Frumleg afsökun eða....
15.10.2008 | 23:36
Ég er búin að vera svolítið utan við mig í gær og í dag. Sennilega vegna þess að Peter hegðaði sér svo óaðfinnanlega á stefnumótinu okkar en fór svo svakalega óvænt í einhvern baklás og yfirgaf mig við bílaplanið án svo mikið sem að kyssa mig bless á kinnina.
Skýringar fékk ég reyndar í gær en þar sem ég er gríðarleg efahyggjumanneskja þá veit ég ekki hvort ég á að taka hann trúanlegan eða hvort ég eigi að gleypa við þessari afsökun á framferði hans. Ég tala um framferði vegna þess að mér ofbauð svolítið hversu fljótt hann fór þetta kvöld. Kannski er ég eitthvað of þurfandi persóna en ég var ekki alveg að þola þetta.
Hann hringdi í mig og við áttum langt samtal. Það byrjaði svona almennt um veðrið, haustið og fallegu litina á trjánum. Svo færðist talið að veitingahúsinu og þá spurði hann varfærnislega hvort mér hafi fundist hann vera eitthvað fjarræn eða kaldur? Nei, ég hafði reyndar ekkert tekið eftir því en hinsvegar fannst mér þú fara svolítið hastarlega, sagði ég við hann eins og satt var. Hann bað mig afsökunar og sagði svo að hann hefði fengið svo slæmar fréttir að heiman að hann hefði ekkert vitað hvernig hann átti að vera þetta kvöld. Hann var á vegum fyrirtækis síns í borginni minni, fyrirtækis sem hann rekur ásamt öðrum manni. Svo einkennilega vildi til að sá maður átti að hafa snappað og var sendur inn á geðdeild með hraði áður en hann skaðaði sig eða sína nánustu. Fyrirtækið hjá Peter gæti þessvegna verið í miklum vanda þar sem að þessi samherji hans var og er lykilmaður fyrirtækisins.
Jahérna? Hvað á ég að gera? Mér finnst þetta hljóma eins og ótrúlega frumleg afsökun. Ég veit svosem ekki hvað ég að gera næst. Peter vildi endilega fara aftur út að borða með mér og sagðist vera búinn að framlengja dvölinni sinni hér í borginni vegna veikinda félaga síns. Ég hafði ekki fyrir því að spyrja hann hvort það væri virkilega ekki þörf á honum heima fyrir vegna félagans? Ég ákvað að láta mér standa á sama og vera ekkert að sálgreina aðstæður.
Ég er bara allt í einu svo ráðvillt ? Ég hef nákvæmlega enga þörf á því að binda mig eitthvað þessum manni, en mér finnst hann vera mikið notalegur maður og gott að spjalla við hann. Hann er líka alveg drop dead gorgeous á sinn karlmannlega hrjúfa hátt.
Ég sagði þess vegna bara já við matarboðinu.
Og það var í kvöld.
Og hann sefur núna í rúminu mínu á gistihúsinu fallega
Og ég er dásamlega þreytt en afar xxxxnægð ;)
Takk fyrir faðmlög og kveðjur kæru bloggvinir. Ég veit að þið skiljið mig að vissu leiti og ég þakka fyrir þann skilning.
Ég ætla að skríða uppí og prófa að kúra aðeins. Ég hef gríðarlega þörf fyrir það núna. Bara að halda utan um einhvern og kúra.
Þetta verður sennilega í síðasta sinn sem ég finn svona nálægð við einhvern, líkamlega nálægð.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Eigðu góðar stundir kæra bloggvinkona.
Bestu kveðjur frá Danmörku
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 16.10.2008 kl. 09:59
Tad er einvher gledi sem tú gefur í tessum pistli og ég les í gegn....
Njóttu nærveru mannsins og láttu taka utanum tig mín kæra.Sendi hlýjar vedjur til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 16.10.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.