Áreynsla:

VIÐVÖRUN: ÞETTA BLOGG ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMAR SÁLIR, HÉR SKRIFA ÉG UM VIÐKVÆMA HLUTI OG LEGG TIL AÐ FÓLK FARI ANNAÐ EF ÞAÐ EKKI ÞOLIR PERSÓNULEG SKRIF.

(Afsakið kæru föstu lesendur, þetta tel ég vera nauðsyn vegna þess að ég hef fengið bréf þar sem að viðkvæm kona fannst það afar óhugnanlegt sér hvernig ég skrifa um mínar tilfinningar og afstöðu til dauðans. Ætli ég verði ekki bara að setja þetta sem fastan haus á bloggið mitt? Hvað finnst ykkur?)

Það er búið að vera töluverð áreynsla fyrir mig að skrifa undanfarið hér á blogginu. Ég er að reyna að rifja upp gamla hluti, atburði og tilfinningar. Það er reyndar hægara sagt en gert! Kannist þið við það? Þegar ég er búin að koma einhverju frá mér og les svo yfir það, tek ég stundum eftir því að tímaröðunin er ekki alveg rétt, einhverra hluta vegna. Minnið er kostulegt fyrirbæri, en ef ég gæti nú komið þessu beint á blað eins og ég man hlutina, þá væri þetta einfaldara. Það er bara svona þegar maður er orðin svona ryðguð í Íslenskunni, að ég þarf sífellt að vera fletta upp í orðabók og laga málfræðivillur sem best ég get, þá verður sagan eitthvað svo minna vægi finnst mér.

Ég vil þakka þeim sem hrósa mér fyrir skrifin mín, ég virkilega met það mikils. Ég hef fengið töluvert af „einkaskilaboðum“ þar sem fólk tíundar að ég ætti að gefa út bók.... ég verð nú að viðurkenna að mér finnst engin efni standa til þess, amk ekki miðað við heimsóknir inn á þessa síðu mína. Ég fékk þó reyndar inn um það bil 4000 heimsóknir einn daginn!? Mikið kom það mér á óvart, en ég tel nú samt að þar hafi verið á ferð einhver bilun í teljaranum hjá MBL.

Ég ákvað það að vel huguðu máli að tengja síðuna mína ekkert inn á „fréttir“ MBL, heldur vildi ég svo gjarna að fólk sem rækist hér inn, myndi þykja lífssaga mín áhugaverð og kæmi aftur og skoðaði meira. Ég átti aldrei von á því að „eignast“ blogg-vini, hvað þá fólk sem að legði sig fram um að senda mér falleg skilaboð. Ég þakka kærlega fyrir það og verð að segja, að ég met það mikils. Það hefur verið mér töluverð hvatning við að skrifa áfram hvernig sagan mín er og var.

Fyrirgefið hvernig ég veð úr einu í annað en ég bara þurfti að koma þessu frá mér.

Ég set inn aðra færslu í kvöld að mínum tíma, nótt að ykkar.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saga þín er athyglisverð.  Súrrealísk.... að hluta til get ég sett mig í þín spor.  Ég þekki þá tilfinningu að láta barn frá mér, en ég var það heppin að fá hana til mín aftur sem fullorðna konu 27 ára. Núna er ég tveggja barna amma.

Það hlýtur að vera ótrúleg tilfinning, hugsun, upplifun að ákveða eigin dauðdaga, plana hann og verða ekki hrædd - en sumir hræðast ekki svefninn langa.  Það er eitthvað við lífið sem heillar mig, kannski afþví það hefur verið svo ansi grimmt á köflum. 

Gangi þér vel

Ólöf de Bont (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:09

2 identicon

þessu bloggi var póstað inná barnaland þann daginn sem þú fékkst 4.000 heimsóknir.... og var ég eins af þeim sem kíkti´hérna og geri það daglega eftir það ;)

 Konurnar voru með áhyggjur af þér og vildi veita þér einhversskonar "hjálp"

Dóra (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir áhugavert blogg Jacky, það er eitthvað við það sem dregur mann sífellt til að kíkja eftir nýrri færslu. Ég leitaði að einhverri umsögn um síðuna þína á Barnalandi... en fann ekkert?

Ég tel að það sé ekkert sem þú skrifar sem ætti að vera eitthvað særandi og eins og þú bendir á, þá er þetta blogg um þitt líf ! Ef einhverjir þola það ekki eiga þeir sömu auðvitað að fara bara eitthvað annað. Það er mín skoðun allavega.

Mínar allra bestu kveðjur

Jac Norðquist

Danmörku 

Jac Norðquist, 5.12.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband