Bacon og egg
1.10.2008 | 05:11
Ætli ég sé ekki búin að ganga meira í dag heldur en ég hef gert síðustu 10-15 árin eða svo! Ég tel auðvitað ekki skokkið með, en það er öðruvísi ekki satt?
Ég vaknaði snemma í dag og enn og aftur var það dásamlegur morgunmatur sem kom upp á herbergið. Ég gerðist svo djörf að panta mér steikt egg og bacon ásamt stóru glasi af ferskum appelsínusafa, fyrir utan þetta hefðbundna sem ég er vön að fá mér, það er jógúrt með múslí, soðið egg, ferskir ávextir og sjóð heitt te með sítrónu. Ég tók ekki nema svo sem munnbita af svínakjötinu, þá fékk ég klígjuna upp í háls. Mig langaði samt að prófa svona morgunmat en eftir þetta mun ég aldrei skilja þá sem leggja sér svona bras til munns á morgnanna.
Eftir að hafa snætt restina af morgunmatnum, sett upp andlitið og klætt mig, lá leiðin sem oftar niður á uppáhalds kaffistaðinn í miðbænum. Ég pantaði mér latté og fór að skrifa á fartölvuna mína. Ekki þessar línur reyndar, heldur bréf til lögfræðingsins sem sér um mín mál. Ég er búin að ákveða það að láta brenna mig eftir að sálin hefur yfirgefið þennan kropp sem hefur þjónað mér ágætlega í tæplega 40 ár. Ég vil að askan verði geymd í duftreit í kirkjugarði sem er ekki langt frá borginni þar sem ég er fædd. Ég veit ekki hvernig það gengur fyrir sig að þvælast með ösku látinna á milli landa en það ætlar lögfræðingurinn minn að finna út fyrir mig. Hann er vanur að sjá um dánarbú svo það ætti ekki að vefjast fyrir honum að finna út úr því fyrir mig.
Ég er pínulítið andlaus í dag, finnst allt í einu svo tilgangslaust að vera opna sig eitthvað hér á morgunblaðsblogginu. Ég ætla samt að þrauka því að ég var búin að setja þetta allt svo skipulega upp hjá mér og einn hluti af því var einmitt að blogga um síðustu dagana.
Jacky Lynn
Athugasemdir
Sæl Jacky.
Ég hef adeins fylgst med blogginu tínu og spyr mig í hvert skipti..Af hverju?
Madur er allt lífid ad læra og tetta er ein af mínum lexíum um lífid .Tú
Ég fylgist med tér tó svo madur skilji ekki alltaf allt tá ertu farin ad tengjast mínum tilfinningum ..Hvers vegna veit ég ekki .
Já tad er erfitt ad skilja stundum.
Fadmlag til tin.
Gudrún Hauksdótttir, 1.10.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.