Ég er þreytt.....
27.11.2008 | 10:26
Það er eitthvað svo erfitt að vera í þessu millibilsástandi sem ég er í núna. Lífið heldur áfram í hæggír og dagarnir silast framhjá einn af öðrum. Ég hef hreinlega enga lyst til þess að blogga um ekki neitt. Finn ekki neistann sem ég lagði með af stað í upphafi. Þetta blogg átti að vera kveðjan mín, kveðjan til landsins sem fæddi mig. Ég gerði alls ekki ráð fyrir að ég hefði of "mikinn" tíma þegar upp var staðið. Var frekar hrædd um að mér entust ekki dagarnir sem ég hafði sett mér fyrir. ´
Ég ætla að halda áfram með fyrri færslu:
Ég var ekki búin að vera heima nema 2 vikur þegar símtal kom frá gamla landinu.
Við erum búin að finna hver móðir þín er..... og hvar hún býr núna.
Ég hafði aldrei upplifað það áður að finna hjartað taka aukaslag... en það gerði það svo sannarlega við þetta símtal.
Áttu við að hún sé á lífi? Spurði ég konuna í símanum...
Já það er hún og það sem meira er, ég þekki hana vel því hún er nágranni minn!
Ég bað hana um að hinkra aðeins og náði í pappírsþurrku til að snýta mér, tárin runnu óheft niður kinnarnar á mér.
Konan var ekkert nema þolinmæðin við mig og skildi greinilega hvað ég var að ganga í gegnum.
Viltu að ég segi þér frá henni í stuttu máli eða ??
Já takk, sagði ég, ég vil svo gjarna vita eitthvað um hana.
Ég nota hér orð konunnar á skrifstofunni:
Ég þekki þessa konu alveg ágætlega, hún flutti í götuna til okkar þegar ég var bara lítil stúlka og vakti strax athygli okkar því hún átti svo margar kisur. Við kölluðum hana fljótlega Kisu konuna eða sumir strákarnir kölluðu hana Kattar kerlinguna. Hún vann lengi á einu Elliheimilinu hér í borginni en er löngu hætt að vinna vegna heilsubrests. Hún hefur aldrei verið gift eða í sambúð eftir að hún flutti í götuna okkar í það minnsta. Þetta er hins mesta reglu manneskja en það er greinilegt að henni líður ekki vel innra með sér. Hún á fáa eða enga vini og gerir ekki mikið annað en hugsa um kisurnar sínar. Hún fer ekkert, gerir ekkert og virðist vera mjög félagsfælin. Hún er heilsuveil en við vitum ekki hvað er að henni.
Ég var farin að titra þegar hér var komið að sögu og fann stóran kökk í hálsinum, hvað með börn, hefur hún einhverntíman minnst á börn? Að hún eigi sjálf eða hafi átt einhver börn?
Nei, var svarið, aldrei hefur hún minnst nokkuð á það, en málið er að hún talar svo lítið við fólk. Við vitum ekki einu sinni hvaðan hún kemur... ekki fyrr en ég fór í skrárnar okkar hér á skrifstofunni, komst ég að því hvaðan hún er. Hún kemur frá sama stað og þú fæddist á Jacky, en flutti þaðan strax eftir að þú fæddist og bjó erlendis í nokkur ár áður en hún flutti í götuna okkar.
Hvar bjó hún erlendis, spurði ég?
Svarið fékk mig til að kikna í hnjánum.....
Hún hafði búið í borginni minni !
Ótrúlegt en satt....
Það var einskær tilviljun að ég flutti hingað, bara hrein og klár tilviljun ekkert annað. Svo kemur í ljós að móðir mín, konan sem fæddi mig hafði einnig búið hér í borginni. Þetta finnst mér vera einkennileg tilviljun svo ekki sé meira sagt.
Ertu með addressu nokkuð, þar sem hún bjó hérna úti?
Já reyndar er ég með hana, en viltu ekki fá núverandi addressu líka? Það væri ekki mikið mál að hitta hana kannski? Konan var orðin frekar spennt á þessu öllu saman og vildi greinilega hjálpa til við "endurfundina".
Ég fékk báðar addressurnar og símanúmer hjá móður minni.... skrítið að skrifa þetta.. móðir... ég hafði aldrei átt móður.
Eftir að hafa spjallað aðeins meira við konuna á skrifstofunni, þakkaði ég henni fyrir og lofaði að hafa samband síðar. Eftir að ég hafði hugsað málið.
Ég hringdi svo í númerið sem hún hafði gefið mér upp og beið eftir svari........
Í dag eru 29 dagar til "Jóla"
Jacky Lynn
Athugasemdir
Æji hvað það er gott að loksins heyrist frá mín kæra, var búin að kíkja hér oft inn en aldrei sá ég neitt, ég seigji eins og ruslana vonandi breytir þetta áformum þínum.
Knús á þig inní ljúfan Laugardag
Helga skjol, 29.11.2008 kl. 08:18
Gleðilegt að þú ert búin að finan mömmu þína og vona svo sannarlega að þið náið saman. Eigðu ljúfan dag elskan mín. ;)
Aprílrós, 29.11.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.