Undirbúningur og bollaleggingar.
22.9.2008 | 11:19
Það er ótrúlega margt sem þarf að spá í ef maður ætlar að sjá alfarið sjálf um sína eigin brottför. Ég er búin að liggja yfir allskyns síðum á netinu sem bjóða upp á allt mögulegt varðandi kistur og búnað, ásamt skreytingum og fatnaði!! Ég hef verið það "heppin" í lífinu að ég hef aldrei þurft að sjá um eða koma mikið nærri útförum náinna ættingja.
Húsið er seldist loksins í síðustu viku og er afhendingartími alveg í takt við það sem mér hentar. Ég ætla að koma húsgögnum og þessháttar í lóg eða á góða staði. Það er alltaf eitthvað um að fólki vanti mublur.
Ég talaði við lögrfæðing sem er starfsfélagi minn og ætlar hann að sjá um þá pappírsvinnu sem mér auðnast ekki (af skiljanlegur ástæðum).
Ég ætla að fara á eftir að velja/skoða legstein og kannski líta á kistur. Mér finnst ekki nóg að skoða myndir af þeim á netinu. Annars er ég núna í þessum skrifuðu orðum, að spá í hvort bálför sé ekki bara eitthvað fyrir mig. Þá er bara að spá í krukkum eða hvað? Guð hvað ég veit lítið um þetta málefni, hálf óþægilegt.
Mér á örugglega eftir að finnast óþæginlegt að tala við útfarastjórann á eftir: Að útskýra fyrir honum að kistan/krukkan sé fyrir mig. Kannski þarf hann ekkert að vita það, segi honum bara að þetta sé fyrir konu á svipuðu reki og ég, sama hæð og þyngd ca!? Nei ætli sé nokkuð þörf á útskýringum. Skoða bara og spái og hef hann með í ráðum. Einfaldast.
Pæling: Ætli það sé bannað að vera opinská um eigin brottför hér á MBL ?
Kveðja
Jacky Lynn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.