Heim

Það gekk vel að komast hingað niður eftir á Gistihúsið góða. Bílstjórinn á bílnum sem keyrði mig, aðstoðaði mig alveg upp í stofu þar sem að ég er að nota hækjur í fyrsta skipti á ævinni. Það er heilmikið mál að ganga með þessi hjálpartæki. Ég vona að ég nái að venjast þeim áður en gifsið verður tekið af eftir nokkrar vikur.

Eftir að hafa komið mér fyrir í fallega rúmgóða herberginu "mínu", slakaði ég aðeins á og hóf síðan að hringja út um allar jarðir.

1. Lögfræðingurinn minn

2. Fasteignasalan sem sá um að selja húsið mitt (ætla að finna lítið barnvænt hús)

3. Vinur minn í fjarlæga landinu

4. Vinkona mín í Cleveland

5. (reyndi amk 4 sinnum að hringja í Mr. Canada.... en guggnaði á því Undecided )

6. Útfarastjórann..... (sorry vinur, þú misstir viðskiptavin)

7. Já ég semsagt reyndi 5 sinnum að ná í Mr. Canada......

8. Fyrrum vinnuveitanda, hann bauð mig velkomna aftur til vinnu ef ég hefði áhuga á. Hann spurði ekkert og ég sagði ekkert. Algjör gullmoli þessi maður.

Ég, áður en ég gleymi því, ætla að þakka ykkur kærlega fyrir fallegar athugasemdir. Án þeirra væri ég sennilega hætt að blogga hér. Mér skilst samt að mér sé þetta ekki leyfilegt lengur!? Að blogga hér "Nafnlaust" !? Það er samt enginn búinn að stoppa mig? Er ég að misskilja eitthvað...allavega ætla ég að blogga þar til að einhver skrúfar fyrir mig :)

Það var semsagt alveg nóg að gera hjá mér í dag og var það alveg ágætt enda hafði ég þörf á að dreifa huganum aðeins. Nú er ég bara á fullu að einbeita mér huglægt að því að "gleyma" öllu um sjálfsmorðshugleiðingar undanfarinna mánaða eða ára og koma inn fallegum framtíðar-hugsunum.

Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort litla barnið sem vex innra með mér, verði drengur eða stúlka. Ég hef heyrt að sumar konur hreinlega finni það sjálfar eða í það minnsta, fái það sterklega á tilfinninguna hvort það verður. Ég finn bara ekkert! Ég ætla samt ekkert að láta það á mig fá og verð himinlifandi með hvort kynið sem er. Bara að það sé heilbrygt, það hlýtur að skipta öllu máli.

Ég e búin að vera töluvert slöpp í allan dag og með flökurleika. Það eru víst fylgikvillar óléttunnar og reikna ég með að það gangi yfir fljótlega. Að öðru leiti líður mér vel. Andlegt jafnvægi er bara nokkuð gott miðað við það sem á undan er gengið, en ég finn samt að ég þarf að hugsa um líf mitt. Ég þarf að gera þetta upp, allt þetta dæmi sem á undan er gengið. Ég ætla ekkert að "loka" það inni og láta það éta mig upp, halla mér svo að flöskunni eða einhverju öðru og verra þegar árin færast yfir. Nei, ég ætla að kljást við þessa drauga hér og nú..... og sigra !

Jacky Lynn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Þú ert alveg rosalega dugleg kona Jacky Lyn og átt alveg örugglega eftir að bjarga þér með eða án mister Canada,en vonandi nærðu góðu sambandi við hann og endilega haltu áfram að blogga,þú verður að leyfa okkur að fylgjast með þér og litla ljósinu þínu hafðu það sem allra best vinan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 13.1.2009 kl. 16:45

2 Smámynd: Jac Norðquist

Bestu kveðjur vina :)

Farðu varlega flækjufóturinn minn

Jac

Jac Norðquist, 14.1.2009 kl. 08:06

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Ég er bara himinlifandi að þú ætlir að halda áfram bogginu sem er án efa og eins og ég hef  áður sagt efni í mjög góða bók.

Svo að ég sé með smá mömmutón  þá er ágætt að hafa kex við náttborðið (Honey Maid Grahams frá Nabisco eða bara það sem þér þykir gott) og narta í áður en þú ferð á fætur á morgnanna. Það ætti að slá á ógleðina. Það ætti að vera aragrúi af húsum á markaðnum eins og markaðurinn er í dag. En hvernig er það, húsið sem þú áttir, er það ekki bara óselt?

Gangi þér vel og farðu vel með þig.

Erna

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 14.1.2009 kl. 19:18

4 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Þú ert algjört æði! Risaknús á þig!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 15.1.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband