Um mig, frá mér
2.10.2008 | 06:32
Ég er orðin hagvön hér á hótelinu flotta. Það kemur starfsfólk hingað upp og stjanar í kringum mig eins og ég sé eðalborin. Þetta gæti alveg auðveldlega vanist. Samt á þessi lífsstíl ekki alveg við mig, ég er of feimin við allt þetta fólk sem er sífellt að reyna að geðjast mér í von um þjórfé.
Það sem er að angra mig núna er þessi blessaður lögfræðingur minn. Það lýtur út fyrir að það sé töluverð pappírsvinna við að ætla að senda ösku einhvers yfir hafið. Ég spurði hann á móti hvort honum þætti ekki ágætt að fá borguð laun fyrir vinnuna sína? Enda var hann fljótur að biðjast afsökunar, auðvitað væri þetta aðeins meiri vinna en hann myndi sjá til þess að hún yrði unnin.
Ég gat ekki annað en farið að brosa eftir þetta símtal. Hvað ef aumingja ég, öskubuskan sjálf, yrði svo bara skilin eftir í óskiladeildinni á pósthúsinu eða flutningsfyrirtækinu vegna þess að pappírsvinnan klúðraðist ! Ég sver það hér og nú að ég skal valda því fyrirtæki ómældum reimleikum ef svo verður, sjáið bara til.
Núna sit ég á bókakaffi húsi og er að svara vinnutengdum e-mails. Þó að ég sé hætt, þá á ég ennþá eftir að skila af mér ýmsum smáverkefnum. Ég samdi um að fá að gera það svona svo ég þyrfti ekki að vera mæta í vinnuna, þó ekki sé langt fyrir mig að fara.
Ég hugsa ekki svo mikið um dauðann eins og ég hélt ég myndi gera og þá sérstaklega eftir að ég hætti að vinna. Þetta hugarástand mitt má samlíkjast við það að vera fara í ferðalag eitthvað langt í burtu. Ég er að "reyna" að láta hugan ekki dvelja við það því þá verður maður svo spenntur. Þið skiljið?
Ég var spurð af nýrri bloggvinkonu, af hverju?
Ég er einfaldlega búin að missa lífslöngunina. Það er eiginlega ekkert flóknara en það. Eins og ég segi í upphafsblogginu, þá er ég auðvitað búin að tala við sálfræðing, búin að reyna að brjóta mynstrið og allt það en lífsneistinn minn er bara slokknaður, dáinn! Það furðulega við þetta allt er að ég tel mig ekki eiga í neinni krísu... þannig séð. Þetta er búið að vera langt ferli og alls engin skyndiákvörðun.
Það er svo komment á síðustu færslu sem að maður einn segir að honum finnist þetta vera ótrúlegt hjá mér og það vanti kulda og sannfæringarkraft í færslurnar mínar? Ég gæti auðvitað sagt eitthvað ískalt núna og fyllt það svar miklum sannfæringarkrafti.... en þá væri ég bara að geðjast þér vinur. Það hef ég ekki nokkrurn áhuga á.
Ég er að skrifa þetta blogg til að létta á mér og mínum tilfinningum, hvort sem þær eru kaldar eða ekki kaldar, sannfærandi eða ekki sannfærandi. Um trúverðuleika bloggsins míns... verðið þið að eiga við sjálfa ykkur. Ég mun ekki eyða meiri tíma í að sannfæra einn eða neinn.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Kveðjur til þín Jacky Lynn. Eigðu góðan dag fyrir höndum. Ég er sammála þér með það að þú þurfir ekkert að vera að sannfæra fólk um hvort það "trúi" blogginu þínu eða ekki. Mér finnst fólk hálf dónalegt að sletta fram svona kommentum eins og maðurinn hér á undan, en kannski er það bara uppeldið á mér :)
Mínar bestu kveðjur
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 2.10.2008 kl. 08:13
Sammála Jac madur á ekki ad turfa útskýra ákvardanir sínar fyrir ödrum,Hver lifir sínu lífi og á rett á tví ad skrifa sína bók sjálfur.
Fadmlag til tín
Gudrún Hauksdótttir, 2.10.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.