Ég er....ekki alveg dauð
24.10.2008 | 21:59
Ekki dauð!
Fékk e-mail, frá bloggvini, þar sem að ég er spurð beint út hvort ég væri búin að enda þetta? Mér er spurn, hvað ef svarið mitt hefði verið "Já" ? Hefði viðkomandi orðið myrkfælin?
Ég er búin að eiga nokkra ágæta daga og mér líður bara nokkuð vel miðað við aðstæður. Ég hinsvegar er með það takmarkað hugarflug að ég á erfitt með að segja frá mínu lífi frá degi til dags.
Það er eiginlega ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað hér á hverjum degi eins og ég ætlaði mér að gera í upphafi. Ég efa ekki að þið skiljið mig.
Núna er ég samt svolítið þreytt, finnst ég vera að hanga og bíða.... bíða eftir því að fá loksins að deyja og ég er að verða óþolinmóð. Þetta er svipað og krakki að bíða eftir jólunum og pakkaflóðinu, þið skiljið.
Að öðru leiti hef ég það ágætt.
Ég fór reyndar til sálfræðings í gær. Valdi mér bara einn úr símaskránni og hringdi, það var auðvitað fullt hjá honum svo ég bara hélt áfram að hringja þar til ég fann konu sem gat tekið á móti mér án undirbúnings.
Ég mætti svo hjá henni í gær og mér var boðið inn á afar fallega biðstofu. Hún hefur stofuna heima hjá sér en er með ritara og allt. Svakalega flott. Eftir að hafa beðið í 15 mínútur, var komið að mér og ég settist inn til hennar. Þetta er huggulega kona rétt um fimmtugt, með slétta fallega húð og dimmblá augu bak við titanium gleraugun. Hún var ekki með giftingahring en var með hringasett á báðum löngutöngunum. Hún var í gríðarlega smartri Channel dragt með kóngabláan kraga og hvítum loðkanti. Greinilegt að hún hefur einhvern stílista, ég gæti ekki sett saman svona smart föt þótt ég fengi borgað fyrir það.
Hvað get ég aðstoða þig með vina, sagði hún eftir að hafa mælt mig út hátt og lágt?
Ég ákvað að láta vaða og sagði beint út við hana "Ég ætla fremja sjálfsmorð eftir XX daga og langar að vita skoðun fagmanna þá þeirri ákvörðun minni!
Ég get lofað ykkur því að þessi sjarmerandi kona, þessi ríka lífskúnstners kona, blikkaði ekki einu sinni auga hvað þá meira þegar ég sletti þessi svona fram. Greinilegt að hún fær mörg sækó case inn til sín !
Já, þú segir nokkuð vina, er það semsagt vel ígrundað hjá þér eða er þetta skyndiákvörðun út af einhverju eða einhverjum sem hefur komið þér í þessa .... aðstöðu?
Ég horfði á hana og beit svo í vörina áður en ég bara hreinlega brotnaði niður... (guð hvað ég er orðin eitthvað meir, hörkukvendið sjálft).
Ég fékk að skýra mál mitt þarna í nokkrar mínútur og svo rétti hún úr sér í stólnum og byrjaði að spjalla við mig.....
Eftir þetta spjall, ráðleggingar og loforð um að ég myndi mæta aftur eftir helgi (hún veit hvað það eru margir dagar eftir hjá mér, svo hún gat róleg ávísað tíma eftir helgina ;)) gekk ég út frá henni.
Þetta var heilmikill léttir fyrir mig en samt ekki ! Ég, eins og ég er búin að segja hér áður á blogginu, er búin að vera hjá föstum sálfræðingi í yfir eitt ár. Það breytti ekkert skoðun minni á því að ætla að enda líf mitt. Það gerði þetta viðtal ekki heldur, en ég bara þurfti svo innilega að tala við einhvern. Einhvern sem ég vissi að hefði örugglega heyrt svona vitleysu áður og myndi ekki dæma mig. Já ég segi vitleysu, því að auðvitað er þetta ekki alveg normalt eða hvað?
Ég ætla ekkert að fara til hennar aftur, ég er viss um að þá bíður vagninn og spennitreyjan eftir mér :)
Jacky Lynn
Athugasemdir
Æi lífið er ekkert auðvelt.....en mikið vildi ég þú kæmir til mín í örfáa daga...;) gætir verið ´raðskonan hjá okkur drengjunum ... Það mundi gleðja þig alveg heilan helling ..því það er alveg magnað andrúmsloftið á okkar heimili hehehhe ;) En allavega á hfði ég viljað hafa hitt þig yfir bjórglasi og Jac með hehehehe
Halla Vilbergsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.