Hormónar !
3.2.2009 | 12:17
Við Peter erum búin að eiga góðar stundir hér í Chicago. Hann þarf samt að fara aftur til Vancouver í kvöld vegna vinnu og þessháttar.
Við erum búin að ræða málin í þaula og það er komin niðurstaða í vangaveltur okkar.
Ég er einfaldlega of sjálfstæð til þess að fara að flytja eitthvað inn á mann sem ég þekki nánast ekki neitt. Ólétt eða ekki, ég þarf að kynnast honum svo miklu miklu betur en það. Ég ætla því að halda mínu striki og búa hér í Chicago... þar til að krílið fæðist og sjá svo bara til með framhaldið. Hann er mikið á þönum vegna vinnu sinnar og ætlar að vera með annan fótinn hér hjá mér. Hann fær auðvitað að gista og svoleiðis og hver veit nema við getum þróað eitthvað samband úr þessu öllu :)
Mér finnst þetta vera eina rétta ákvörðunin í stöðunni. Allavega núna. Ég finn að hormónarnir í mér eru alveg á fleygiferð og ég sveiflast fram og til baka í tilfinningaskalanum. Eina stundina langar mig til þess að hann detti niður á hnén og biðji mig að giftast sér og hina vill ég ekki sá þetta Canadíska greppitrýni nokkru sinni aftur !! Úff stutt öfga á milli eða hvað.
Hann er farinn in í borgina á fund en fer svo beint út á völl eftir það og flýgur heim til sín. Núna sit ég með tárin í augunum og huga að ég hefði átt að kveðja hann betur en ég gerði. Kannski átti ég að taka utan um hann og kyssa hann í staðinn fyrir að vinka og segja bara "bye bye" !? Ég ætlaði bara að vera Cool en hef örugglega virkað "frosin" á hann.
Það var að koma sendill frá DHL með bréf til mín frá spítalanum..... hmmmm skrítið. Ætli þeir hafi fundið út að ég gangi með tvíbura? Hahahahaha það skyldi þó aldrei vera.
Nenni ekki að opna það núna.... ég er ennþá pínu í öngum mínum varðandi Peter og sakna hans nú þegar..... Guð minn góður.... Hvað er eiginlega þetta með Hormóna og óléttu.... ég get ekki náð stjórn á þessum sveiflum....
Jacky Lynn
Athugasemdir
Skil tig kæra Jacky ...Ég er líka med tárin í augunum yfir öllum skrifum sem ég hef fengid frá mínum vinum á blogginu.Ég er nefnilega ad segja fravel til bloggsins.Ætla samt ad fylgjast med tér og tínu hérna á sídunni tinni.
Hjartanskvedjur
Gudrún Hauksdótttir, 3.2.2009 kl. 18:23
Þú lýsir hormónasveiflunum ansans ári vel Jacky mín,en þetta gengur yfir þið eruð greinilega skinsamt fólk,mér lýst vel á planið ykkarbíð spennt eftir hvað er í umslaginukærleiksknús á þig og krílið þitt ljúfan
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:03
Ég hefði viljað a þú hittir hana ömmu þína sem að eyðilagði fyrir foreldrum þínum, eins vil ég fá að vita hvort að sjálfsmorð fósturforeldra þinna var kannski morð. Með bestu kveðju
Heiður Helgadóttir, 4.2.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.