Er á fullu að pakka....
23.9.2008 | 17:23
Eins einkennilegt og það er, þá er á á fullu að pakka núna. Ég er að pakka hlutum sem ég á aldrei eftir að taka upp aftur og það vekur upp skrítnar tilfinningar hjá mér.
Ég var tildæmis að setja öll myndaalbúmin mín ofan í nokkra kassa áðan, límdi þá vandlega aftur og var að leita að túss til að skrifa "Varlega" á þá, þegar ég áttaði mig á því að það þarf ekkert að fara varlega með þá. Þeir fara á fimmtudaginn út í gámastöðina í hverfinu. Það var svolítið sjokk að átta sig á því að allar myndirnar mínar skuli glatast svona á einu bretti. Ég skil hvernig fólki líður sem hefur misst allt sitt í bruna, hræðileg tilfinning. Ég beit í vörina til að fara ekki að skæla.
Fólkið sem keypti húsið mitt kom við í dag og fékk að mæla svefnherbergið sem ég nota sem skrifstofu. Þau eiga tvö börn, strák 3 ára og stúlku sem ég held að sé 10-12 ára. Stúlkan á að fá skrifstofuna eða "prinsessuherbergið" eins og pabbi hennar sagði, við lítinn fögnuð stúlkunnar. Konan var voða notaleg og var svona að reyna að komast að því hvaðan ég væri (út af hreimnum). Ég þóttist ekkert taka eftir þessum "ókláruðu" spurningum og eyddi öllu tali um slíkt.
Þegar þau keyptu, bauð ég þeim eins mikið af innbúinu og þau vildu kaupa með á afar afar ódýran prís. Þau voru með aðrar hugmyndir svo ekkert varð úr því. Ég er með allt frekar svona "Designað" hjá mér og það fellur kannski ekki að smekk barnafjölskyldu.
Ég talaði við vinkonu mína í dag og ræddum við heima og geima eins og okkar er venjan. Í sameiningu ákváðum við, til þess að hún geti tekist á við sorgina að missa hana mig Þá ætlar hún að horfa til himins á stjörnubjörtum nóttum, velja út skærustu stjörnuna og gefa henni minningarbrot um mig..... þegar hér var komið við sögu, hágrétum við báðar í símann. Ég mun endalaust virða það við þig elskan, að á engum tímapunkti, reyndirðu að fá mig til að hætta við fyrirætlanir mínar. Ég elska þig vinkona og þakka guði fyrir að við kynntumst fyrir... vá !! 23 árum síðan !
Mér þykir það mikilsvert að fá tækifæri til að kveðja þig og deila örlítið sorginni með þér. En eins og við töluðum um, þá er ætla ég að blogga hér um mitt daglega amstur og tilfinningar fram að dagsetningunni á deginum góða. Tilfinningar mínar æða upp og niður skalann en ég finn alls ekki fyrir neinni þörf á því að hætta við. Alls ekki. Það er auðvitað skrítið að losa sig við alla persónulegu munina, bréfin, myndirnar og litlu ódýru en ómetanlegu hálsmenin, eyrna lokkana og allt það. En samt.... er það bara eins og að pakka fyrir flutninga. Ég á ekki eftir að taka þetta upp aftur svo ég ætla ekki að vera með eftirsjá í dauða hluti. Hananú !
Ég bið ykkur vel að lifa sem þetta lesið.
Jacky Lynn
Athugasemdir
<a href='http://www.glitteruniverse.com/' target='_blank'><img src='http://www.glitteruniverse.com/images/flowers/flowers-7.gif' border='0' alt='Free Myspace Glitters @ GlitterUniverse.com'></a>
velkomin á bloggið.kv adda
Adda bloggar, 23.9.2008 kl. 18:11
velkomin á bloggið.kv adda
Adda bloggar, 23.9.2008 kl. 18:12
Takk kærlega fyrir Adda, æðislega falleg rós.
Jacky Lynn, 23.9.2008 kl. 21:50
Takk fyrir Ditta mín. Já ég las og hér er knús til baka :)
Jacky Lynn
Jacky Lynn, 24.9.2008 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.