Nýtt ár, ný tækifæri, nýtt líf !

Ég sit hér í sjúkrarúmi mínu og skrifa á fartölvuna mína. Minn elskulegi blogg vinur situr hérna hjá mér og styttir mér stundirnar með spjalli og óþrjótandi uppsprettu af bröndurum! Á morgun förum við svo í sjúkrabíl til Chicago og er ætlunin að ég fái að fara "heim" eftir læknisrannsókn á spítalanum þar. Þetta er tryggingamál (að láta skoða mig á spítalanum þar) og verð ég víst að hlýta því. Vinur minn er búinn að fá inni fyrir mig á sjúkrahóteli og verð ég þar næstu 4-6 vikurnar meðan fóturinn jafnar sig.

Vinkona mín frá Cleveland kom að heimsækja mig í morgun og verð ég að segja að það var mikið grátið hér á stofunni  Crying En það góða við það að þetta  voru gleðitár. Takk fyrir elsku vinkona án þín væri mitt fátæklega líf enn fátæklegra.  

Núna tekur alveg nýr kafli við í mínu lífi.... ég þarf greinilega að upphugsa og endurmeta mína stöðu og það all rækilega. Síðustu árin hafa farið í þvílíkar sjálfspælingar og naflaskoðanir varðandi hversu leið ég hef verið á þessu blessaða lífi. Á einu augnabliki er svo lífi mínu kollvarpað.... það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess að ég var á leið til Xxx-xxxxx til að taka þetta líf og enda það! Hvað ef ég hefði ekki stoppað til að taka þessa "prufu" ? Hvað ef ...hvað ef ?

Ég ætla ekkert að spá neitt meira í það, ég tók þessa ákvörðun á sínum tíma og var að fylgja sannfæringu minni. Ég hafði ekkert að lifa fyrir og til hvers þá að vera eyða súrefni fyrir öðrum? Þannig leit ég á þetta.... núna er málið fyrir mig að snúa þessari hugsun algerlega við, fara að horfa á lífið sjálft öðrum augum. Það er skyndilega svo bjart yfir mér, ég á því ekki að venjast.

Eins og ég hef áður sagt hér á blogginu mínu, þá getgat ég ekki eignast barn. Núna er þeirri hindrun rutt úr vegi og ég er ólétt.... hmmm ég þarf aðeins að kjamsa á því orði.... Ólétt.... það fer um mig sælustraumur alveg hreint.... litla krílið innan í mér á eftir að verða sannur engill. Litla dásamlega kraftaverkið mitt.

Ég kreppi hnefana mína og lofa hérmeð að þetta litla barn skuli fá alla þá ást og umhyggju sem ég fór svo innilega á mis við í allri æsku minni !

Ég vil þakka ykkur alveg innilega fyrir athugasemdirnar ykkar og einkaskilaboð. Ég hef fengið afar falleg bréf frá sumum af bloggvinkonum mínum og eiga þær innilegar þakkir skildar. Á þessu augnabliki treysti ég mér ekki til að svara þeim persónulegu spurningum sem ég hef fengið og bið ég þær/þá um að virða það við mig.

Ég veit ekki hvort ég á að halda áfram að blogga hérna, núna þegar allt er svo breytt í tilveru minni? Þetta blogg átti að vera kveðjuóður til lífsins, minningarbrot um manneskju sem á ekki neinn að.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl eg hef fylgst með blogginu þínu og ég samgleðst þér svo innilega :) ég vona innilega að þú haldir áframm að blogga kær vinar kveðja

leoros (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Kæra vina þú mátt ekki gera okkur vinum þínum,sem hafa fylgt þér alla þessa leið,að hætta núna,það er ekki sanngjarnt dúllan mín.Auðvitað viljum við fá að fylgjast með þér og litla krílinu þínu áframSkilaðu kærri kvaðju til vinar þíns og okkar,Guð veri með ykkur

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 3.1.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott ad heyra aftur frá tér vinkona.Tad verdur gott fyrir tig ad fara á sjúkrahótel í nokkrar vikur og láta hugsa svolítid um tig.

Tín naflaskodun undanfarna mánudi eru bara kraftaverk fyrir tig tví í framtídinni tekkjir tú tig betur og gerir tér betur grein fyrir hvernig allt gekk fyrir sig í lífi tínu, og í rauninni átti tetta kannski allt ad gerast svona.Naflaskodun er holl af öllu tagi.

Litli demanturinn tinn  sem kemur í heiminn kannski í júlí ef tad er rétt hjá mér???Á bara eftir ad gera tér glada og hamingjusama konu og módir.

Hjartanlega til hamingju kæra Jacky mín og skiladu hjartanskvedju til vinar vors.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband