Cashmere Casanova og Kynlausir bangsar
6.10.2008 | 19:46
Það var rólegt yfir mér í dag og í gær. Ég lét dagana líða án mikillar áreynslu eða of margra hugsana. Ég finn samt að ég er svolítið þreytt á þessu aðgerðaleysi í mér. Ég er vön að hafa oftast nóg fyrir stafni en núna hangi ég á rándýru hóteli og geri ekki neitt af viti. Ég fór þó í gær á safnið stóra og eyddi þar dágóðum tíma. Ég fyllist attlaf ákveðinni lotningu þegar ég kem inn á svona stór söfn. Það er allt svo kyrrt og hljótt og munirnir bera yfir sér svo rólegt og yfirvegað karma að maður kemst við. Hér liggur til dæmis eld gömul beinagrind sem mér varð starsýnt á í töluverðan tíma. Hún er af ungri konu. Ég fann fyrir blendum tilfinningum til þessa. Ekki myndi ég vilja vera grafin upp og sett í sýningarkassa fyrir framan alþjóð. Á feimni mín sér engin takmörk, á hún að ná yfir landamæri tímans og dauðans?
Ég fór í dag til lögfræðingsins og gengum við frá nokkrum pappírum og sendum bréf á hita og rafmagnsveituna ásamt gasfélaginu. Þetta var eiginlega það síðasta sem ég þarf að gera til að vera endanlega laus við húsið. Ég sakna þess samt örlítið, það var mjög gott að búa þarna og sérstaklega um jólaleitið. Ég elska jólin. Það var aldrei gert mikið úr jólahátíðinni þegar ég var barn svo ég sór það þegar ég var 15 ára, að þegar ég eignaðist börn skyldi sko verða haldið almennilega upp á jólin á mínu heimili. Jæja , ekki komu nú blessuð börnin en ég hélt ávallt vel upp á jólin, hvort sem ég var ein eða með viðhengi (nýtt orð sem ég lærði á einu blogginu).
Ég fór sem oftar á Starbucks kaffihúsið í miðbænum og sat og drakk minn tvöfalda latté með mapel syrópi. Það komu margir inn og settust og nutu kaffisins meðan ég staldraði við. Það kom meðal annars maður inn sem var klæddur í beige ítalskan cashmere frakka, alveg svona ekta módel týpa. Hann settist niður með kaffið sitt og blað og fór að lesa. Ég veit ekki afhverju en ég ætlaði ekki að geta hætt að starað á hann. Sem betur fer leit hann ekkert upp, las blaðið sitt og fór svo bara út í rigninguna. Ég sat hinsvegar eftir og fór að spá í hvaða skrítnu tilfinningar voru að vellast um inni í mér. Mér fannst þessi maður vera afar huggulegur og traustur að sjá, hann virkaði öruggur með sig og var algjör andstæða fyrrum kærasta míns sem, eins og ég hef sagt hér, var svona frekar lítið fyrir augað en því meiri persóna. Þótt svo við ættum alls ekki vel saman.
Ég datt næstum því af stólnum mínum þegar ég loks fattaði hvað var að gerast hjá mér. Ég var skotinn ! Ég sá semsagt huggulegan mann og varð bara skotin með það sama. Úff, ég hlýt að vera að fá Rósu frænku í heimsókn... á samt ekkert að byrja neitt fyrr en eftir rúmar tvær vikur eða svo. Það var skrítið að uppgötva það að ég varð skotin, ég átti ekki von á því að finna fyrir svoleiðis tilfinningu eins og ástandið er á mér þessa stundina. Ekki ætla ég nú að fara flækja þetta líf mitt enn frekar með ótímabærum ástarbríma. Annað væri það nú.
Ég ætla að finna mér annað kaffihús, vil ekki rekast á þennan Cashmere Casanova aftur !
Ef það er til guð, þá umbreytir hann öllum karlmönnum í litla kynlausa bangsa fram að brottförinni.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Hahahhaah góða þú hefðir nú bara gaman af því að leika þér með svona nagla....;) Mæli með að þú verðir fyrsta manneskjan sem hann mætir á morgunn í fegnum bol og daðrar við kauða hehe
Halla Vilbergsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:26
Flegnum átti þetta að vera mín kæra ;)
Halla Vilbergsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:26
Tú hwfdir bara átt ad setjast hjá kauda og bjóda honum upp á einn latte....
Gerdu tad í dag tegar tú hittir hann aftur á Starbucks.Madur minn tad færi tá aldrey tannig ad tú yrdir ástfangin og breyttir tinni stefnu...
Tad óska ég mér.
Stórt fadmlag á tig.
Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2008 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.