Gerðu þau hvað ???

 Ég er orðin svolítið spennt fyrir "Jólunum". Mér hefur að öðru leiti liðið ágætlega fyrir utan magaónot sem ég set í samband við stress vegna komandi atburða. Ég get ekki hugsað mér að fara út og skokka og ligg hinsvegar í sælgætisáti og bara þyngist eins og ég veit ekki hvað. Jæja, ég þarf í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af aukakílóum lengi ;)

Ég set hér inn færslu og vona að þið sem þetta lesið, hafið orku í það að lesa hana til enda. Ég finn það bara hjá sjálfri mér að þegar ég rekst á svona langar færslur hjá öðrum, þá á ég erfitt með að koma mér að því að lesa langlokuna.  Wink

 

Þau höfðu setið á veitingastaðnum hinumegin við hús fólksins nær allan daginn þegar þau svo loks birtust. Mamma þín fór bara að skæla af einskærri spennu sagði svo pabbi þinn mér síðar. Eftir að hafa jafnað sig aðeins, gengu þau yfir götuna og bönkuðu á dyrnar.

 

Jacky Lynn, það sem gerðist þarna innandyra, verður sennilega aldrei full útskýrt. Mamma þín og pabbi áttu ekki auðvelt með að ræða það þegar þau svo komu heim. Það næsta sem ég komst að, var það það braust út heiftarlegt rifrildi milli þeirra allra, ásakanir flugu á báða bóga og margra ára gremja og vonbrigði brutust út hjá foreldrum þínum. Reyndar varð ég frekar hissa á því að fólkið tók þeim svona afar illa en svo kom bara í ljós hvað amma þín hafði eitrað þetta fólk mikið með staðhæfilausum lygum. Þau voru sennilega bara í góðri trú að verja sig og sitt geri ég ráð fyrir. En þetta fólk var því miður mjög breyskt og náði maðurinn í haglabyssu sem hann átti inni í skáp, miðaði henni eftir að hafa hlaðið hana, á foreldra þína.

Gamli maðurinn leit niður á gólfið og þagnaði. Ég sá að það láku tár niður á bringuna á honum, þetta var greinilega of mikið fyrir hann að rifja upp. Ég hefði viljað biðja hann að um að slaka á og jafnvel segjast koma aftur þegar hann væri búinn að jafna sig en það var bara ekki nokkur séns fyrir mig. Ég var einfaldlega að farast úr taugaspennu. Ég tók á öllu sem ég átti og sat kyrr.

Gamli maðurinn jafnaði sig, hóstaði og hélt svo áfram titrandi röddu.

Þar sem að pabbi þinn hafði haft feril í hernum, var hann alls ekkert óvanur byssum eða óvanur því að höndla fólk með byssur. Hann sagði mér að þjálfun hans hefði tekið yfir á einu augnabliki. Hann hefði....

 Nú fór gamli maðurinn að gráta fyrir alvöru og ég stóð upp og lagði hendur mínar um axlir hans. Ég tautaði huggunarhljóð í eyrað á honum og strauk honum varlega um axlirnar og bakið. Svona svona, þetta er allt í lagi hvíslaði ég, þetta er allt í lagi.

Það tók hann nokkrar mínútur að jafna sig nóg til þess að halda áfram.

Eins og ég segi Jacky Lynn, hvað nákvæmlega gerðist í þessu bölvaða húsi fáum við aldrei að vita til fullnustu. Opinberlega skýringin var sú að fólkið hefði framið sjálfsmorð! Afhverju það varð niðurstaða rannsóknar hef ég ekki hugmynd um Jacky Lynn, kannski að amma þín hafi verið svo öflug að hún tók einhvern kverkataki, einhvern háttsettan hlýtur að vera, og hreinlega látið málið þaggast niður og það snarlega. Í það minnsta var mömmu þinni og pabba hleypt úr landi eftir yfirheyrslurnar. Þeim var nánast sparkað út af lögreglustöðinni, þeim var keyrt á flugvöllinn og fylgt út í vél. Þeim var gert skilmerkilega ljóst að þau fengju aldrei að fara aftur til gamla landsins. Ef þau einhvertíma reyndu það, biði þeirra eitthvað ekki gott!

