Þakkir

Eftir að hafa opnað mig svona hér á síðunni í gær, fór ég og náði í flösku af einhverju ógurlega sterku víni sem var í vínskápnum, setti tvo klaka í glas og hellti svo glasið fullt af þessum þvílíka drykk. Ég ætlaði ekki að geta kyngt fyrsta sopanum en svo með þrautseigju hafðist þetta nú á endanum. Ég náði að verða töluvert drukkin þetta kvöld, alein uppi á herbergi. Ekki mjög gaman en mér leið betur einhvernvegin.

Svo las ég kommentin frá ykkur í dag, og ég brotnaði niður og hágrét. Mikið vildi ég hafa náð að kynnast ykkur hverju og einu. Ég verð alveg miður mín þegar ég hugsa til þess við hvaða aðstæður við erum að kynnast og hvernig vinskapurinn á eftir að enda. Kannski ekki enda, heldur færast yfir á næsta stig, eigum við ekki að orða það þannig?

JD ! Saga unnusta þíns er ekki björt. Það virkar alveg ótrúlega vel að taka utan um svona mann og faðma hann að sér, fast, og hvísla í eyra hans að þú elskir hann. Án ástæðu.

Takk fyrir að deila þessu með mér JD. Þú virkar frábær manneskja, og þið hin líka auðvitað. Ég hef bara alltaf átt svo erfitt með að taka því þegar fólk talar innilega til mín. Ég er ekki vön því þið skiljið. Maður býr svo lengi að fyrstu gerð ekki satt?

Takk enn og aftur fyrir. Þið eruð dásamleg.

Ég ætla að enda þessa færslu á texta eftir hljómsveit sem heitir R.E.M.

'Cause everybody hurts. Take comfort in your friends
Everybody hurts. Don't throw your hand. Oh, no. Don't throw your hand
If you feel like you're alone, no, no, no, you are not alone
Jacky Lynn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Í dag hefur verið vondur dagur. Það rann upp fyrir mér í jarðarför kærs vinar að mesti kvalari minn hefði átt 100 ára afmæli í dag. Hann lést 82 og það var mörgum árum of seint.

Hann var afi minn.

Allra mesti viðbjóður sem til var.

Knús á þig

Ragnheiður , 20.10.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Við hefðum líka viljað kynnast þér mín kæra Jacky Lynn

Heiður Helgadóttir, 21.10.2008 kl. 04:42

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Veistu Jacky..Ég tek oft utanum hann og segist elska hann.

Takk Jacky fyrir falleg ord í minn gard.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 21.10.2008 kl. 06:42

4 Smámynd: Sigríður Inga Ingimarsdóttir

Kæra Jakylynn....Óska þér alls hins besta...  þú er afar gott efni  í rithöfund.... það verð ég að segja .... fer inn á síðuna þína hvern dag... NJÓTTU LÍFSINS . KNÚS TIL ÞÍN.

Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hvernig hefur tú tad í dag...Hér er sól og yndislegt vedur ætla ad ganga í bæinn og útrétta lítid eitt  og skella mér svo í sallat og glas hvívín med á ítalann med vinkonum.

hvad ætlar tú ad gera skemmtilegt.

Fadmlag

Gudrún Hauksdótttir, 23.10.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband