Engin Frú Peter

Peter hinn ágæti fór snemma í morgun út á flugvöll. Hann er farinn til Canada og ég á ekki eftir að sjá hann aftur.

Ég kvaddi hann með bros á vör og ekki vott af eftirsjá. Ef aðstæður okkar beggja hefðu verið öðruvísi, er aldrei að vita hvað hefði orðið. Ég hefði alveg getað séð mig í anda sem Frú Peter og búið á Visteria lane númer 103 fram á elliárin.

En vitið þið, mér voru gefin ákveðin spil á höndina og ég spilaði víst aðeins öðruvísi úr þeim en lög gera ráð fyrir. Engin frú Peter hér á ferð. Aðeins Jacky Lynn, á leið yfir móðuna miklu.

Mér líður eins og einu púslinu enn sé komið fyrir í stóru þrautinni. Ég þurfti á þessu litla ævintýri okkar Peter´s að halda. Auðvitað líður mér pínulítið druslulega yfir að hafa stokkið svona í rúmið með honum, en ég á ekkert eftir að láta það naga mig lengi ;)

Far vel Peter, ánægjan var öll mín.

Þá að næsta kafla í lífi mínu.

Ekki halda eitt augnablik að ég sé hætt við áætlanir mínar. Alls ekki. Það eina sem Peter færði mér var ákveðin ró í kroppinn ef ég má segja svo. Ég er ekki ástfangin og hef auðvitað engin plön um að verða það þennan stutta tíma sem ég á eftir af mínu lífi. Ég er glöð og ánægð kona. Sátt við ákvarðanir mínar. Ég þakka fyrir faðmlögin sem þið hafið sent mér.

Núna ætla ég aðeins að slaka á og huga að því hvað ég á að gera „for the rest of my life“. Joyful

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Verd med tér í huganum  kæra Jacky Lynn.

kvedja úr fallegu haustinu í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 06:39

2 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 17.10.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband