Sá gamli...
29.11.2008 | 22:10
Fyrir þá sem lesa bloggið mitt, vil ég, áður en lengra er haldið... segja ykkur það að atburðir sem ég hef bloggað um að undaförnu.... eru ekki að gerast núinu.... heldur gerðust fyrir rétt um tíu árum síðan! Ég sé á athugasemdakerfinu hjá mér að fólk virðist halda að þetta sé eitthvað sem er í gangi núna en svo er ekki !
Áfram með blessað vælið í mér.
Síminn hringdi nokkuð lengi, en svo var svarað á hinum endanum. Rám rödd eldri konu barst yfir línurnar og í eyrað mitt, alla þessa leið yfir hafið. Ég stóð eiginlega sem frosin í tíma og rúmi.
Gat þetta virkilega verið rödd móður minnar sem hafði yfirgefið mig sem ungabarn fyrir 30 árum síðan?
Var þetta konan sem skildi mig eftir hjá tilfinningalausasta fólki sem ég hef á ævinni kynnst?
Það helltust yfir mig sárar minningar og ég gat ekki svarað konunni á hinum endanum sem sagði í sífellu "Halló?, halló?".
Ég skellti á og fór að gráta. Hvað gat ég annað? Ég var gersamlega óundirbúin að ræða við þessa konu. Hvað átti ég svosem að segja? Hæ, ég er dóttir þín sem þú skildir eftir hjá herra og frú Tilfinningaheft!?
Nei ég varð að undirbúa mig betur, miklu betur. Ég er vön að hafa mikla stjórn á hlutunum og þarna fann ég að ég hafði enga stjórn á atburðum.
Ég settist inn í stofu og fékk mér glas af rauðvíni og hugsaði málið. Ég tók ákvörðun seint og síðar meir.
Strax morguninn eftir, hringdi ég í flugfélagið sem flýgur til gamla landsins og pantaði ferð. Ég hringdi svo í vinnuna og bað um frí næstu tvær vikurnar eða svo. Ég átti það alveg inni en varð glöð með sjálfri mér þegar yfirmaðurinn minn sagði án þess að hika eða forvitnast neitt nánar, ekkert mál Jacky Lynn, þú færð frí.
Ég gróf síðan upp addressuna þar sem að "móðir" mín hafði búið á hér í borginni og keyrði þangað út eftir.
Þetta var í betra hverfi borgarinnar og stærð hússins kom mér töluvert á óvart. Það var hreint út sagt litlu minna en höll. Ég leit aftur á miðann og sá að ég var á réttum stað. Ég ákvað að hringja á dyrasímann við hliðið og spyrjast aðeins fyrir. Mig langaði að forvitnast aðeins hvort gæti verið að þetta fólk sem þarna byggi, vissi eitthvað um "móðir" mína.
Það var svarað nánast um leið og ég ýtti á hnappinn. Ég kynnti mig og sagði stöðu mína hjá fyrirtækinu þar sem ég var að vinna hjá og lét sem ég væri í þeirra erindagjörðum. Hliðið opnaðist sjálfkrafa og ég gekk inn fyrir. Það var smá spotti heim að húsinu og ég gekk hann frekar stressuð í bragði. Það var hálf creepy að vera þarna að ljúga sig til um ástæður heimsóknar minnar. En ég verð að viðurkenna að adrenalínið virkaði á mig eins og eitthvert fíkniefni (ekki það að ég hafi prófað mikið af því) og ég hélt því ótrauð áfram.
Hurðin á stóra húsinu opnaðist og það kom eldri maður út á pallinn. Get ég aðstoða þig fröken? Spurði hann varfærnislega. Já, sagði ég, hversu lengi hefur þú búið hér? Spurði ég á móti.
Hann horfði á mig en virkaði ekkert hissa á spurningunni. Ég hef nú átt heima hér síðan 1956, en faðir minn byggði þetta hús og ég fékk það eftir hans dag, ég hef alls ekki hug á því að selja það ef það er það sem þú ert að spá vina, sagði hann rólega.
Ég ákvað að vera ekki að tefja málið neitt og spurði hann bara beint út, þekkirðu nokkuð konu sem ég frétti að hefði búið hérna á þessu heimlisfangi fyrir rétt um 30 árum síðan? Hún er frá landi í norðri og hún heitir "Xxxxxx xxx xxxxdóttir" ?
Hann svaraði mér með spurningu.
Ertu enn einn blaðamaðurinn að velta þér upp úr sorgaratburðum fortíðar!? Hann snérist á hæli, gekk inn og skellti á eftir sér stórri hurðinni.
Úff! Ég titraði að einskærri taugaspennu og starði á hvítmálaða hurðina, nei, hrökk upp úr mér að lokum, ég er sennilega dóttir hennar.
Ég hlýt að hafa sagt þetta töluvert hátt því að hurðin opnaðist aftur og gamli maðurinn stakk nefinu út, ertu hvað? Dóttir hennar? Hvernig má það vera?
Hann opnaði hurðina alveg upp á gátt og sagði mér að koma inn fyrir. Við getum sest inn í stofu og spjallað saman.
Ég fylgdi honum alls óhrædd inn í stóra fallega húsið og elti hann inn í stofuna. Þar settumst við niður eftir að hann hafði náð í tvær ískaldar vatnsflöskur í mini-bar.
Sko, ef þú ert dóttir Xxxx, þá er.................
Jacky Lynn
27 dagar til "Jóla"
Athugasemdir
úúú.. spennó :)
Jóka (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 09:02
Takk fyrir skemmtilega og spennandi færslu Jacky Lynn. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort ég hefði ekki örugglega séð það í fyrri færslum að þessir atburðir sem þú skrifa um hér, hafi ekki gerst fyrir nokkru síðan. Ég reikna með að fólk þurfi að lesa örlítið aftur í tíma hjá þér til að ná því :) Ég er búinn að lesa bloggið þitt reglulega frá upphafi. Mínar bestu kveðjur til þín.
Jac Norðquist
Danmörku
Jac Norðquist, 30.11.2008 kl. 20:27
Bestu kveðjur til þín kæra Jacky Lynn
Heiður Helgadóttir, 30.11.2008 kl. 21:23
Sagði hann, ef að þú ert dóttir hennar, þá er ég faðir þinn.
Heiður Helgadóttir, 1.12.2008 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.