Flutningar?
30.1.2009 | 08:33
... en á sama tíma verð ég að segja þér Jacky Lynn, að ég og Marie skildum vegna þess að við gátum ekki eignast börn saman. Ég er neflinlega ófrjór !
Ég verð að segja það að kjálkinn á mér seig niður á bringu ef svo mætti að orði komast. Andlitið á mér varð eflaust alveg eldrautt og hjartað byrjaði að hamast í brjósti mér. Allt í einu var ég komin í alveg gríðarlega vörn gagnvart Peter, hvað í fjáranum var maðurinn að meina með þessu? Ófrjór... ég er bara alveg þokkaleg í líffræði og veit alveg að það er bara eitt skráð tilfelli af "Meyfæðingu" það er að segja, fæðing án líffræðilegs sæðisgjafa. Ég er nokkuð viss um að ég er ekki tilfelli númer tvö.
Peter sat bara og starði á hendurnar á mér. Hann var greinilega að brjóta heilann um þetta allt.
Hvað átti hann svosem að halda, við þekktumst ekki neitt, hittumst eina kvöldstund fyrir nokkrum mánuðum, njótum ásta, hittumst ekki fyrr en núna og þá skelli ég bara óléttufréttum á ófrjóan manninn!? Ekki nema von að hann verði hvumsa.
Hvað vissi hann svosem nema ég væri "Bæjadruslan" óaðfinnanlega klædd reyndar en gæti samt verið sú sem við tölum um í kaffitímum á vinnustöðum og gerum grín að fyrir augljósan drusluhátt... en öfundum pínu fyrir fjörugt næturlífið.
Ég gat auðvitað verið hver sem er og hann vissi ekkert um mitt líf að ráði.
Peter, sagði ég, ég verð bara að segja þér að ég kom úr sambandi fyrir löngu síðan. Ég hef ekki verið með neinum karlmanni kynferðislega eða á nokkurn annan hátt fyrir utan þig þessa kvöldstund í Október. Ég tók svo óléttu prufu á jóladag og mér til mikillar undrunar þá reyndist hún jákvæð. Ég lenti svo í árekstri og var flutt á spítala og það var sónaður á mér maginn og athugað hvort litla fóstrið hefði nokkuð beðið skaða af, en sem betur fer var svo ekki. Peter, ég er eins viss um það að þú ert faðirinn að þessu barni og hægt er að vera. Ófrjór eða ekki, þá er það bara eini möguleikinn. Ég skil vel ef þú vilt fara í DNA athugun og ég skal gera allt sem þarf að gera til þess að fá botn í þetta.
Ég er líka, Peter, ef þú vilt, tilbúin í að taka alla ábyrgð á þessu barni og sleppa þér lausum við allar skuldbindingar eins og ég sagði áðan!
Peter tók á sig rögg og sagði, veistu Jacky Lynn, mig bara svimar af þessu öllu. Auðvitað hefur maður lesið að það koma alveg upp tilfelli þar sem að menn hafi verið dæmdir ófrjóir en hafa svo átt barn þrátt fyrir það.
Hann stóð upp og strauk hendinni yfir hárið á mér ofur blíðlega. Jacky Lynn, ég trúi þér alveg. Mér finnst ég sjá það í augunum á þér að þér er alveg full alvara og þú bara berð svo góðan þokka með þér að ég neita að trúa að þú sért eitthvert "flagara" kvendi með illan ásetning. Hann skælbrosti til mín og fannst þessi lína sín alveg greinilega fyndin. Mér tókst að brosa líka en hjartað var enn að hamast.
Hvað er þá næst í stöðunni Jacky Lynn, hvar passa ég inn í þetta allt? spurði hann.
Ég þagði og horfði á gifsaðan fótinn á mér. Ég veit það ekki alveg Peter, ég var búin að loka á þetta líf mitt hér í Chicago og stefndi annað. Núna þarf ég að finna mér hentugan stað til að búa á og ala barnið. Ég er eiginlega ekki komin lengra en það. Ég gerði eiginlega ekki ráð fyrir þér í jöfnunni.
Hann hugsaði sig um og sagði svo, gætirðu hugsað þér að búa annarsstaðar en hér í Chicago? Til dæmis í Vancouver?
Ég fór ósjálfrátt að skellihlæja við tilhugsunina..... Yrði ég þá kannski bara "Frú Canada" !!
Jacky Lynn
Athugasemdir
Spennan er að fara með mann,go girl gokærleiksknús og takk fyrir mig
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:13
Rosalega lýst mér vel á það Hljómar vel sko. Bíð spennt eftir framhaldinu.
Fríða Bára Magnúsdóttir, 2.2.2009 kl. 11:21
En gaman að heyra.
Vonandi rætist úr þessu mín kæra.
Kveðja frá DK ;)
Svanborg Kristinsdottir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.