Bucket list?

Ég er svo mikið að spá í hvað ég á að gera á lokasprettinum mínum. Ég var búin að hugsa um ferðalag til Grikklands, sitjandi ein á notalegu útikaffihúsi með tvöfaldan latte og lesa í góðri bók. Hanga bara og gera ekki neitt. Kannski fara í einhverja óvissu-ævintýraferð á framandi slóðir? Ég veit ekki. Núna finnst mér liggja svolítið á að komast frá þessum stað, þessari borg, þessu landi. Ég er að verða búin að brenna þær brýr sem ég ætlaði að brenna, skipuleggja það sem þurfti að skipuleggja og svo hvað? Allt í einu finnst mér svo langt í "Jólin", veit ekki almennilega hvað ég á að gera af mér þangað til?

Hér er listinn sem ég gerði einhverntímann fyrir löngu.

1. Fara og sjá Pýramídana í Egyptalandi

2. Taj Mahal

3. Drekka mig fulla og reyna við kvennmann upp á djókið.

4. Ganga yfir Skoska hálendið

5. Fá mér Íslenska pulsu með öllu og kók í pappaglasi.

Ekki svo merkilegur listi....

Hér er fullt af fólki að þrífa og pakka húsgögnum, berandi dót út í gámabíl sem á að keyra því á "Söfnunarstað" fyrir góða notaða hluti og fer ágóðinn til hjálparstarfs. Restin fer svo á morgun á Hverfisstöðina í ruslagám. Ég réð þetta fyrirtæki til að koma og pakka, þrífa og keyra dótinu og sit ég hér bara og fylgist með. Það er alveg frábært að sjá hvað þau eru prófessjónal. Allt gengur svo fumlaust fyrir sig hjá þeim. Frábært fólk og notalegt við mig.

Ég ætla að fara í kirkju á eftir og prófa að biðja.

Skrifa meira í kvöld

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bænin styrkir,,,,,,,,,,,

Res (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband