Eitthvað svo slöpp.

Ég er búin að vera eitthvað svo slöpp og þreytt undanfarið, hef ekki haf neina orku í morgunskokkið mitt og er bara eitthvað svo ónóg sjálfri mér. Vaknaði í gær og kastaði næstum upp vegna ógleði. Hélt ég væri veik en svo bráði þetta af mér þegar leið á morguninn.

Fólkið hér á gistihúsinu er verulega indælt við mig. Ég er búin að vera svo lengi hjá þeim að þau eru farin að líta á mig eins og heimalning. Konan kemur með ferskan blómavönd á hverjum degi inn á herbergið mitt og stjanar í kringum mig ef hún getur. Ég geri mitt besta til að hún komist ekki upp með það :)

Ég er að rita næstu færslu og læt hana inn síðar. Er eitthvað svo þreytt í augnablikinu.

Takk fyrir athugasemdirnar og vertu velkomin nýja bloggvinkona.

Ég fór, eins og Jac, inn á Barnaland en fann ekkert um síðuna mína þar!?

Ég bendi ykkur samt á upphafsorð bloggsins míns. Þar tala ég um að ég sé ekki að leita eftir hjálp eða aðstoð að nokkru leiti. Ég er ekki að gera lítið úr erfiðleikum annarra með skrifum mínum, að ég tel, heldur er ég að kynna fyrir ykkur líf mitt og tilfinningar. Fólki er auðvitað sjálfrátt að lesa eða ekki að lesa bloggið mitt.

Jacky Lynn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Bara smákveðja til þín

Heiður Helgadóttir, 8.12.2008 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband