Pólitík

Ég er alveg úrvinda.

Fyrrverandi vinnuveitandi minn hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan og bað mig um að aðstoða við forsetakjörið. Ég er búin að vinna baki brotnu vegna þess síðan á mánudag og hef nánast ekkert sofið. Nú er þessu lokið og okkar maður bara verðandi forseti. Ég er lítið í pólitík en ég kaus nú samt og kaus "rétt" ef svo má að orði komast.

Ég er búin að vera of upptekin til að hugsa mikið um væntanlegan stóratburð í lífi mínu, en mér var kippt inn í veruleikann með bréfi í morgun. Það var frá útfararstofnunni sem ég pantaði öskukerið sem á að setja öskuna mína í. Það kom víst í ljós að þeir fengu gallaða sendingu og þurfa annaðhvort að láta öskuna í aðra tegund af keri eða geyma hana í einhverju sem líkist kaffidós af myndinni að dæma sem fylgdi bréfinu. Ég hló eiginlega bara með sjálfri mér þegar ég var búin að lesa bréfið yfir tvisvar. Ég pantaði krukkufjárann fyrir öskuna mína... það er ekki eins og ég hafi stórkostlegar áhyggjur af því hvort hún sé úr brúnum leir eða svörtum.... kaffidós eða kökuboxi... það verður bara lögum samkvæmt, að vera ílát. Það væri samt nokkuð skondið að vera grafin í kökuboxi :)

Ég þakka kærlega fyrir kommentin og kveðjurnar bloggvinir góðir. Ég er að vinna að stærri færslu sem ég ætla að setja hér inn fljótlega. Mér hefur fundist eitthvað svo tilgangslaust að blogga um lífið mitt undanfarið, það er eitthvað svo tómlegt og óáhugavert.... það er auðvitað þessvegna sem ég ætla að enda þetta en samt.

 

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott ad heyra frá tér kæra Jacky.

Var farin ad sakna tín mjög mikid.

Kvedja frá mér inn í gódan lídan.

Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég fylgist með þér, er eiginlega alltaf að vona að Kanada maðurinn komist inn í líf þitt, og saman farið þið á hvítum hesti til Kanada, og lifið þar í sátt og samlyndi.kveðjur

Heiður Helgadóttir, 6.11.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 7.11.2008 kl. 02:09

4 Smámynd: Helga skjol

Gott að þú hafðir þí eitthvað fyrir stafni þessa vikuna, svo verð ég að taka undir allt það sem Heidi Helga skrifaði hér að ofan.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 8.11.2008 kl. 08:32

5 Smámynd: Jac Norðquist

Hafðu það sem best kæra Jacky.

Bestu kveðjur héðan úr Danmörkinni

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 10.11.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband