Er að venjast....

Ég er fór upp á spítala í gær. Ég hafði fengið bréf sent með DHL með vægast sagt skrítnum upplýsingum. Það er best að segja það bara beint hér... ég geng með tvíbura!

Það skrítna er að þeir sáust ekki báðir á sónar vegna þess að annar er alveg á bak við hinn, segir í bréfinu. Hvernig vita þeir að það eru tvö kríli þarna inni, jú, hormónagildin mín eru upp úr öllu valdi svo þeir (læknarnir) telja að það séu tvö.

Ég fór svo í annan sónar í gær og fékk þetta allt staðfest. Það eru tvö lítil kríli þarna inni í ört stækkandi kúlunni.

Afhverju segi ég "Sjokk og Sjálfsásökun" í fyrri færslu...?

Ég var næstum því búin að enda þessi tvö litlu líf án þess að vita að þau yxu inni í mér og það fyllir mig skelfingu. Nún líður mér eins og Guð sé að leika sér að mér, láta mig hlaupa upp og niður tilfinningaskalann.

Ég hringdi í Peter og sagði honum fréttirnar í gærkvöld. Hann varð eiginlega bara glaður... gerði grín og sagðist ætla í mál við lækninn sem úrskurðaði hann ófrjóan.

Jacky Lynn.... Lofarðu mér því að ég á þessi börn? Spurði hann mig svo grafalvarlegur í símann. Já minn kæri Peter, ég lofa þér því og stend við það fram í rauðann dauðann. Þú og enginn annar gæti hugsanlega verið faðir þessa barns...barna !

 Læknarnir drógu úr mér svo mikið blóð í gær að ég lá alveg heillengi inni á deild að jafna mig. Drakk örugglega tvo lítra af safa og borðaði kexkökur til að ná orku aftur.

Það kom svo læknir sem leit á mig og tók munnvatnssýni, eða stroku eins og hann kallaði það. Ég náði ekki alveg að spyrja út í það því að hann var kallaður upp í bíp-kerfið sitt og varð að rjúka með það sama. Hann minnti mig svakalega á Dr. House eða réttara sagt á leikarann sem leikur Dr. House. Hef ekki hugmynd um hvað hann heitir en er fjári sexí með sína 5 daga brodda og nístandi blátt augnaráðið.

 Það er lítið að gerast í húsnæðismálum en fasteignasalinn sagðist vera að undirbúa að kynna fyrir mér nokkur hús. Kannski bara í næstu viku. Það væri betra ef það væri seinnipart vikunnar því að ég á að losna við gifsið á miðvikudag ef allt lýtur vel út á myndum. Það verður töluverður léttir.

 Núna ligg ég hér uppi í rúmi og hamra á tölvuna mína. Það er ýmislegt að brjótast um í höfðinu á mér og nokkrir góðir bloggvinir búnir að krefja mig meiri upplýsinga um fortíð mína. Ég var búin að skrifa heilmikið um það og láta kæran vin fá það í hendurnar en eins og þið vitið sem þetta lesið, fóru hlutirnir nú örlítið öðruvísi en ég hafði reiknað með. Ég ætla þess vegna að bæta aðeins úr því í næstu færslum.

Jacky Lynn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Innilega til hamingju ljúfan,hlakka til að lesa meira um þig vinkonahafið það sem allra best þú og litlu bumbubúarnir þínir

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 8.2.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband