Þreytt en ánægð

Ég er þreytt, svo ofsalega þreytt. Þessi meðganga, eins dásamleg og hún er búin að vera, er bara búin að draga alla orku úr mér. Ég get varla beðið eftir fæðingunni en kvíði henni jafnframt mikið. Ég fékk val um hvort ég vildi fara í Keisara eða fæða á náttúrulegan hátt. Auðvitað vil ég fæða á náttúrulegan hátt, það er ekki spurning meðan ég er líkamlega fær um það. Hitt lít ég á sem neyðar-aðgerð.

Það er allt orðið klárt hér heima fyrir komu krílanna. Herbergið þeirra er tilbúið og við Peter erum búin að kaupa allt sem þarf til að hugsa um tvö lítil kríli. Mikið hlakka ég til. 

Það er sæmilega heitt hér í Chicago núna, það er von á þrumuveðri í kvöld og finnst mér það alltaf svo spennandi. Það er eitthvað við þrumur og eldingar sem mér finnst svo magnþrungið. Kannski var það skortur á þeim í gamla landinu sem hefur gert þær svo ómótstæðilegar fyrir mig.

Ég fékk bréf í póstkassann í morgun. Það var frá Mæðraskoðunardeildinni. Það er verið að stofna hóp af verðandi tvíburamæðrum og var mér boðið að taka þátt. 

Ég er alltof einræn til þess að hafa áhuga. 

Jacky Lynn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband