Viltu verða Pabbi?
29.1.2009 | 09:08
Peter, ég er ólétt og þetta litla kríli sem vex innra með mér er barnið þitt! Hann snéri sér hratt við, ha? Hvað meinarðu sagði hann og undrunin leyndi sér ekki í röddinni. Er það mitt, hvað hvernig ? Hann átti erfitt með að finna orð til að tjá sig. Ég varð skyndilega svo róleg inni í mér, fann einhvern skrítinn frið. Peter, ég er ólétt og það get ég sagt þér með 100% vissu að þú ert faðirinn nema ég sé María Mey, því þú ert eini karlmaðurinn sem ég hef sofið hjá síðustu tvö árin. Þú manst væntanlega að þú settir ekki upp neinar verjur og ég er ekki á neinum vörnum því að ég var bara á þannig tímapunkti í lífi mínu að ég þurfti ekkert á þeim að halda. Ég er alveg örugg á því að ég vil eiga þetta barn, enda er orðið of seint að spá í einhverja aðra möguleika. Ég er of langt gengin. Ég dró djúpt andann og hélt áfram. Peter, ég vil eiga þetta barn og það með eða án þinnar aðstoðar. Ég er alveg sæmilega vel sett og hef engar áhyggjur af því að ala þetta barn upp ein. Mér fannst bara það rétta í stöðunni að láta þig vita að þú værir að verða Pabbi. Ég ætlast ekki til neins af þér Peter, alls ekki neins. Ef þú vilt láta þig hverfa og spá aldrei í þetta aftur, þá er tækifærið núna. Ég lofa að þú munt ekki verða fyrir ónæði af minni eða réttara sagt, okkar barnsins hálfu. Ef þú hinsvegar vilt fá að njóta þess að verða faðir litla barnsins míns, okkar, þá er þér það velkomið líka Peter. Ég vil bara gera það sem ég tel vera fyrir bestu og á þessu augnabliki er ég bara ekki búin að huga þetta lengra. Hvað segirðu svo? Viltu ganga út eða ætlarðu að skoða málið betur? Peter gekk yfir gólfið og fór niður á hnén fyrir framan stólinn sem ég sat í, hann tók í báðar hendurnar á mér og horfði í augun mín. Jacky Lynn, þetta er bara það fallegasta sem hefur komið fyrir mig. Ég hef ekki þráð neitt heitar í lífinu en að verða faðir. Hver einasta taug í líkama mínum er full af ást sem ég þarf að deila og draumurinn hefur alltaf verið að eiga lítið barn til þess að fá útrás fyrir þessa ást og umhyggju sem ég hef svo mikið af. Hjarta mitt er að springa úr hamingju núna en á sama tíma.....
Jacky Lynn
Athugasemdir
Frábært haltu bara ótrauð áframhlakka til að heyra framhaldið kærleikskveðja
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:12
.... en á sama tíma.... ekki hætta þarna :)
Kristín Guðbjörg Snæland, 29.1.2009 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.