Amma mín
28.2.2009 | 23:17
Mér líður bara dásamlega í dag. Allt er svo bjart og fallegt framundan hjá mér og litlu krílin dafna vel inni í framsetta maganum mínum. Peter er sannur herramaður og gerir allt sem ég bið hann um og jafnvel meira til.
Ég er búin að finna húsnæði í gamla fallega hluta borgarinnar minnar og stutt frá gríðarlega fallegum útivistargarði með fallegu vatni. Húsið er ekki mjög stórt en afar vel viðhaldið og fallegur Art Deco stíll á því. Það góða við það er að það er alveg fullbúið húsgögnum, eða það er að segja, allar mublur og svoleiðis. Það vantar hnífapör, diska, glös pg svo auðvitað allt lín og þessháttar. Við Peter erum búin að þræða búðirnar og versla frá okkur ráð og rænu. Hann fór til Vancouver í gær en ætlar að koma aftur við fyrsta tækifæri. Við erum búin að eiga dásamlegar stundir og spjallað mikið saman. Það er alveg einstakt hversu góður hlustandi hann er. Það eru engar frammígripssögur hjá honum þegar ég er að tala. Ekkert verið að segja "Já, en veistu, ég hafði það líka bara slæmt" og reynt að toppa einhverja vanlíðunar sögu sem ég var í miðjum klíðum að segja.... skiljið þið hvað ég er að meina?
Ég er bara að verða svakalega hrifin af honum en veit ekki hvað verður.... ennþá.
Hann var alveg dásamlegur við mig um daginn þegar ég fékk emailinn frá gamla landinu. Það voru síðustu púslin sem mig vantaði í sögu ömmu minnar.
Ég brotnaði niður en náði að segja Peter frá þessari sögu í stuttu máli. Hann var ekki hrifinn af illindum gömlu konunnar.
Hér kemur saga Ömmu minnar.
Hún var fædd inn í ríka fjölskyldu og átti föður sem var framarlega í stjórnmálum síns tíma. Hún átti heima í höfuðborginni en flutti úr henni þegar hún var gjafvaxta og hitti unnusta sinn. Þau leigðu sér hús í nálægum bæ og hófu búskap saman. Með peningum frá föður sínum opnaði hún svo verslun og smásaman vann hún sig upp í það að "eiga" nánast allan bæinn ef svo mætti að orði komast.
Það komu fljótlega brestir í samband hennar og unnustans þar sem að hann virtist vera frekar hneigður fyrir karlmenn. Það voru ófá skiptin að amma borgaði leigubílstjórum vel fyrir þagmælsku þegar þeir keyrðu unnustanum ofurölvi heim í hlað ásamt ungum fylgdarsveini sem þekktur var fyrir kynhneigð sína. Í að það minnsta tvö skipti kom unnustinn heim í engu öðru en kvenundirfatnaði og málaður eins og drós í framan.
Á þessum tíma var betra að deyja en að láta upp komast um þvílíkt hneyksli sem þetta og varð það svo að unnustinn fannst látinn inni á lager búðarinnar, hengdur. Sjálfsmorð var það skráð í bækur lögreglunnar en manna á milli var sagt að amma hefði komið þessi svona fyrir. Peningar langafa og staða hans í þjóðfélaginu dugðu samt til að þagga allt kjaftæði niður.
Afa minn hitti hún svo stuttu síðar og gerði hún hann að sínum ektamanni á met tíma. Það var alveg augljóst að hann gat ekki verið faðir barnsins sem hún bar undir belti þótt þau bæði segðu svo vera.
Þau eignuðust svo móður mína.
Það var stuttu eftir fæðinguna að óveðursskýin fóru að hrannast upp fyrir þessum ungu hjónum.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Áfram Jacky ekki láta okkur bíða svona lengi næst....gangi ykkur vel dúlla
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 2.3.2009 kl. 02:08
Og hver var pabbinn, ekki hann í kjólunum??????????+
Heiður Helgadóttir, 4.3.2009 kl. 22:59
Jahérna hér Vertu nú duglegri að skrifa.....
Fríða Bára Magnúsdóttir, 7.3.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.