Að Krókna

Ég er bara að krókna úr kulda og er orðin blá á fingrunum.

Úti er 14°F og það bilaði kyndingin hér á gistihúsinu. Hjónin dásamlegu sem eiga húsið, komu strax með auka teppi fyrir mig til að hjúfra mig í og núna er maðurinn að fara til að kaupa rafmagnsteppi, svona ef skyldi vera að kyndingin yrði ekki löguð í dag ! Við sjáum hvað setur, ef þetta lagast ekki þá flyt ég tímabundið á hótel, ekki ætla ég að komast á síður blaðanna hérna undir fyrirsögninni "Fraus í hel með hor í nös" ! En guð minn góður hvað kuldinn smýgur inn gegnum merg og bein.

Ég er búin að "opna" síðuna mína á Facebook. Er að skoða þetta form tjáningar núna. Það er víst þannig að maður er ekki "inn" ef maður er ekki með síðu á Facebook. Ég sé samt ekki hvernig er hægt að blogga þarna inni, er það kannski ekkert hægt?

Þrátt fyrir mikinn kulda, þá er ég að verða meira og meira sátt við lífið og tilveruna. Litla krílið inni í mér á auðvitað allan þátt í því geri ég ráð fyrir. Einnig frábærir vinir, hér í Us og líka í litlu fjarlægu landi. Þið eruð búin að vera mér stoð og stytta og þakka ég ykkur svo innilega fyrir það. Þið, elsku bloggvinir hafið verið dugleg að skrifa í athugasemdakerfið hér og senda mér einkaskilaboð. Ég á bara til eitt orð yfir það "Dásemd", þið eruð hreinasta dásemd.

Það er alveg ótrúlegt hvað ég hef fengið mikið út úr því að tjá mig hér á síðum MBL Bloggsins. Það hafa rekist hingað inn alveg heill hellingur af góðu fólki og skrifað mér fallega um bloggið mitt og hvatt mig til dáða. Eftir 1. Janúar, hættu heimsóknirnar mikið til að koma inn á síðuna mína, mér til svolítilla vonbrigða. Ég fór samt af stað með þessa síðu, ekki til að auglýsa mig, heldur átti hún að verða einskonar minningagrein um þessa konu frá gamla landinu sem hefur verið búsett svo lengi í Us. Svo breyttust áætlanir og núna finn ég fyrir mikilli þörf fyrir að tjá mig og fá feedback. Sem betur fer þá á ég nokkra góða bloggvini sem eru duglegir að gefa mér allskyns ráð og punkta.

Ég er búin að taka út "Næstum til himna" og setja inn gestabók.

Nú er maðurinn kominn eftir bæjarrúntinn og ég ætla að taka fagnandi á móti rafmagnsteppinu. Áætlunin er sú að hjúfra mig undir teppinu og eiga bara náðugt kvöld hér í sófanum og horfa á TV. Það er svosem ekki eins og ég geti mikið farið á Gala ball ! Svona "flækjufótur" eins og Jac sagði í athugasemdakerfinu.

Gegnum smá krókaleiðir hef ég komist að því að Mr. Canada er væntanlegur til hingað til Chicago. Ég held að ég hringi í símann hans eftir að formlegum vinnutíma ljúki í dag. Það ætti að verða forvitnilegt símtal.

Jacky Lynn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Facebook er meira "social network" eins og þú hefur séð og stuttar setningar heldur en blogg. Þess vegna er moggabloggið svo frábært. Það er svo "therapeutic" að geta tjáð sig á þennan hátt.  Það er andstyggilegt ef fólk dróst aðeins að blogginu þinu vegna þess að það hélt að eitthvað "grasserandi" ætti eftir að ske. Skömm sé þeim.

Ég kannast smá við kuldann sérstaklega þegar ég bjó í Ohio. Þar gat "hita"stigið dottið niður í 30 stiga frost.

Góðan bata Jacky mín

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 20.1.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband