Komið að heimför....
10.1.2009 | 13:19
Heim hvert ?
Það er von að maður spyrji sig. Ég byrja samt bara á að flytjast á gistihúsið góða. Það stóð til að ég færi á sjúkrahótel en eftir að hafa talað við gistihúsfólkið, kom í ljós að þau geta boðið mér upp á herbergi á neðstu hæðinni þannig að ég þarf ekkert að príla upp eða niður stiga. Ég fer þess vegna beint þangað í dag eftir útskriftina hér á spítalanum.
Ég átti gott samtal við lögfræðinginn minn í morgun og var það afráðið að ég mun ekki (sic) gefa peningana mína til góðgerða að þessu sinni. Hinsvegar ætla ég að finna einhverja leið til að bæta fyrir gjörðir mínar. Ég er á þessu augnabliki fegnust því að lögfræðingurinn ákvað að bíða aðeins með það að setja inn á reikning góðgerðafélagsins. Hann vildi vera viss um hvernig mér reiddi af.
Það er tilhlökkun í mér að komast af þessum spítala, ég kann ekki vel við mig þegar fólk stjanar svona í kringum mig. Það er eitthvað svo "niðurlægjandi" við það að ókunnug kona ætli sér að "þrífa" mitt allra heilagasta.... því mun ég aldrei venjast. Svo er það bara spítalalyktin sem fer í mínar fínustu taugar.
Það er búið að hafa uppi á Hr. Canada ! Ég er komin með númerið hans en þori ekki fyrir mitt litla líf að hringja í það.
"Sæll, manstu eftir mér?"
"Nei, ég er sjarmör og venjulega umvafinn kvenfólki, afhverju ætti ég að muna eftir þér?"
"Ja, sko, við sváfum saman eina nótt í October"
"Já okey vina, þú ert þá ein af 31, geturðu verið nákvæmari?"
"Ja sko, ég heiti Jacky Lynn"
"Hahahaha heldurðu virkilega að ég leggi nöfn á minnið, ég er sko bara mannlegur"
"Já en við áttum sérstaka nótt, það small allt svo vel saman og við náðum bæði frábærum hæðum í samlífi okkar"
"Já ok, þá erum við aftur komin í 31"
" En come on, við höfðum það svo huggulegt eftir að hafa farið út að borða og enduðum svo á hótelinu mínu!"
"30"
"Ég var í "ömmu-naríum...."
"Já ert þetta þú Jacky Lynn, gaman að heyra loksins frá þér..... wassup?"
"Ja sko, ég ætlaði að kála mér en rétt áður en ég lét verða af því, komst ég að því að ég er ólétt.... og þú ert pabbinn!?"
"click.... dut dut dut dut......."
Ég reikna með að samtal okkar gæti litið svona út.... en ég er svo sem óþarflega svartsýn eða hvað?
Ég hringi í hann á morgun.... eða hinn.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Elsku Jacky,drífðu bara í þessu,hann man alveg örugglega eftir svona spes konugangi þér sem allra best ljúfan
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:30
hver veit nema að þú sért eina konan í lífinu hans og hann sé að bölva yfir að hafa ekki tekið númerið þitt. Svo þarftu ekki endilega að segja honum þetta í fyrsta símtalinu, eða hvað?
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 11.1.2009 kl. 00:52
Var fyrst að sjá bloggið þitt núna, er búin að vera að lesa í tvo daga og fynnst þetta vera mjög tilfinningarík frásögn. Vona að þú hafir það sem allra best Jacky og innilega til hamingju með litla sólargeislann. Er það ekki tilgangurinn með lífinu, að eignast börn og elska þau?
Hjartans kveðjur fra Danmörku
Svanborg Kristinsdottir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:29
Bara rífa plásturinn af og klára þetta, ég er viss um að hann verður ferlega glaður ða heyra frá þér.
Fríða Bára Magnúsdóttir, 12.1.2009 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.