Vöknuð og lögð af stað

Svaf stutt og ekki sérlega vel í nótt. Núna er klukkan að verða 9:30 am hér í borginni minni. Ég er búin að setja töskuna mína út í bíl og er rétt búin að kveðja dásamlega fólkið hér... enn og aftur. Þau vilja helst ekki sleppa hendinni af mér. Ég er svolítið stressuð yfir færðinni en hér gengur á með éljum og hríð. Bíllinn er svosem ágætur SUV með drifi á öllum dekkjunum var mér sagt.

Það er rétt um sjö tíma keyrsla þangað sem leið mín liggur. Ég ætla að reyna að uppfæra eins og mér er unnt. Bloggvinur minn fær svo reglulega skilaboð frá mér og ég mun biðja hann um að setja inn nauðsynlegar upplýsingar hér á síðuna.

Ég fékk einkennileg skilaboð í athugasemdakerfinu.... einhver stakk upp á því að ég væri kannski ófrísk!? Ég fékk bara nett taugaáfall í kjölfarið. Ég hef ekki getað orðið ólétt í samböndum mínum en hef aldrei fengið neinar haldbærar skýringar á því hjá læknastéttinni. Ég var með dásamlegum Kanadískum manni fyrir ekki svo löngu síðan og rétt er það... við vorum ekkert sérstaklega varkár (enda komið að ákveðnum endalokum hjá mér) en að ég yrði ólétt er eiginlega ekkert inni í myndinni. Bara svona til að hafa vaðið fyrir neðan mig.... ætla ég að koma við í apóteki og kaupa First Response Early Result !!

Úff  Bara......

Takk fyrir allar fallegu færslurnar í athugasemdakerfinu. Það sést best á þeim hve dásamleg þið eruð.

Ég er lögð af stað.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Kæra Jacky Lynn!

Ég var nú farin að velta því fyrir mér af hverju að þér væri alltaf flökurt, en vildi ekki koma með þá uppástungu, að þú værir ekki kona einsömul. Ég veit ekki hvernig endirinn hjá þér verður, á hvaða veg sem að það verður, þá byð ég góðan Guð að varðveita þig. Kveðjur frá Torrevieja, Spáni

Heiður Helgadóttir, 24.12.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku vina,mér var líka búið að detta þetta í hug,ef svo er elsku vinkona trúi ég að þú endurskoðir ákvörðun þína,því þá held ég að Guð sé að gefa þér þá dýrmætustu gjöf,sem hægt er að fá gangi þér sem best ljúfan mín og vertu Guði falin

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.12.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kæra Jacky Lynn

   Góða ferð  

 Guð veri ávalt með þér mín kæra  

 Stórt knús frá mér

Ólöf Karlsdóttir, 25.12.2008 kl. 00:00

4 identicon

Einmitt það sem mér datt í hug, en þú ert ekki heimsk og hefur trúlega líka hugsað þetta.  Enda má lesa af færslum þínum að þér snerist hugur....Guði sé lof fyrir það.  Þú ert í bænum mínum og ég verð með þér áfram.

Sía (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband