Ein en samt ekki :)

Það er grámyglulegt hér fyrir utan spítalann. Ég horfi stöðugt út og læt mig dreyma um litla krílið sem vex og dafnar inni í mér. Það er alveg ótrúleg tilfinning og notaleg að horfa á n þrýstast út í náttjakkann og vita að það er vegna krílisins en ekki ofáts :)

Vinur minn góði er kominn til síns heima og gekk allt vel hjá honum. Kæri vinur, stuðningur þinn er búinn að vera ómetanlegur.

Ég læt fara vel um mig hér og glápi á sápuóperur allan liðlangan daginn. Ég er komin með það á hreint að Guiding Light er hannað af fólki með djúpa sálarröskun og fær fullnægju sína með því að demba þessum ósóma yfir okkur saklausa áhorfendur. Ég get samt varla beðið eftir þættinum á eftir Blush

Fæ svo niðurstöður í þessum blóðrannsóknum á morgun. Veit ekki afhverju læknirinn vildi ólmur taka svona mikið af prufum..... það er jú búið að staðfesta að ég er ólétt Wink

Ég er búin að setja í gang gegnum fyrirtækið sem ég vann hjá, leit að Canadíska sjarmörinum. Ég læt ykkur vita hvað kemur út úr því....

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Njóttu þess að láta þig dreyma kæra Jacky og það er ágætis afþreying að horfa á sápur,stytta tímann en skilja voða lítið  eftir gangi þér vel að finna Kanada sjarmörinn þinn ljúfan mín og hafðu það sem best,kærleiksknús á þig og litla bumbubúann þinn

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 8.1.2009 kl. 21:23

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég er líka orðin húkt á leiðindar ljósi sem ég kalla guiding light.En það er svo spennadi núna en öruglega komið lengra úti hjá þér   

Kveðja og knús Óla og Vala  

Ólöf Karlsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ Jacky Lynn. Ég datt hér inn í gegn um link hjá mömmu (sömmu) um jólin og datt alveg inn í skrifin þín. Mig langar bara að segja þér að þú skrifar alveg ROSALEGA vel og ættir alvarlega að íhuga að gefa út söguna þína eða uppgjörið þitt. Og svo langar mig að óska þér af öllu hjarta til hamingju með litla kraftaverkið þitt !!! Gangi þér allt í haginn og ég kem til með að njósna hér með reglulega millibili og fylgjast með ykkur.

Knús og klemmur frá einni í Noregi

Sigrún Friðriksdóttir, 9.1.2009 kl. 00:49

4 Smámynd: Jac Norðquist

Hæ hæ Jacky Lynn, allt gekk frábærlega og þakka þér fyrir kveðjuna. Bestu kveðjur og knús til litla krílisins frá okkur.

Bestu kveðjur

Jac

Jac Norðquist, 9.1.2009 kl. 10:38

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 9.1.2009 kl. 11:38

7 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Ég er nú bara mest hissa að þú skulir enn vera á spítalanum. Þeir eru svo fljótir að henda fólki út. Þetta er mjög gott. Hefurðu fengið að hlusta á hjartasláttinn í litla krílinu? Það er örugglega dásamlegasta hljóð sem hægt er að hugsa sér. Ég starfa við það að taka myndir af ungabörnum hérna upp á spítalanum hjá mér. Venjulega eru þau dagsgömul og á leiðinni heim. Merkilegt hvað þau eru misjöfn. Sum er mjög erfitt að vekja, vilja bara lúlla og sofa en svo eru önnur sem fylgjast með öllu og eru mjög "vakandi"

Ég held ég hafi aldrei horft á heilan þátt af Guiding Light. Var einu sinni húkked á All my Family og ævintýrin hennar Ericu Kane. Hlakkar svolítið til að sjá American Idol sem byrjar á miðvikudaginn kemur. Merkilegt hvað fólki dettur í hug.

Góðan bata mín kæra

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 10.1.2009 kl. 00:48

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hjartanskvedjur frá Jyderup og vonandi nærdu á tann heppna(canadiska sjarmörinn)

Tú ert oft í huga mínum .Gangi tér sem allra best

Gudrún Hauksdótttir, 10.1.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband