Staður til að deyja á?
18.10.2008 | 08:53
Það er búið að vera frekar rólegt hjá mér í dag. Ég gerði lítið annað en að ráfa um í bænum, fá mér að borða og skoða búðarglugga. Ég fór ein út að borða í gær, ætlaði varla að þora eftir síðasta skipti sem ég gerði það. Ég var bara ekki í neinu stuði fyrir að borða uppi á gistihúsinu eða fara á Burger King svo ég fór á æðislegan stað í bænum sem heitir Cite. Það er frábært útsýnið þar og alveg dásamlegur matur. Það var mikið af fólki á staðnum en ég náði alveg að hundsa það og sat bara ein í mínum hugsunum. Ég varð ekkert vör við augngotur í þetta sinn. Þegar ég var búin að borða, fá mér eftirrétt og kaffi, lá leiðin upp á gistihús þar sem að yndislega fólkið sem á staðinn, tók á móti mér. Þau eru mjög vinsamleg og það er eins og þau finni það á sér að vera ekkert að spyrja mig of mikið út í veru mína hjá þeim. Sjáið þið ekki fyrir ykkur eftirfarandi samtal:
Ég: Já sko, ég er hér bara til að kála mér. Einn góðan dag eftir ekki svo langan tíma, finnið þið líkið af mér í herberginu ykkar, er ykkur ekki sama?
Þau: Jú elskan mín góða, vertu bara búin fyrir hádegi svo við getum gert herbergið klárt fyrir næsta gest!
Nei það get ég lofað að svo verður ekki. Ég myndi aldrei gera neinum það að stúta mér hjá þeim. Ég er auðvitað með ákveðin stað í huga, stað sem að fólk deyr hvort sem er oft á og engin kemur til með að spá í enn eitt dauðsfallið.
Annars var ég að spá í, ef að þú fengir að ráða hvar þú myndir vilja deyja, hvar myndi það vera? Myndirðu velja faðm fjölskyldunnar, heima í rúminu þínu, eða myndirðu velja einhvern framandi og fallegan stað?
Ég sjálf, er búin að velja frekar óvistlegan stað, en hann er hugsaður til þess að enginn fái sjokk af því að finna líkið af mér. Mér finnst það eiginlega vera það versta. Að sá/sú sem að kemur að mér, verði fyrir einhverju áfalli. Ég var að spá í að fara eitthvert út í náttúruna og gera þetta þar, en svo snérist mér hugur. Það yrðu of miklir óvissuþættir ef ég gerði það. Ég vil hafa meiri stjórn á hlutunum en það að treysta á guð og lukkuna að kroppurinn fyndist. Svo kæri ég mig eiginlega ekkert um að verða étin af einhverjum pöddum eða villidýrum. Nei takk, ekkert hlaðborð a la Jacky Lynn !
Annars sá ég á mobile símanum mínum að Peter hafði hringt áðan. Ég var í sturtu svo ég heyrði ekki í símanum en þó ég hefði heyrt í honum, þá er ég ekki viss um að ég hafði svarað. Hvað á maður svosem að segja. Ég sakna þín, vertu hjá mér forever? Nei, það er best að ljúka málinu strax. Annars er hætta á einhverju tilfinningaróti sem ég kæri mig ekki um. Nú er ég viss um að hann, þetta dásamlega krútt, er eitthvað að rembast við að verða ástfanginn af mér! Það er eitthvað svo týpískt karlmannlegt. Halda alveg kúlinu, kyssa mann bless og allt. Senda draumfagurt augnaráð þegar hann snýr sér við og sér að ég stend uppi í glugganum á herberginu á gistihúsinu. Loka svo hurðinni á Taxanum og láta keyra sig út á völl. Síðan kemur hann heim til sín, gerir það sem þarf að gera og slakar svo á um kvöldið og fer að hugsa um ókunnu konuna sem hann hafði neglt fyrir svo stuttu síðan. Hann fær væntanlega fiðring á ónefndan stað og greyið skinnið ruglar þessum fiðring við ást og fer í símann, vongóður um að ég sé að hugsa á svipuðum nótum. En nei, kerlingin svarar ekki því hún er bara að plana sín síðustu skref á þessu tilvistar stigi.
Nei vitið, ég ætla ekkert að svara neinum Canadískum númerum. Til hvers að vera flækja þetta eitthvað meira? Adios Peter.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Ég verð svo sorgbitin þegar að ég les þetta, ef að Herra Peter hringir aftur, þá vona ég að þú liftir upp tólinu, hver veit nema að þetta sé fyrirfram ákveðið, lífið okkar stjórnast oft af tilviljunum, gætir þú ekki hugsað þér að jafnvel gefa þessu sjens, ef að þú átt kost á því.
Ég hef aldrei hugsað út í mínar síðustu stundir, kannski vegna þess að mér finnst ekki vera komið að því, en trúlega vildi ég vera í faðmi fjölskyldunnar. Og ennþá er ég ekki búin að gefa upp vonina um að þér snúist hugur. Eigðu góðan dag vina mín.
Heiður Helgadóttir, 18.10.2008 kl. 09:26
Takk fyrir kommentin HH og HV.
Jacky Lynn, 19.10.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.