Flutningar og Date

Ég er flutt á fallega gistihúsið með stóra garðinum rétt við vatnið. Útsýnið úr herberginu/Íbúðinni minn er stórfenglegt. Ég kom mér fyrir og fór svo í langa góða sturtu. Núna sit ég róleg niðri í koníaksstofunni og les blöðin, drekk kaffi úr æðislegri kaffivél og skrifa á fartölvuna. Maðurinn huggulegi hringdi í mig áðan og spurði hvort hann mætti sækja mig í kvöld? Auðvitað máttu það sagði ég, bara ekki koma á hvítum hesti, það er svolítið erfitt að parkera þeim við veitingastaði hér í borginni. Hann skellihló og lofaði mér að koma á vínrauðum Buick frá National bílaleigunni. Hann sagði mér á hvaða veitingastað hann ætlaði að fara með mig á og hann er sko ekkert slor ef svo má að orði komast. Ég hef farið þar áður með viðskiptafélögum og féll alveg í stafi yfir staðnum.

Ég ætla að njóta augnabliksins. Þessi myndarlegi maður á líf og vinnu uppi í Canada og ég held að það verði ekkert mál að við eigum saman huggulega stund hér um helgina. Mér skyldist á honum að hann færi fljótlega í næstu viku upp aftur svo ég er viss um að hann er ekkert að leita sér að lífsförunaut frekar en ég. En ég verð að segja ykkur að ég er afar spennt fyrir kvöldinu. Mig hlakkar hreint og beint til. Ég ætla ekki einusinni að segja ykkur hvað ég er búin að vera dónaleg í hugsunum mínum gagnvart þessum myndarlega manni. Úff.

Jacky Lynn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Eigðu gott kvöld í vændum kæra Jacky Lynn. Bestu kveðjur héðan frá Danmörku.

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 10.10.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vissida,vissida....Kæra Jacky Lynn.

Allt tetta nýtt umhverfi ,nýtt et dejligt hotel  hjá tér og náttúran  sem vid elskum svo mikid gera tetta ad vid elskum ad njóta.

Eigdu góda helgi og njóttu fegurdar karlmanna...tad geri ég

Fadmlag á tig inn í helgina

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband