Allt í ágætu standi
5.1.2009 | 16:31
Ég er búin að fara í allskyns rannsóknir og mælingar hér á spítalanum. Það verður ekki betur séð en að ég sé í alveg þokkalegu standi miðað við aðstæður. Ég fæ svo niðurstöður í blóðrannsókn síðar í vikunni og á ég ekki von á öðru en góðum fréttum þar enda líður mér alveg þokkalega vel (fyrir utan verk í fæti, bringunni, höfðinu og svo þessa eiífu þreytu :) )
Andlega hliðin er einnig á uppleið eftir hræringar síðust vikna. Á ég þar mikið að þakka kærum vini sem hafði fyrir því að fljúga alla leið hingað til Ameríku frá landinu sem hann er búsettur í, til þess að standa við sjúkrabeð mitt. Hann gerir mest lítið úr því sjálfur en segir það hafa verið meira til þess að sleppa aðeins frá konu og börnum heldur en til að hitta mig ! Eitraður húmoristi :)
Hann á pantað flug heim í kvöld og erum við þegar búin að kveðjast.
Enn og aftur, takk fyrir kæri vinur og ég þakka ykkur hinum fyrir falleg skilaboð.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Gangi þér vel kæra Jacky. Kærleikskveðja.
rose, 5.1.2009 kl. 17:31
Helga skjol, 5.1.2009 kl. 18:54
Gott að vita að allt gengur vel kæra Jacky og já það er ómetanlegt að eiga góða vini og ég er viss um að ekki margir hefðu gert það sem þessi kæri vinur þinn gerðigangi þér vel ljúfust
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:29
Vona að allt gangi vel áfram .Knús á þig
Ólöf Karlsdóttir, 7.1.2009 kl. 00:27
Sæl:) Er ekki búin að lesa síðan fyrir jól og átti von á allt öðrum fréttum þegar ég kom hér inn. En mikið er ég fegin að svo var ekki og til hamingju með litla kraftaverkið þitt Stórt knús á þig og láttu þér líða vel. kv. Fríða
Fríða Bára Magnúsdóttir, 7.1.2009 kl. 09:10
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.