Lélegt sæði, nei nei bara virkar ekki á mig?
3.10.2008 | 08:41
Ég er svolítið aum þessa stundina, líður ekkert allt of vel. Það er að taka örlítið á mig hver staðan er í mínu lífi.
Ég átti fallegt gærkvöld, ein út að borða á afar fallegum og notalegum veitingastað. Maturinn óaðfinnanlegur, þjónustan frábær en ég var svolítið litin hornauga fyrir að sitja ein á svona dýrum stað. Ég reyndi að láta það ekki fá á mig en þegar maður situr svona alein við borð í stórum sal, fullum fólki , þá vekur maður eftirtekt. Mér leið eins og "Kærastinn" hefði ekki komið... svikið mig. Fólk horfði þannig á mig líka.
Ég var mikið að spá í að standa upp eftir eftirréttinn og hlaupa hágrenjandi út með maskarann lekandi. Fólk hefði þá örugglega fengið eitthvað fyrir peninginn. En nei, ég kláraði bæði matinn og dásamlegan eftirréttinn og fékk mér svo kaffi að lokum. Ég sat bara og horfði róleg út í loftið, á allt og ekkert. En inni í mér barðist litla hjartað mitt. Ég get lofað ykkur því að ég geri þetta ekki aftur. Ég á auðvitað eftir að fara út að borða aftur, en alls ekki á svona flottan stað og það ein. Frekar leigi ég mér vin/vinkonu ;)
Svefnmynstrið er orðið svolítið brenglað hjá mér, ég er farin að sofa seint og síðarmeir og vakna seint. Það er mjög ólíkt mér enda er ég týpísk A manneskja, snemma að sofa og vakna snemma. Núna á ég það til að sitja við tölvuna langt frameftir og skoða blogg, fréttir og auðvitað spjallhópinn minn.
Ég fór að spá gærkvöld, eftir að ég var komin upp á hótel, hvort ég stæði í þessum sporum ef ég hefði átt börn?
Ég reyndar efa það, ég gæti ekki gert þeim það að yfirgefa þennan heim og skilja þau/það eftir! Hvílík sjálfselska að gera það. Er þá kannski lausnin fyrir mig að eignast börn og hætta við "brottförina"? Hmmm svolítið seint í rassin gripið að hugsa svoleiðis. Nei það var því miður ekki möguleiki fyrir mig að eignast börn. Var eitthvað að mér ? Nei, það sögðu læknarnir að svo væri ekki. Ég fékk aldrei neinar útskýringar á því afhverju ég varð ekki ólétt í þessum samböndum sem ég var í. Ég hætti á pillunni meðan ég var með strák sem ég var með í "gamla" daga, en eftir reglulegar samvistir, varð ég ekki ólétt. Við vorum ekkert sérstaklega að "reyna" en vorum svosem bæði tilbúin. Eftir tæpt ár, fór ég í skoðun og það kom ekkert sérstakt út úr henni. Allt virtist virka ágætlega þarna inni. Strákurinn fór líka í athugun og það var það sama með hann, fjöldi sæðisfruma var ekki í hámarki en alveg innan græna svæðisins. Okkur var bara ekki ætlað að eignast barn saman hugsuðum við. Ég endaði sambandið stuttu seinna. Hann var framhjáhaldari þessi elska. Í dag er hann giftur og býr í hjólhýsi með konu og 4 börnum. Greinilega ekkert að "sæðinu" hans, nema að konan sé líka framhjáhaldari :)
Ég syrgi það stundum að eiga ekki börn, en það er með það eins og svo margt. Ef maður hefur ekki átt það, kann maður ekki alveg að meta það..... úff, skiljið þið hvað ég er að reyna að segja?
Ég ætla að hætta núna og fara í háttin.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Hvort ég skilji tad sem tú ert ad reyna segja?
Já ég geri tad kæra Jacky Lynn.
Fadmlag til tín inn í góda dag og fallegar hugsanir.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 3.10.2008 kl. 08:59
Ég er búin að lesa allt sem að þú hefur skrifað, ég dáist að hugrekki þínu, en getur þú ekki hugsað þér að breyta ákvörðun þinni, lífið er stundum gott, og þú virðist vera kona á góðum aldri, þú gætir átt eftir að upplifa marga góða daga, eða. Með bestu kveðju frá Malmö
Heiður Helgadóttir, 3.10.2008 kl. 09:15
Vonandi snýst þér hugur vinan, margir hafa það mikið verra en þú
Kristín Gunnarsdóttir, 3.10.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.