Liggur svo mikið á hjarta.....
22.9.2008 | 19:05
Það er alveg merkilegt hvað ég hef alltí einu mikla þörf fyrir að tjá mig !?
Ég hef alltaf verið þessi rólega kona, trana mér aldrei fram á mannamótum, segi fátt á fundum og á almennt ekki í miklum veraldlegum umræðum. Núna, þegar ég veit að ég á ekki eftir að tjá mig neitt sérstakelga mikið, nema þá kannski gegnum mis góða miðla ;), þá finn ég fyrir mikilli tjáningaþörf. Ætli það sé normið fyrir fólk í sömu aðstæðum og ég?
Ég fór í dag og skoðaði, eins og ég sagði í fyrri færslu, legsteina, krukkur og kistur. Úrvalið kom mér stórlega á óvart. Sumar kisturnar eru svo flottar að ég myndi aldrei tíma að láta grafa mig í þeim. Þær eru of flottar til þess að vera holað 6 fet niður. Eftir að hafa skoðað búðina/Útfararþjónustuna, var komið að því að tala við Útfararstjórann sjálfann. Hann var ekki við svo að fyrir svörum var einhver 18 ára stúlka með bólur á enninu og notaði engan deodorant! Frekar sjoppuleg þessi elska. Hún vissi samt upp á hár út á hvað allt gekk þarna inni. Fræddi mig um allar krukkurnar og kisturnar og tjáði mér að svona "fyrirfram" plön væru að verða æ algengari. Mér var mikið létt og gekk glöð í bragði frá þeim. Ég ætla ekkert að leita eftir fleiri útfaraþjónustum, þessi nægir mér fullkomlega. Nú er bara að sitjast niður í rólegheitunum og spá í hvort ég vil verða brennd eða grafin.
Hér er svo svar við spurningu hennar Dittu, sem kom mér algjörlega á óvart með það að vilja gerast bloggvinkona. Takk fyrir það Ditta.
Þú spyrð afhverju ég sé með þráhyggju gagnvart dauðanum vina. Það er ég alls ekki með. Ég hef aldrei pælt neitt sérstaklega í dauðanum sem slíkum. Ég missti allt mitt þegar ég var mjög ung, eiginlega of ung til að skilja út á hvað sorgin gekk svo ég á ekkert sérstaklega "slæmar" nú eða "góðar" minningar um dauðann. Fólkið sem tók mig að sér, reyndist mér afar vel og ól mig skynsamlega upp (að mínu viti). Þau voru reyndar ekkert sérstaklega ástúðleg, en það sá ég ekki almennilega fyrr en ég fullorðnaðist og þau voru fallin frá.
Ég fór að fá ákveðna leiða tilfinningu fyrir lífinu og fann engan sérstakan tilgang með því að vera til. Eins og skynsamri konu sæmir, bókaði ég tíma hjá sálfræðingi og spjallaði við hana fyrir ónefnda upphæð.... þú getur bara rétt ímyndað þér kostnaðinn á einu ári.
Eftir sálgreininguna, kom ekkert sérstakt í ljós. Ég var og er ekki haldin neinu þunglyndi. Hormónarnir eru í þokkalegu jafnvægi og mér líður almennt vel.
Ég gæti farið fallegu dramatísku leiðina og sagt við lesendur þessa fátæklega bloggs að ég hafi gegnum tárin, með rauðvínsglas í hendi og eldinn snarkandi í arninum, ákveðið biturlega að enda líf mitt með sjálfsvígi.
Alls ekki !
Þetta er auðvitað búið að vera krauma undirniðri í langan tíma, án þess að ég raunverulega hugsaði mikið um það. Það kom svo upp á yfirborðið og ég virkilega spáði í hlutina og mér satt best að segja, féllust alveg hendur þegar ákvörðunin lá svo fyrir. Svo var bara ekki aftur snúið mín kæra. Afhverju ætti ég svo sem að gera það? Ég er ekki að leita að einhverri útgönguleið út úr erfiðleikum, heldur er þetta afar íhuguð ákvörðun.
Það er bara þannig með dauðann, að við erum alin upp í ótta við hann. Allt sem að snýr að honum er hálfgert tabú, ekki satt? Að hóta að fremja sjálfsmorð er vinsæl aðferð ungra kvenna og karla til að hrópa á athygli. Að fremja svo meðvitað sjálfsmorð er oftast lausnin sem fólk lendir á þegar það sér enga aðra leið út úr veikindum, ástarmálum eða fjárhagsvandræðum, eða hverju öðru því sem að það ber fyrir sig. Venjan er auðvitað sú að fólk er ekkert að flíka þessu, finnst þetta vera skömm og niðurlægjandi aðferð út úr lífinu.
Ekki mér vina, ég er fullkomlega sátt og hamingjusöm með mína ákvörðun.
Gabb ?
Það verðið þið bara að eiga við ykkur sjálf.
Ég vona að þetta hafi svarað einhverju Ditta.
Kveðja
Jacky Lynn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.