Ertu að segja mér afi, að þau hafi ...? Að pabbi hafi...?? Ég gat bara ekki komið orðum að því sem ég hafi í huga, þetta var allt í einu  orðið svo, svo... skelfilegt! Ég endurupplifði atburðinn þegar ég kom heim úr heimavistarskólanum eftir lát fólksins. Hvernig ég fann blóði drifinn koddann bak við hurðina. Undarlegu frelsistilfinninguna sem ég fann við fréttirnar af láti þeirra. En að sagan skyldi hafa tekið þessa stefnu, öllum þessum árum síðar, átti ég erfitt með að kyngja.

Gamli maðurinn sat hnípinn og horfði í gaupnir sér, hann sogaði annarslagið upp í nefið en var þögull að öðru leiti. Ég var líka þögul þar sem ég sat í stólnum á móti honum. Hugsanir mínar æddu fram og tilbaka, ég gat ekki hent neinar reiður á þeim.

Að lokum gat ég stunið upp, hvað svo með mömmu mína og pabba? Hvar eru þau núna? Gamli maðurinn leit upp og horfði tárvotum augum á mig. Hann minnti mig eitt augnablik á hund sem hefur verið refsað harðlega. Augun voru stór og eitthvað svo undirgefin, sorgmædd, hundsleg. Ég meina þetta ekki á illan hátt, bara mér leið svona á þessu augnabliki.

Eftir að hafa klætt okkur í yfirhafnir, fórum við út í bílinn minn og keyrðum af stað. Hann leiðbeindi mér að kirkjugarðinum sem var á endamörkum hverfisins sem hann bjó í. Við lögðum bílnum og gengum inn í fallegan kirkjugarðinn. Að lokum staðnæmdumst við hjá þrefaldri gröf. Hér lágu foreldrar mínir grafnir og föðuramma mín sem ég hafði aldrei hitt. Reyndar hafði ég nú ekki „hitt“ foreldra mína heldur.

Ég stóð þarna þögul við hlið gamla mannsins. Það var augljóst að hann hafði hugsað vel um grafirnar. Það voru fersk blóm á öllum þremur gröfunum.

Ég tók eftir því að pabbi minn hafði látist rétt um það bil mánuði á undan móðir minni. Hvað gerist fyrir þau afi? Afhverju fóru þau burt í blóma lífsins? Hann horfði á mig, þeim var sagt að þú hefðir dáið sem ung stúlka Jacky Lynn, að þú hefðir veikst af lungnabólgu og hefðir dáið á spítala. Þau kiknuðu svo bara undan álaginu sem atburðirnir í gamla landinu ollu þeim. Pabbi þinn náði sér aldrei og barðist í sífellu við drauga fortíðar og mamma þín veslaðist upp og bara einfaldlega missti lífsviljann. Hún dó inni á geðsjúkrahúsi rétt mánuði eftir að faðir þinn hafði kvatt. Þetta var gríðarlega erfiður tími fyrir mig Jacky Lynn. Ég var lengi að ná mér upp úr svartnættinu og hef satt best að segja aldrei jafnað mig að fullu. En hver getur það svosem eftir svona atburði?

Við gengum út úr garðinum og ég keyrði honum heim á leið. Hann hljóp við fót inn í húsið og kom út aftur með lítinn skókassa. Hérna eru myndir af foreldrum þínum Jacky Lynn, ég vil að þú eigir þær.

Mér leið undarlega þegar ég sat heima um kvöldið og skoðaði myndir af foreldrum mínum. Þau voru bæði svo dásamlega myndarleg og með svo fallegt blik í augunum. Ég skældi heilmikið þetta kvöld og allskyns tilfinningar brutust út. En þetta var líka upphafið að því að ég lokaði svo inni tilfinningalíf mitt, lokaði það inni og læsti. Ég geri mér grein fyrir því núna þegar ég rita þessar línur.

Afi minn og ég héldum sambandi allt þar til hann lést vegna aldurs fyrir fimm árum síðan. Hann var dásamlegur maður, hlýr og gefandi. Ég mun ávallt sakna hans.

 

Ég er búin að hafa samband við einn af bloggvinum mínum og var svo djörf að biðja hann fyrir söguna mína. Hann tók afar vel í það og ætlar að halda utan um það sem ég sendi honum. Þessi saga mín er skrifuð hér á blogginu í stuttum dráttum, bloggvinurinn er með alla útgáfuna. Hann hvatti mig til að gefa þetta út en við vitum öll hvar og hvenær þessi saga endar. Hann hefur fengið réttinn til að gera hvað sem er við þetta. Takk fyrir bloggvinurinn minn góði. Ég er búin að fá mörg falleg einkaskilaboð frá þér og þau hafa verið bæði upplífgandi og full innsæi. Takk fyrir kæri vinur.  

 

Ég fann fyrir miklum frið og ró í sálinni minni þar sem ég stóð þarna í kirkjugarðinum fyrir framan grafirnar. Ég hef alla tíð síðan leitað að öðrum eins frið. Kannski finn ég hann að lokum.

Í dag eru 5 dagar til jólanna minna.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Elsku vina, lífið hefur svo sannarlega verið þér erfitt, ég vildi óska að það væri eitthvað sem ég gæti gert fyrir þig, en alla vega hér á blogginu sendi ég þér (((((((((((((( RISA KNÚS )))))))))))))))) MÍN KÆRA

Helga skjol, 21.12.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Kæra vina þakka þér fyrir að deila sögu þinni með okkur,ég lifði mig svo inn í hana kannski vegna þess ég veit hvernig er að vera tökubarn,kærleiksknús á þig ljúfan og vonandi áttu góða daga fram að JÓLUNUM ÞÍNUM,

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 21.12.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir "langlokuna" kæra Jacky, vonandi að þér líði vel þá stuttu stund sem eftir er. Bestustu kveðjur héðan úr Danmörkinni

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 21.12.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Takk fyrir ,þú ert mjög góður penni .Hef aðeins fylgst með en aldrei kvittað fyrr.Kær kveðja til þín

Ólöf Karlsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Risaknús á þig ljúfust! Svo margt sem flýgur gegnum hugann þegar ég les þessa átakanlegu sögu, en stundum eru orð svo fátæk. Sendi þér hlýja og fallega strauma í staðinn, og óska þér friðar og hamingju á jólunum þínum. Og þú mátt vita að þú hefur skilið eftir fótspor í minni sál, og ég þakka fyrir það! Mér finnst ég ríkari af að hafa kynnst þér örlítið hér þessar vikur. Guð geymi þig.

Berglind Nanna Ólínudóttir, 23.12.2008 kl. 00:54

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæl Kæra Jacky Linn.Ég hef ekki verid á blogginu í nokkrar vikur svo nú er ég ad koma inn aftur og beint til tín til a dheyra og sjá hvernig tér lídur og hvad tú ert ad skrifa til okkar.Tessi fallega saga eda réttara sagt fallega frásögnin tín vard engin langloka  bara frásögn sem fekk tár fram í augu mín.

Hjartanskvedjur til tín elsku vina

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:24

7 Smámynd: Sigríður Inga Ingimarsdóttir

Kæra Jacky lynn. Takk fyrir þessar einlægu færslur þínar, megi góðir vættir vernda þig, og gefa þér frið á þann áfangastað sem þú hefur valið þér.

Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 23.12.2008 kl. 10:28

8 Smámynd: Fríða Bára Magnúsdóttir

Kæra vina, eigðu góða daga fram að jólunum þínum, líði þér sem best og vita máttu að það er fullt af ókunnu fólki að hugsa til þín og óska þér góðs eftir skrif þín hér. Bara frábær penni. kv.Fríða

Fríða Bára Magnúsdóttir, 23.12.2008 kl. 11:00

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gleðileg jól til þín kæra Jacky mín .Óla og vala

Ólöf Karlsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:37

10 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Kæra Jacky Lynn megir þú öðlast frið og finna fyrir öllum þeim kærleika sem þú færð sendan hvaðanæva að,þú hefur svo sannarlega snert hjörtu margra með sögu þinneigðu ljúfa og gleðilega daga á jólunum þínum .KÆRLEIKSKVEÐJUR

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 23.12.2008 kl. 14:55

11 Smámynd: Ólöf de Bont

Óska þér góðs ferðalags á þínum jólum.

Ólöf de Bont, 23.12.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband