Blæðandi hjarta

Ég verð að segja að mér líður illa í dag. Ég er kramin inni í mér, hjarta mínu blæðir og það er kökkur í hálsinum. Öll róin og friðurinn sem ég hef fundið fyrir undanfarið virðist vera fyrir bý. Mig langar til að gráta en það koma engin tár, mig langar til að öskra en það kemur ekkert öskur. Ég er eirðarlaus og óörugg, ég er vakandi en samt full svefndrunga. Sólin skín en hún er bara ekki björt í dag.

Ég vaknaði sveitt í morgun, sveitt af ömurlegri martröð. Það var verið að elta mig um alla borg og sú sem það gerði, var að reyna að kála mér. Kaldhæðnislegt er það ekki? Ég á flótta undan dráparanum en samt búin að ákveða endirinn sjálf. Ætlar þessari vitleysu ekkert að ljúka?

Ég var lítil stúlka í litlu þorpi fyrir svo langa löngu síðan að ég er næstum búin að gleyma hvernig á að bera nafnið fram á Íslensku. Það var ekki mikið um að vera í þessi þorpi fyrir 8 ára stúlku sem var með eirðarleysi í blóðinu. Full af orku og glatt barn. Fólkið sem ól mig upp var þó fljótt að slá á allar væntingar þegar ég kom heim eftir skóla og sagðist ætla að verða eitthvað annað en fiskvinnslukona í frystihúsi staðarins. Mig langaði að verða flugfreyja eins og mamma Signýjar sem bjó á móti okkur. Hún var skilin við pabba hennar Signýjar og bjó í stóru borginni. Hún vann sem flugfreyja hjá millilandaflugfélaginu. Stundum kom hún í litla þorpið og var þá alveg glæsilegasta konan á svæðinu. Hún kom alltaf með svakalega flottar dúkkur og gaf Signýju og stundum kom hún með eitthvað handa mér. Hún virtist eiga óþrjótandi birgðir af m&m og lágum við Signý alltaf í sykursjokki löngu eftir að hún var farin aftur til borgarinnar.

Ég kom móð og másandi heim til kjörforeldra minna og sagðist ætla að verða flugfreyja þegar ég yrði stór.

Það eru bara aumingja hórur sem geta ekki fengið vinnu við neitt annað vegna heimsku vinan, sem verða flugfreyjur, var svarið sem ég fékk frá konunni sem ég kallaði aldrei fyrir mömmu heldur með nafni. Ég vissi ekkert hvað hóra var en þessi ofsafengnu viðbrögð voru til þess að þetta gersamlega festist í kollinum á mér. Flugfreyja ætlaði ég að verða hvað sem tautaði eða raulaði, nú var bara að finna út hvar ég gæti lært að verða „aumiggjahóru flugfreyja“.

Ég sagði engum aftur frá áætlunum mínum fyrir framtíðina. Ég hélt þeim plönum alveg fyrir mig.

Ég var ekki búin að vera nema einn vetur í heimavistarskólanum þegar það kom prestur inn í kennslustundina til okkar og hvíslaði einhverju að kennaranum mínum. Sá kinkaði kolli og horfði beint á mig. Hjartað í mér stoppaði alveg. Úff hvað gat verið að?

Ég var beðin að koma með prestinum upp á skrifstofu skólastjórans. Þar settumst við niður og hann sagði með mildu fallegu röddinni sinni að „foreldrar mínir“ væru látin.

Það var smá þögn því ég beið eftir að hann héldi áfram, sem hann gerði. Þau fundust í morgun heima hjá ykkur. „Pabbi“ þinn hafði svift mömmu þína lífi og tekið sitt eigið líf í kjölfarið. Ég bara sat þarna og horfði á þá til skiptis, skólastjórann og prestinn með góðu röddina. Hurðinni var hrundið upp og inn kom svo skólasálfræðingurinn, rauður í framan eftir hlaup eftir göngunum ímyndaði ég mér. Hann sá strax að það var búið að segja mér fréttirnar eftir svipnum á okkur að dæma. Var ekki hægt að bíða aðeins eftir mér, hvæsti hann á hina tvo. Svo tók hann utan um axlirnar á mér og sagði við mig að ég gæti komið og talað við hann á eftir ef ég hefði þörf á því að fá útrás. Ég skyldi aðeins melta þetta með mér og koma svo. Ég kinkaði kolli en sagði ekkert.

Þegar ég lá svo inni á herberginu mínu þetta sama kvöld, var ég allra mest hissa á því að ég bara hafði engar tilfinningar gagnvart þessu sviplega fráfalli kjörforeldra minna. Það var ekki vottur af sorg sem fór um æðar mér og það eiginlega truflaði mig svolítið. Ég vissi alveg að mér þótti nákvæmlega ekkert vænt um þau, en ég átti að finna eitthvað? Eitthvað annað en forvitni yfir því hvernig kallinn stútaði þeim báðum. Ég átti eftir að komast að því þegar ég kom svo heim daginn eftir. Það var búið að þrífa svolítið herbergið þeirra en það var augljóslega hægt að sjá blóðsletturnar hans megin í rúminu, langt upp á vegginn. Koddinn sem hann hafði notað til að dempa hljóðið þegar hann skaut hana, lá ennþá sundurtættur og blóðugur bakvið hurðina þar sem að lögreglan eða einhver hafði hent honum þegar líkin voru fjarlægð. Ég lokaði hurðinni og fór út úr þessu hryllingshúsi og kom aldrei inn í það aftur.

Jarðarförin var látlaus en fjölmenn. Það voru flest allir úr þorpinu mættir. Meira að segja mamma hennar Signýjar kom að votta samúð sína. Ég var mest hissa á sjálfri mér og þessum ofsalega tilfinningakulda í mér. Ætli þetta væri ekki kallað áfall í dag. Ég fékk í það minnsta enga áfallahjálp en átti samt ágætt samtal við sálfræðing heimsvistarskólans. Signý vinkona mín náði í dótið mitt í húsið sem var heimili mitt í nokkur ár og gisti ég hjá henni þar til ég fór á heimavistina. Ég hef aldrei komið í þetta þorp síðan og ætla mér augljóslega ekki að koma við þar aftur.

Ég var í heimavistarskólanum þennan vetur en flutti svo til borgarinnar. Ég bjó í litlu herbergi hjá yndislegri konu sem leigði út eitt af herbergjunum sínum svo henni leiddist síður. Ég fór í fjölbrautarskóla og útskrifaðist sem stúdent. Ég lærði ekki að verða „aumiggjahóra“ en ég fékk vinnu sem flugfreyja á sumrin meðan ég kláraði háskólanámið mitt.

 Líf mitt virtist vera á réttri leið....

Jacky Lynn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Því miður var ekki óvenjulegt að fólk sem að ekki átti að taka að sér börn gerði það. Í dag held ég að þetta sé orðið skárra(eða ég vona það), en að þurfa að alast upp hjá tilfinninga köldu fólki getur gefið æfilöng mein, gefið sár sem að ekki gróa. Og að þú sýndir litlar sem engar tilfinningar þegar að fósturforeldrarnir dóu er vitanlega af þeirri ástæðu að þú hafðir ekki fengið hlýju og ást frá þeim, og það er erfitt að láta sér þykja vænt um og syrgja manneskjur sem að hafa jafnvel aldrei haft áhuga fyrir manni, litið á mann sem jafnvel óæskilegan hlut á heimilinu.

Slæmt er að þér líður svona illa núna vina mín, er engin von til þess að þú getir leitað þér hjálpar.

Ég hugsa svo sannarlega til þín, og hefði viljað getað hitt þig, og spjallað um lífið og tilveruna. Óska þér alls hins besta.

Heiður Helgadóttir, 19.10.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Krús (sem er sko risaknús) á þig sæta! Held áfram að hugsa fallega til þín!!!!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 20.10.2008 kl. 00:06

3 Smámynd: Jac Norðquist

Úff, maður kemst alveg við kæra Jacky. Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Bestu kveðjur héðan frá Danmörku.

Jac

Jac Norðquist, 20.10.2008 kl. 09:10

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn kæra Jacky.

Mig tekur sárt allt tad sem tú hefur gengid í gegnum í æsku tinni.Tad er tingra en tárum taki ad upplifa svona nokkud.

Kærastinn minn sem er týskur gekk nánast í gegnum tad sama nema ekki tessi mord heldur dóu foreldrar hanns úr ræfilskap eins og hann ordar tad.Hann ólst upp á barnaheimilum og segir í dag ad hann hafi verid einhversskonar áhorfandi af lífinu  á tessum árum en ekki táttakandi í öll tessi ár.Er foreldrar hans dóu feldi hann ekki eitt tár nema fyrir tær sakir ad hann var sorgmæddur yfir ad fella ekki tár yfir dauda teirra.Módir hans kom einu sinni ad heimsækja hann á heimilid tegar hann var 12 ára brosti ekki einu sinni til hans eda gaf honum fadmlag..nei ekki neitt sat bara og reykti sína sígarettu og fór án tess ad kvedja . Svo ekki söguna meir.Tó eru bara 3 ár sídan hún dó.Hann var ekki einu sinni látin vita fyrr en 4 vikum sídar tegar hann fekk reikning fyrir jardaförinni hennar.

Tessi madur er sá yndislegasti madur sem ég hef hitt og veitir mér mikkla og  dásamlega hlýju,er gódur hlustandi og nýtur tess ad vera med börnunum mínum og barnabörnum.tessi madur er vinamargur og hefur ávallt notid lífssins á sinn rólega og yfirvegada hátt og deilt med ödrum.

Mig langadi bara ad segja tér tessa sögu kæra Jacky mín ekki til ad koma med mótspil heldur bara mitt framlag til tín.

Ég vona kæra Jacky ad tú finnir   gledi í tilveru tinni  til ad takast á vid lífid og njóta tess.

Hérna inni áttu ordid fullt af vinum sem vilja  taka tátt í tínu lífi  og gera tilveru tína bjartari.Tad er umhugsunarvert fyrir tig, hvad segir tú um tad ?

Fadmlag til tín .

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 09:26

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið er ég smmála Jyderrupdrottninginn, hun er yndisleg manneskja, hlustaðu á hana

Kristín Gunnarsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:22

6 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

'uff mín kæra ég er orðlaus ;(...þetta hefur ekki verið auðvelt og gæti ég aldrei sett mig í þín spor...eigðu góðan dag ég hugsa til þín...

Halla Vilbergsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: Helga skjol

Manni verður bara orðvant, en takk fyrir að deila þessu með okkur mín kæra

Helga skjol, 20.10.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Líney

Vá,ég er  bara orðlaus ((((((((((((((((((risaknús)))))))))))))))))) til þín bara

Líney, 22.10.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband