Spennulosun? Er það ekki bara í lagi!

Ég er búin að eiga góða daga þessa vikuna. Allt er búið að vera svo bjart síðan ég náði mér upp úr lægðinni þarna um daginn. Líf mitt gengur samt sem áður í hægagangi þessa stundina, það er ekkert að „gerast“ og tíminn líður afar hægt finnst mér. Ég er með nákvæmlega sömu tilfinningar og þegar ég beið eftir jólunum í gömlu dagana. Nema hvað, að núna veit ég hvað ég fæ í „jólagjöf“ og hún á ekki eftir að valda mér vonbrigðum eins og gerðist svo oft. Fólkið sem ól mig upp, var ekkert mikið fyrir jólastússið. Þau fussuðu og sveijuðu yfir allri eyðsluseminni í fólki og fannst alger óþarfi að gefa meira en eina gjöf. Það vill reyndar svo til að afmælið mitt fellur á aðfangadag, svo þið geti ðrétt ímyndað ykkur að ég hafi verið „hlaðin“ gjöfum af þeirra hálfu. Nei, það var bara ein gjöf sem var með afmælis/jólakorti frá þeim hjónum. Mér sjálfri fannst ekkert að þessu fyrr en ég upplifði það í skóla að stelpur sem áttu sama afmælisdag og ég, fengu að halda sér afmælisveislu fyrir jólin. Þá fór að renna á mig tvær grímur og ég spurði þau hvort ég mætti gera það sama? Hvort ég mætti bjóða vinkonum úr skólanum heim? Nei, það voru týndar til allskyns afsakanir sem gerðu það að völdum að ég ákvað að spyrja aldrei aftur út í þetta.

Þegar ég hugsa til baka, þá átti ég ekkert „slæma“ æsku þannig séð, hún var reyndar mjög ástlaus og köld en ekki beint slæm. Ég fæ aldrei nein hryllilega slæm „hugsanaflökk“ aftur í tímann og læt mér líða illa yfir því sem var. Alls ekki, ég veit um marga sem höfðu það virkilega slæmt og hafa það ennþá. Þau fengu strax stór ör á sálina sína, ör sem aldrei verða til friðs. Á ég , fullorðin konan að trúa því að það eina sem er orskavaldurinn af sjálfsvígshugsunum mínum, sé ástleysi í æsku? Guð minn góður hvað hægt er að sökkva sér þá í litla hluti!? Nei, ég trúi því ekki að það sé ástæðan, kannski partur af henni en alls ekki öll ástæðan. Ég er viss um að ef ég „kynni“ betur að elska, að þykja meira vænt um t.d. mug sjálfa, þá væri ég ekki í þessum sporum sem ég er í í dag. Það eiginlega skýrir sig sjálft... finnst mér.

Núna er ég búin að vera aðeins of lengi á þessu lúxus hóteli hér í borginni minni. Ég hreinlega þoli ekki þessa athygli sem ég fæ hér. Eftir að hafa leitað á netinu, fann ég heimagistingu á fallegum stað hér rétt við vatnið stóra. Það voru fallegar myndir sem voru á vefsíðunni og ég prófaði að hringja í fólkið sem rekur staðinn. Það var kekrt vandamál að fá gistingu og ætla ég að flytja mig þangað yfir í fyrramálið þegar ég vakna. Það er búið að vera dásamlegt að hafa þetta lúxusherbergi hér, en ég er bara orðin frekar þeytt á athyglinni eins og ég segi. Hlakka til að sjá og njóta umhverfisins í kringum gistuhúsið, það virkaði ekkert smá fallegt á myndunum.

Jæja, nú kemur svo rúsínan í pulsunni.....

Ég var að lesa athugasemdir við bloggið mitt (takk stúlkur) og þar var mér eindregið ráðlagt að hitta herra Cashmere Casanova og kannski bara deita gaurinn! Ég gat ekki annað en farið að brosa og það út í bæði.

Ég sá fyrir mér okkur (Mr. Nova, Casa Nova) liggjandi undir rúmteppinu, hann að blása frá sér sígarettureyk, ég með svitaperlur á enninu, uppgefin. Hann lýtur á mig, grafalvarlegur og segir „ Jacky Lynn, ég elska þig og vill eyða restinni af lífinu með þér“. Ég horfi á hann, segi ekkert en hugsa „ það verður nú ekki lengi minn kæri“.

Sko, meira að segja í dagdraumum mínum er ég ákveðin í það að halda áætlun.

En þetta er ekki búið, ég fór í gær á Starbucks kaffihúsið ágæta og svipaðist um eftir töffaranum mínum. Hann lét auðvitað ekki sjá sig. Það er ekki eins og líf mitt sé eins og Meg Ryan´s líf í You´ve got mail eða hvað ;). Nei hann kom ekkert þann daginn, heldur ekki daginn eftir (í dag sko). En það sem að gerðist er að ég bara sá annan töffara. Ójá, það hrynja inn hér huggulegir menn eins og laufin falla af trjánum. Það best við þennann töffara er að hann tók upp á því að spjalla við mig af fyrra bragði J. Óskaplega kurteisislega kinkaði hann til mín kolli þegar hann tók eftir því að ég var að stara á hann. Svo aftur þegar ég gatekki hætt að stara, og svo brosti hann og kom yfir til mín og settist hjá mér þegar hann stóð mig að því að glápa á hann í þriðja skiptið (hann hélt að það væri í þriðja skipti en ég hafði bara alls ekkert tekið af honum augun). Hann kynnti sig og ég gerði það líka og fékk ekkert smá mikin fiðring í magann. Hann spurði svo strax hvaðan ég væri, því þrátt fyrir að hafa búið hér í fjöldamörg ár, þá heyrist strax og ég opna munninn að ég er „Útlensk“ ef svo má að orði komast. Hann kemur sjálfur frá Canada og var hérna í borginni í viðskiptaerindum. Ótrúlegt en satt,þá er hann innan sama geira og ég var að hætta í. Við sátum lengi saman á kaffihúsinu og spjölluðum um heima og geima og ákváðum að fara út að borða á föstudaginn. Trúið þið þessu, ég að fara á date! Ekki hefði mig rennt það í grun fyrir örfáum dögum síðan.

En, eitt vil ég segja, þrátt fyrir alla skemmtilegu spennuna í kringum það að ég sé að fara á date, þá virðist tilfinning mín ekkert hafa vikið. Ég sit núna upp í rúmi og er búin að horfa út um gluggan í allt kvöld og velta upp hugsanlegum aðstæðum. Ég einfaldega hef engan áhuga á að verða ástfangin. Ég tel að ef ég yrði skotin í einhverjum, þá myndi það bara ekki endast. Svartsýn? Nei, bara raunveruleikatengd. En svo er það hitt. Ég langar til að leyfa mér smá spennulosun svona rétt í lokin, er eitthvað að því?

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Svona stelpa ,skelltu tér á deit og láttu ástina flæda....

Alveg viss um ad á litla sæta hótelinu nærdu meiri kontakt vid tig,fólkid og nátturuna.

Fadmlag á tig inn í góda helgi.

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 08:14

2 identicon

Sæl Jacky Lynn og þakkir fyrir einlæg skrif.

Ég er blaðamaður á Vikunni og hefði áhuga á að komast í samband við þig. Ég hef netfangið hrund@birtingur.is, gsm 8681325 og vinnusímann 5155602.

Með von um að heyra frá þér. Bestu kveðjur,

Hrund 

Hrund Þórsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband