg !
Ég kveð með trega í hjarta en reynslunni ríkari.
Síðastliðið ár hefur valdið straumhvörfum í lífi mínu.
Hér er smá samantekt á því:
Ég var að undirbúa sjálfsskipaða brottför mína hér af jörð þegar ég kynntist dásamlegum manni, sem ég eyddi nótt með. Nótt sem hafði dásamlegar afleiðingar. Ég komst að því á síðustu stundu að ég var barnshafandi og hætti því að sjálfsögðu við fyrirhugað "brotthvarf".
Ég lá á spítala eftir bílsslys og komst sem betur fer á fætur fljótlega og dásamlegu fóstrin mín tvö hlutu engan skaða af þessu ömurlega bílslysi.
Ég og dásamlegi maðurinn minn fluttum inn saman og hófum búskap.
Svo fæddust dásamlegu börnin mín tvö. Ég var svo heppin að fá tvíbura, dreng og stúlku.
Þau dafna vel og eru vær og góð börn.
Maðurinn minn bað mín og við giftum okkur við látlausa en fallega athöfn.
Ég greindist með CUP sem er krabbamein með óræðan uppruna og þess vegna var ekki hægt að beita sérhæfðri lyfja eða skurðaðgerð gegn því. Ég veit að mörg krabbamein eru læknanleg og það hafa margir læknast af CUP.
Ég ákvað strax að vera ekki með neitt volæði og væl hér á blogginu mínu heldur reyna að horfa fram á veginn. Því miður dró meinið svo hratt úr orkunni minni að ég hafði enga eftir til að vera með hugann við annað en börnin mín dásamlegu og manninn minn. Það var ekki ritað mikið á bloggið en ég hef haldið sambandi við marga bloggvinina gegnum einkapóst. Margir hafa sett inn komment hér á bloggið mitt og sent mér stuðningsyfirlýsingar. Fyrir það vil ég þakka kærlega fyrir.
Það sem að allt Bloggvinurinn minn er í þessum rituðu orðum, byrjaður að vinna að handritinu og mun væntanlega kynna það sjálfur við tækifæri.
Peter, minn heittelskaði eiginmaður ætlar að flytja til Canada með börnin okkar þegar ég verð horfin á braut. Það er með fullum vilja og samþykki mínu enda er Canada dásamlegur staður og minnir mig oft á gamla landið mitt.
Ég mun verða brennd og vil að öskunni minni verði komið fyrir hér í Chicago. Ég á ekki góðar minningar frá gamla landinu og vil síður hvíla þar mína hinstu hvílu. Það hefur svosem aldrei hrætt mig að skilja eftir "hylkið" mitt því að sálin mun ferðast frjáls um óralendur hins víða geims.
Ég hef gríðarlegan trega í hjarta fyrir því að vera að fara.... var meira að segja búin að ákveða það að "klára" dæmið sjálf, því ekki vil ég veslast upp og verða að engu fyrir framan manninn minn og börnin..... Eigingirnin í mér :(
Það kom þó aldrei að því að ég þyrfti að klára þetta sjálf því að ég ligg nú þegar rúmföst og mér er ekki hugað lengra líf en fram á næstu helgi! Meinið er að vinna og það er ekkert sem hægt er að gera til að breyta því.
Til öryggis þá er ég búin að kveðja Peter og börnin mín, sem blessunarlega vita ekki hvað gengur á og afhverju mamma þeirra knúsar og kremur þau milljón sinnum á dag og grætur í hálsakotin þeirra. Peter er afskaplega vængbrotinn og ráfar hér um húsið eins og draugur, þessi elska er svo viðkvæmur að ég geri allt sem ég get til þess að gráta ekki þegar hann liggur uppí hjá mér og strýkur annað hvort höndina á mér eða undurblítt um vanga mér.
Það tók mig langan tíma að læra að elska hann, en það má guð vita að ég veit núna hvað raunveruleg ást er. Hún er söknuður.
Ég er engin fyrirmyndarmanneskja en hef reynt að lifa lífi mínu á góðan hátt. Ég átti erfiða æsku og margt sem betur hefði mátt fara á fullorðinsárum. Ég komst að sannleikanum um foreldra mína og ástæðunni fyrir illvirkjum ömmu minnar, hefði það breytt einhverju um stefnuna sem ég tók í lífinu? Ég er ekki viss, en ég hefði kannski skilið tilfinningar mínar á annan hátt ef ég hefði vitað forsöguna.
Kæru vinir, bloggvinir og aðrir sem þetta lesið.
Ég kveð ykkur og þakka kærlega fyrir falleg komment og einkapósta. Það er búið að vera virkileg sálarhjálp fyrir mig að geta ritað hér á þessari síðu.
Ég bið ykkur ykkur forláts, en ég þarf að fara núna.....
Jacky Lynn
(26th December 1968 - 28th of September 2009)
Athugasemdir
Kæra Jaky Linn.Ég kved med trega.Tó svo ég hafi ekki alltaf kvittad á frásögn tína tá fylgdist ég stundum med .Takka tér samfylgdina,hvíl í fridi.
Med kvedju
Gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 30.9.2009 kl. 09:46
Takk fyrir samfylgdina og að fá að lesa þessa sögu,hvíl í frið kæra Jacky Lynn
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 1.10.2009 kl. 00:13
Takk fyrir mig.
Ég datt niður á það að byrja að lesa og gat ekki hætt.
Votta eiginmanni og börnum samúð mína og ykkur sem hafið verið bloggvinir Jacky Linn.
Með kveðju.
Helen.
Helen Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.