Það styttist....

Ég er í alveg hreint ljómandi skapi þessa stundina. Ég er sennilega í einhverri hormónahæð líkamlega. Veit eiginlega ekki afhverju en mér bara líður eitthvað svo vel inni í mér. Ég hef ekki bloggað hér undanfarna daga vegna þess að ég skrapp til Cleveland til þess að heimsækja vinkonu mína sem þar býr. Ég leigði bíl og keyrði til hennar og við erum búnar að haga okkur eins og táningsstúlkur. Við fórum út að borða og héldumst í hendur nær alla máltíðina eins og gamlar lesbíur, við fórum í bíó og hentum poppi eins og fífl í fólkið sem sat neðar en við í salnum. Við hættum því nú samt þegar ungu krakkarnir tóku eftir því að það vorum við sem létum svona og báðu okkur um að hætta svo þeim yrði ekki kennt um þetta Blush

thelmaLoisVið vorum meira að segja að spá í að stela bíl, opnum blæjubíl og keyra til New York, ræna Brad Pitt og misnota hann á allan mögulegan hátt og lemja Angelinu Jolie fyrir að vera svona yfirgengilega falleg að manni svíður í augun að horfa á hana á hvíta tjaldinu! Eftir allt þetta var svo stefnan að taka Thelma & Louise á þetta og keyra fram af einhverjum klettum og enda þetta allt þannig. Ég var til en þar sem að vinkona mín er hamingjusamlega gift og á tvö falleg börn, ætlaði hún bara að henda sér út rétt áður en ég keyrði fram af brúninni.... eða eins og hún orðaði það... ég tékka mig bara inn á hótel og verð í gsm sambandi við þig meðan þú keyrir.... mundu bara að spenna beltið !

Við grétum bókstaflega úr hlátri ! Alveg satt.

Þessi elska er sú besta vinkona sem hægt er að hugsa sér. Hún stakk upp á því að við myndum gera auglýsingu þar sem að vegna fráfalls góðra vinkonu, óskaði hún eftir nýrri vinkonu og taldi svo upp kostina sem nýja vinkonan þurfti að vera búin. Þeir voru afar ólíkir mínum dyggðum og kostum og skýringin á því var að ég var víst svo einstök að hún vildi ekki skemma minninguna mín með því að fá annað eintak af mér Crying

Við grétum.... en ekki af hlátri í þetta skipti.

Ég yfirgaf þessa dásamlegu konu og fjölskyldu hennar með tár á hvörmum. Ég er ríkari manneskja fyrir að hafa fengið tækifæri á að vera vinkona hennar öll þessi ár.

JJ, takk fyrir kommentið og falleg orð. Ég vona að þú fáir bót þinna meina kæra vina. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki þurft að ganga gegnum svona helvíti sem þunglyndi hlýtur að vera. Ég þekki því miður of marga sem hafa orðið því að bráð. Ég get ekki gefið þér nein ráð, því miður. Ég er ekki fullkomnari en það.

Ég tel núna niður til Jóla !

Jacky Lynn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vá mikid hefdi verid skemmtilegt ad vera í ykkar hópi í Cleveland  en tad hefdi eidilagt fyrir ykkur sem nádud svona frábærlega saman......

Tad er bara svo mikil gledi í pistlinum tínum og ánæjulegt ad lesa.

Hér er ekki nema eymd og aftur eymd í hópi okkar öryrkja í danmörku.Madur var ríkur í gær en fátækur í dag.

En nóg um tad .Hef ákvedid ad taka tetta út á jákvædninni og ekkert annad.

Fadmlag til tín kæra Javk Lynn

Gudrún Hauksdótttir, 30.10.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Jacky Lynn,Sorry

Gudrún Hauksdótttir, 30.10.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Líney

Knús  til þín

Líney, 30.10.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

frábært....hentuð poppi í fólkið heheh snilld. Veit hvað ég geri í bío næst ;) En þetta hefur verið magnað.....Ég hlakka líka til jólanna og tel niður heeh ;) 

Halla Vilbergsdóttir, 30.10.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að þíð skemmtuð ykkur vel, mín kæra

Kristín Gunnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig mín kæra og frábært að þið vinkonur áttuð góðan tíma saman

Helga skjol, 1.11.2008 kl. 09:46

7 identicon

Til jóla ??

Sía (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 01:00

8 Smámynd: Jac Norðquist

Áttu við, kæra Jacky, að Jólin verði tíminn sem þú hefur valið til að yfirgefa okkur? Úff, það er allt í einu svo stutt til jólanna.....

Mínar bestu kveðjur til þín

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 3.11.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég hef sömu spurningu á vörunum, og ef svo er af hverju jólin. Bestu kveðjur

Heiður Helgadóttir, 3.11.2008 kl. 13:58

10 identicon

Jólin eru táknrænn tími fyrir góða og fallega hluti.  Njóttu þess sem þú hefur planað, með ástvinum hérna megin eða annars staðar.  Vonandi hérna megin.

Sía (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:41

11 Smámynd: Tiger

Svona er lífið undarlegt - upp og niður og út og suður stundum. Gott að þú átt svona yndislega vinkonu sem léttir þér lundina þegar þið eruð saman! Handviss um að þið hafið skemmt ykkur óhemju vel eins og þú segir frá - og ég bara öfunda þig sko!

Sendi þér gleði- og ljósar hugsanir með von um bjarta og ljúfa framtíð skottið mitt. Njóttu hverrar gleðistundar sem lífið færir þér til fullnustu!

Knús og kram - og þakka þér innlit hjá mér.

Tiger, 5.11.2008 kl. 18:19

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mig langadi bara ad senda tér hlýjar kvedjur hédan frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband