Talað við afa
18.12.2008 | 07:50
Eftir að hafa setið hjá gamla manninum í tvo heila daga, var ég loksins búin að fá alla söguna um fortíð mína. Sögu sem ég var viss um að fá aldrei nokkuð að vita um. Það var eins og þungu fargi vær af mér létt og það kom yfir mig einhverskonar friður og ró sem að ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Það var auðvitað heilmargt sem kom mér töluvert á óvart í frásögn afa míns, sérstaklega hvernig líf móður minnar hafði verið og sú staðreynd að hún hafði eftir allt saman elskað mig! Það kom mér hinsvegar mikið á óvart að nokkur kona gæti verið svona köld og illrifjuð eins og amma mín. Hvaða atburðir í æsku hennar gerðu þessa illsku mögulega? Ég mun sennilega aldrei fá að vita það.
Ég er búin að skrifa og skrifa síðan ég setti inn síðasta blogg. Ég ákvað hinsvegar að setja inn styttri útgáfu hér á bloggið.
Allavega sat ég, eins og ég sagði áður, í heila tvo daga hjá afa mínum og hlustaði hugfangin á manninn segja mér sögu foreldra minna. Ég læt hann aftur hafa orðið. Ég, vegna styttingar sögunnar, hleyp aðeins yfir sögu.... ég skýri það út síðar afhverju ég geri það ;)
Móðir þín Jacky Lynn og faðir, yfirgáfu gamla landið eftir þessa vonlausu baráttu við að fá þig í sínar hendur. Það var greinilegt að ekki var hægt að berjast við þetta kerfi, þar sem að amma þín var einfaldlega of valdamikil og átti gríðarleg ítök á "réttum" stöðum, þrátt fyrir að vera sjálf komin út úr öllu saman.
Niðurbrotin komu þau hingað út til mín og ömmu þinnar. Pabbi þinn fór aftur að vinna við borgarmálin hér en móðir þin tók sér langt frí frá störfum.
Það liðu nokkur ár Jacky Lynn, en móðir þín gat auðvitað ekkert gleymt þér. Hún var stöðugt að hugsa um leiðir til að ná þér til baka. Hún íhugaði meira að segja örþrifaráð eins og "Barnsrán" og þess háttar. Þegar þú hefur verið svona um 14-15 ára, kom svo að stóra atburðinum. Mamma þín og pabbi ætluðu að gera örþrifa tilraun að fá þig aftur. Þau ákváðu að fara til gamla landsins og ganga á fund fólksins sem hafði þig og reyna að fá þau til þess að leyfa sér að umgangast þig og kynnast þér. Þau ætluðu bara að sætta sig við það því þau vissu að þú varst að verða lögráða og þá gætir þú sjálf ákveðið að koma með þeim hingað út ef þú vildir.
Með aukna von í hjarta, lögðu þau af stað til gamla landsins. Þau keyrðu beint í litla sjávarþorpið þar sem að þú bjóst í.
Eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu litla, lá leiðin heim til fólksins sem "hafði" þig.
Þau voru bæði heima og opnuðu fyrir foreldrum þínum eftir að þau höfðu kynnt sig.
Ég finn fyrir töluverðri spennu í líkama mínum þessa dagana. Það er allt í einu svo stutt til "jólanna minna " eða bara 8 dagar !
Það er allt tilbúið til brottfarar og engir lausir endar.... svo að ég muni eftir. Á aðfanga dag jóla legg ég af stað í ferðalag á staðinn sem ég ætla að eyða mínum síðustu stundum.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir lesturinn, elsku besta Jacky Lynn. Risa knús á þig héðan.
Berglind Nanna Ólínudóttir, 18.12.2008 kl. 10:51
Færslan hefði mátt vera miklu lengri...þau hafa mikið reynt ! Og þú sjálf með erfiða reynslu á bakinu
Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 17:40
frábært eins og venjulega hjá þér Jacky Lynn
Heiður Helgadóttir, 18.12.2008 kl. 19:38
Kæra Jacky Lynn ég eins og svo margir aðrir hef hrifist af sögu þinni,fyrir utan að vera alveg frábær penni,þá finn ég svo mikla samsvörun við þig,þar sem ég var ættleidd,en þar líkur samlíkingunni,því ólíkt þér var ég heppin með foreldra,en ég skil svo vel þessa þrá að vanta tengingu við sitt eigiðég virði svo sannarlega ákvörðun þína vinan en mig langar samt að fá að vera bloggvinkona þín það sem eftir er eigðu ljúfa daga framundan,ég bíð spennt eftir framhaldinu
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 21.12.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.